Fréttir - Sund

Dósasöfnun

Sund | 10.10.2010 Við minnum á dósasöfnunina sem verður þriðjudaginn 12. október.

Mæting er í Eimskip kl 1800. Nánar

Heimkoma

Sund | 03.10.2010

Fer'ðin heim gengur vel og stoppuðu krakkarnir í Búðardal til að fá sér að borða.

Áætluð heimkoma erum kl 20 eða rúmlega það.

Nánar

Blönduós ferð

Sund | 30.09.2010 Sæl öll

Á lokasprettinum fengum við fararstjóra í ferðina okkar á Blönduós.

Mæting er við Samkaupsplanið kl 1245 og er brottför kl1300.

Við biðjum foreldra um að nesta börnin sín vel í rútuna og þau munu svo borða kvöldmat á Blönduósi.

Þau þurfa að hafa meðferðis dýnu, sæng/svefnpoka.
Léttan íþróttafatnað og útföt ef þau fara út.

Fararstjórar eru:
Guðbjörg Drengs
Ingunn mamma Svanhildar
Sibba mamma Rakelar Ýr.

Áætluð brottför heim er rétt eftir hádegi á sunnudag.

Allir ættu nú að hafa fengið tölvupóst með Excel skjali þar sem fram kemur hvað hver og einn þarf að borga.
Gott væri ef lagt væri inn á
0556-26 282
Kt:430392-2399

KV
Vestri
Nánar

Fararstjórar

Sund | 28.09.2010 Enn sem komið er hefur enginn boðið sig fram sem fararstjóra í ferðina okkar á Blönduós.

Því viljum við biðja þá sem mögulega geta og hafa áhuga á að fara að hafa samband sem allra allra fyrst.

Áætlað er að leggja af stað um kl 13 á föstudaginn. Áætluð heimför er svo rétt eftir hádegi á sunnudag.
Nánar

Æfingabúðir á Blönduósi

Sund | 27.09.2010 Nú þegar enn eru að týnast inn skráningar á Blönduós er ekki hægt að setja inn endanlegan kostnað.

Kostnaður á mat og gistingu er 7800kr fyrir helgina. Flestir krakkar hafa unnið sér inn punkta fyrir fjáraflanir og kemur það til niðurgreiðslu í ferðina.

Enn vantar fararstjóra í ferðina en án þeirra verður ekki fært að fara í ferðina. Fararstjórar þurfa ekki að sjá um mat í þessari ferð.

Til að lækka kostnaðinn enn frekar óskum við eftir bílstjóra sem hefur leyfi til að keyra rútu.

Kv
Stjórn Vestra Nánar

Æfingabúðir á Blönduósi

Sund | 26.09.2010 Við minnum á að nú fer hver að verða síðastur að skrá sig til þátttöku á æfingabúðir á Blönduósi.
Æfingabúðirnar eru fyrir alla 10 ára og eldri. Þetta er kjörið tækifæri til að efla liðsandann, kynnast krökkum úr öðrum sundliðum og hafa það svolítið gaman.

Einnig auglýsum við eftir fararstjórum í ferðina. Þeir sem hafa áhuga á slíku eru vinsamlegast beðnir um að láta sem allra allra fyrst, annaðhvort til Þuríðar (8944211) eða Benna (6902303).

Það er mikilvægt að hlutirnir gangi hratt fyrir sig því við höfum aðeins nokkra daga til stefnu.

Kv
Stjórn Vestra Nánar

Vestfjarðameistaramóti lokið

Sund | 25.09.2010 Vestfjarðameistaramótinu er nú lokið að þessu sinni og er óhætt að segja að það hafi farið vel fram.

Þó nokkur met voru slegin í lauginni í dag og stóðu krakkarnir sig með miklum sóma.
Undir kvöld hittist svo allur hópurinn á sundhallarloftinu og gæddi sér á pizzum.
Að því loknu skundaði hópurinn niður í laug og sló upp sundlaugarpartýi.
Það voru léttir og kátir krakkar sem skemmtu sér í sundhöllinni og viljum við þakka skagamönnum kærlega fyrir samveruna um helgina.

Stjórn Vestra þakkar öllum þeim foreldrum sem lögðu hönd á plóg í hinum ýmsu störfum sem tengdust mótinu.

Að lokum bendum við á síðuna hans Krumma sem tók myndir á mótinu í dag.
Slóðin er http://krummi.123.is/ Nánar

Lakkrísinn er kominn

Sund | 23.09.2010 lakkrísinn er kominn í hús og eru það Rúna (gsm 866 4966) og Didda (gsm 899 3360) sem sjá um fyrirkomulagið á dreifingu o.fl. Við pöntuðum 10 poka á barn en auðvita erum við öll að hjálpast að:-) Nánar

Æfingabúðir á Blönduósi

Sund | 23.09.2010 Sæl öll

Nú fer að styttast í æfingabúðir á Blönduósi sem verða 1-3.október.

Því þurfu við að fá að vita hverjir ætla að fara með. Við biðjum ykkur um að  láta vita sem fyrst og helst fyrir laugardaginn.

Kv
Stjórn Vestra Nánar

Vestfjarðamót

Sund | 22.09.2010 Hér birtum við dagskrá Vestfjarðamóts sem fram fer í sundlauginni í Bolungarvík Laugardaginn 25. september:

07:00-08:00 Upphitun
08:00-12:30 Sundmót

16:30-17:30 Pizzuveisla á sundhallarloftinu á Ísafirði. Þá munum við einnig veita hluta af verðlaunum dagsins.
17:30-19:00 Sundlaugarpartý í Sundhöll Ísafjarðar

Klukkan 13:30 verða Bolungarvíkurgöng vígð og í kjölfarið eða frá kl 14:30-17:00 verður hátíðardagskrá og kaffiveitingar í íþróttahúsinu í Bolungarvík. Við hvetjum alla þátttakendur á mótinu til að taka þátt í hátíðarhöldunum.

Alltaf er þörf fyrir aðstoð foreldra og þá sérstaklega við tímatöku, þeir sem sjá sér fært um að aðstoða eru vinsamlega beðnir um að láta vita af sér á mótsdag.

Nánar