Fréttir - Sund

KR-mót Brottför

Sund | 10.02.2011
Sæl öll

Vegna slæmrar veðurspár höfum við ákveðið að taka stöðuna í
fyrramálið. Því er ekki mæting kl 07 í fyrramálið heldur
biðjum við foreldra um að fylgjast með heimasiðunni,
þar verða settar inn upplýsingar um leið og ákvörðun
verður tekin.

KV
Stjórn Vestra
Nánar

KR-mót

Sund | 02.02.2011
Sæl Öll

Nú fer að líða að KR-móti, en það verður 11-13 feb.
Mótið er ætlað fyrir alla 10 ára og eldri.

Þann 5. feb er lokaskráningadagur á mótið.
Þannig eru þeir sem ætla sér að fara með beðnir um
að láta vita fyrir þann tíma hjá Þuríði,
eftir það er ekki tekið við skráningum.

Víðir fer sem fararstjóri en óskað er eftir fleiri fararstjórum.
Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að láta Þuríði vita

Síminn hjá Þuríði er 894-4211 og netfang turidurkatrin@hotmail.com

Ég sendi með link þar sem allar uppl. eru um mótið sjálft.
Vestri hefur farið á þetta mót undanfarin ár og hefur það
fallið vel í kramið hjá krökkunum, enda afar skemmtileg
stemning sem myndast á þessu móti.

http://www.kr.is/sund/gullmot_kr/

KV
Stjórn Vestra
Nánar

Kökubasar 4. Febrúar

Sund | 02.02.2011 Þá er komið að kökubasar hjá okkur í ferðahópnum.
Staður: Samkaup
T'imi: 15 - 18
koma með kökur rétt fyrir 15:00 Nánar

Nýr Vestra-púki

Sund | 20.01.2011 Nýr Vestra-púki hefur bæst í hópinn.

Benni og Fjóla eignuðust dreng í morgun.

Allir Vestrapúkar, stjórn og þjálfarar senda fjölskyldunni innilegar hamingjuóskir með drenginn :o) Nánar

Sundskóli

Sund | 14.01.2011
Sæl öll

Nú fer sundskólinn að byrja aftur.
Við ætlum að byrja þriðjudaginn 18. janúar á saman tíma og venjulega.

Hlökkum til að sjá ykkur öll

KV
Margrét og Gunna :o)
Nánar

Fjáraflanir fyrir ferðahóp

Sund | 12.01.2011 4. Febrúar verður kökubasar Þuríður og Rannveig sjá um hann. Þær ætla að gera prógramm varðandi kökubasar þar sem við ætlum að hafa kökubasar 1. hvern föstudag í mánuði :-)
26. Febrúar munum við sjá um vörutalningu fyrir Bónus:-)
Í Mars ætla Rækjukóngarnir að sjá um rækjusölu, því er um að gera að fara að ýja að vinum og vandamönnum að við munum selja þessa flottu góðu rækju aftur í Mars:-)
Í Apríl verðum við með skíðavikubingó: vantar undirbúningsnefnd :-)
Nóg er fyrir stafni framundan og er þetta okkar allra hagur;-)

Nánar

Fjáraflanir og þrif

Sund | 12.01.2011 Settar hafa verið nýjar upplýsingar inn á síðuna varðandi fjáraflanir (fjáraflanir-fjáraflanir vor 2011) og ferðir fram á vorið (dagskrá-dagskrá vor 2011).
Einnig er kominn inn þrifalisti (starfið-þrifalisti) á sundhallarloftinu.

Vonum að allir kynni sér málið.

Kv
Stjórn Vestra.

Nánar

Fjáraflanir Vor 2011

Sund | 12.01.2011 Dósasafnanir verða eftirfarandi:
1. mars     5. apríl     3. maí

Kökulína:
16-18. feb     1-4. júní

Páskaeggjahappdrætti verður fyrir páska

Áætlað er að hafa maraþonsund, ekki hefur verið ákveðið með tímasetningu en fréttir munu berast þegar það hefur verið ákveðið.

Einnig má búast við frekari fjáröflunum hjá ferðasjóði og verður það sérstaklega auglýst.

Nánar

Dagskrá Vor 2011

Sund | 12.01.2011 Gullmót KR   11-13. febrúar     10 ára og eldri
Bikarkeppni   11-13. mars        Gull og einhverjir úr bláum
ÍM-50   7-10. apríl                    Lágmarkamót
ÍRB Keflavík   13-15. maí          10 ára og eldri
AMÍ Akureyri   23-26. júní         Lágmarkamót

Að auki er stefnt að því að fara í æfingabúðir á þessari önn.
Ekki hefur verið ákveðið hvert skal farið né hvenær.
Fréttir koma inn þegar það hefur verið gert.
Nánar

Morgunæfingar í komandi viku

Sund | 09.01.2011 Engar morgunæfingar verða hjá Gull hóp í komandi viku.

Gunna Baldurs mun sjá um síðdegisæfingar hjá Gulli og Margrét Eyjólfs mun sjá um æfingar hjá Bláum.

Þrekæfingar í stúdíóinu byrja í þarnæstu viku.

KV
Stjórn og þjálfarar Vestra Nánar