Fréttir - Sund

Breytingar á stundaskrá

Sund | 16.09.2010 Örlitlar breytingar hafa verið gerðar á stundaskránni.
Hefur fyrstu tímunum á þriðjudögum verið hnikað til um 10 mínútur.
Einnig hefur tímum hjá silfri og C-liði verið svissað á miðvikudögum.

Ég bið alla um að athuga þetta og vona að þetta komi ekki að sök. Nánar

Dósasöfnun

Sund | 12.09.2010 Við minnum á dósasöfnunina á þriðjudaginn næstkomandi kl 18 í húsnæði Eimskips.

Einnig viljum við vekja athygli á því að nú tökum við í notkun nýja punktakerfið okkar við fjáraflanir. Þannig að þeir sem mæta fá einn punkt og þeir sem hafa foreldra sína með fá tvo punkta. Niðurgreitt verður í ferðir eftir mætingu í fjáraflanir.
Börn og foreldrar verða því að skrá sig við komuna í dósasöfnunina.

KV
Stjórnin Nánar

Lakkríssala í September

Sund | 12.09.2010 Í september er fyrirhuguð lakkríssala. Nánai upplýsingar koma næstu daga þannig að endilega að fylgjast með:-) Nánar

Vestfjarðamót

Sund | 11.09.2010 Vestfjarðamótið verður þann 25. sept í sundlauginni í Bolungarvík.

Við óskum eftir sjálfboðaliðum til að aðstoða við framkvæmd mótsins.
Okkur vantar fólk í eldhús, sjoppu o.fl.
Þeim mun fleiri sem skrá sig þeim mun minni vinna fyrir alla. Margar hendur vinna létt verk.

Nánar

Nýjir dálkar hér til hliðar

Sund | 11.09.2010 Ég vil benda á nýja dálka hér til hliðar. Það eru fjáraflanir þar sem sett hefur verið inn helstu fjáraflanir fram að áramótum en þó má búast við að eitthvað fleira detti inn.
Svo er það ,,Ferðahópur"  og þar munu koma inn helstu fréttir er snúa að utanlandsförum.

Undir dagskrá hef ég svo sett inn helstu ferðir og atburði fram að áramótum.

Nánar

Fræðsluefni frá ÍSÍ

Sund | 07.09.2010 ÍSÍ hefur nú gefið út tvo nýja fræðslubæklinga. 
Annars vegar er um að ræða bæklinginn „Íþróttir – félagslega hliðin“ og hins vegar bæklinginn „Íþróttir – foreldrar og börn“. 
Fyrrnefndi bæklingurinn fjallar um mikilvægi félagslegu hliðar íþróttastarfsins og hinn síðarnefndi um hlutverk foreldra hvað snertir íþróttaiðkun barna. 
Bæklingunum er ekki ætlað að vera tæmandi upplýsingar um efnið heldur leiðbeinandi þáttur sem vonandi leiðir til frekari umræðu um mikilvægi efnisins. 
Bæklingarnir verða gefnir út í netútgáfu til að byrja með og má nálgast þá á heimasíðu ÍSÍ.

Hvet alla til að kíkja á vefinn og kynna sér málið.
Nánar

Foreldrafundur

Sund | 06.09.2010 Nú er allt starf Vestra komið á fullt aftur eftir sumarfrí að sundskólanum undanskildum sem byrjar í næstu viku.

Okkur langar til að hitta foreldra og fara yfir starfið í vetur t.d. ferðir, fjáraflanir o.fl.

Fundurinn verður kl 20 Þriðjudaginn 7. september í nýrri aðstöðu fyrir ofan sundlaugina.

Vonumst til að sjá sem flesta.

Kv
Stjórn og þjálfarar Vestra. Nánar

Myndir frá Fylkismóti

Sund | 28.08.2010 Krummi pabbi hans Hákons Ernis var ansi duglegur að taka myndir á mótinu í dag og er búinn að snara þeim á vefinn.

Myndirnar má finna á http://krummi.123.is/
Njótið vel :o) Nánar

Stundaskrá

Sund | 28.08.2010 Nú er stundaskráin loks komin inn á vefinn.
Hún er undir liðnum ,,starfið" hér til vinstri.

Stundaskráin er birt með fyrirvara um breytingar. Nánar

Að loknu Fylkismóti

Sund | 28.08.2010 Fyrsta minningarmót um Fylkir Ágústsson er nú lokið.
Það er óhætt að segja að allt hafi tekist með miklu prýði og allir hafi staðið sig með sóma.
Mikil gleði, léttleiki og ánægja einkenndi þetta mót þar sem allir voru staðráðnir í því að skemmta sér og öðrum.
Þátttakendur voru af öllum stærðum og gerðum sem setti skemmtilegan svip á mótið.

Kvöldvakan var einnig mjög vel heppnuð og var gaman að hittast og fá innsýn í gamla sund-tíma.
Eru öllum færðar bestu þakkir fyrir þeirra framlag.

Foreldrar hafa staðið vaktina þessa helgina og viljum við þakka þeim kærlega fyrir þeirra framlag á þessu móti hvort sem það var bakstur, tímataka eða jafnvel sundkeppni :o)

Aðstandendum Fylkis þökkum við kærlega fyrir samvinnuna og samveruna og vonumst til að geta fundið þessu móti fastann stað í mótahaldi félagsins.

Benni mun svo setja inn úrslitin von bráðar.

.....og að lokum minnum við á vörutalninguna kl 18 í dag í Bónus fyrir utanlandsfara.

Stjórn og þjálfarar Vestra Nánar