Fréttir - Sund

Kökulína

Sund | 19.05.2010 Sæl öll

Nú erum við að fara af stað með kökulínu. Þessi fjárölfun er fyrir 10 ára og eldri.
Einhverjir hafa nú þegar fengið úthlutað götum og aðrir fá það í dag.
Ætlunin er að draga út á laugardaginn í skólagötunni kl 14 og þurfa krakkarnir að vera búin að selja fyrir þann tíma.
Því langar okkur til að biðla til ykkar kæru foreldrar um að baka fyrir kökulínuna.
Það er í ykkar höndum hvaða bakkelsi þið komið með hvort sem það er bakstur, heitt brauð eða slíkt.
Gott væri ef hver og einn gæti komið með 1-2 í pottinn og komið með í Skólagötuna fyrir kl 14 á laugardaginn.

Einnig biðjum við ykkur foreldrar að styðja við börnin og minna þau á söluna.
Þessi fjáröflun hefur gengið afskaplega vel og gefur einnig vel.

Í næstu viku eða í kringum kosningahelgina verðum við svo með álfasöluna eins og undanfarin ár. Nánari upplýsingar varðandi það þegar nær dregur

Kv
Stjórn Vestra Nánar

Svefnpoki

Sund | 17.05.2010 Svefnpoki í bláum poka varð eftir fyrir utan rútuna í gærkveldi. Á honum stendur Gold-Eck.
Eigandi getur vitjað pokans hjá Þuríði í síma 894-4211 Nánar

Súðavík

Sund | 17.05.2010 Rétt í þessu var rútan í Súðavík. Gera má ráð fyrir að hún verði á Samkaupsplaninu eftir u.þ.b. 15 mínútur. Nánar

Borgarnes

Sund | 16.05.2010 Eftir að hafa borðað kvöldmat í Borgarnesi lagði hópurinn af stað um kl 20. Nánar

Heimferð frá Keflavík

Sund | 16.05.2010 Sæl Öll

Hópurinn lagði af stað heim kl 1740 úr Keflavík. Ætlunin er að stoppa í Borgarnesi og borða kvöldmat.
Helgin heppnaðist vel og vakti Vestra-hópurinn mikla athygli fyrir góða og vel heppnaða þátttöku.

Nánari fréttir af ferðalöngunum verða settar inn um leið og þær berast.
Þar sem hópurinn verður seint á ferðinni, er búið að fá leyfi í skólanum í fyrstu þremur tímunum í fyrramálið fyrir þá sem vilja nýta sér það að sofa örlítið lengur.

Einnig vil ég benda á heimasíðu þeirra keflvíkinga, en þar eru öll úrslit sunda komin inn.
http://keflavik.is/Sund/spmot2010/

Kv
Stjórn Vestra

Nánar

Nesti í rútunni

Sund | 12.05.2010 Sæl öll

Þar sem að við leggjym ekki af stað fyrr en í hádeginu á föstudeginum þá höfum við ákveðið að sleppa því að panta hádegisverð á leiðinni suður.
Biðjum við því ykkur foreldra að nesta börnin vel í rútuna á leiðinni suður. Svo fáum við kvöldmat í Keflavík kl 1900.

Kv
Stjórn Vestra Nánar

ÍRB-mót

Sund | 11.05.2010 Sæl Öll

Þá eru línur farnar að skýrast varðandi ÍRB-mótið.

Farið verður með 35 manna rútu og 7 manna bíl og munum leggja af stað kl 1200 á föstudag, mæting í síðasta lagi kl 1145 við samkaups-planið.
Lagt verður af stað heim strax að móti loknu á sunnudaginn og áætlum heimkoma verður seinnipart sunnudagskvölds.
Krakkarnir þurfa að hafa með sér nesti í rútuna á leiðinni suður.

Enginn frá Vestra er að keppa á föstudeginum þannig að við stefnum bara á það að ná í kvöldmat í Keflavík kl 1900.

Krakkarnir þurfa að hafa með sér dýnur og svefnpoka/sæng og verður gist í skólastofum nú eins og áður.
3-4 handklæði
Sundföt, sundgleraugu og sundhettu
Bakkaföt, stuttbuxur, bol og innskó (þetta er innilaug og getur orðið ansi heitt á bakkanum)
Auka föt.
Tannbursta og aðrar nauðsynlegar hreinlætisvörur

Öll rafmagnastæki eins og i-pod og farsíma hafa krakkarnir með sér á eigin ábyrgð.

Ekki er ætlast til þess að krakkarnir hafi með sér vasapening og minnum við á að allar ferðir á vegum Vestra er gos- og nammilaus.
Hins vegar reynum við að ljúka góðri ferð á því að fá okkur ís einhversstaðar á leiðinni eins og svo oft áður og er það í boði Vestra.

Fararstjórar í ferðinni verða:
Jónas apótekari
Svavar Þór og
Borce pabbi hennar Martinu.

Mjög gott væri að fá eina konu með hópnum líka og ef einhver mamman er heit þá biðjum við hana um að hafa samband sem fyrst við Þuríði í síma 894-4211

Benni og Margrét fara sem þjálfarar.

Kostnaður við ferðina er 11500kr og greiðist það inn á:

reikningsnúmer:
0556-26-282
kennitala:
430392-2399

Þeir sem voru búnir að greiða staðfestingargjaldið greiða þá 6500kr en hinir greiða 11500kr

Ef einhverjar spurningar vakna hjá foreldrum um ferðina þá er alltaf hægt að hafa samband og fá upplýsingar hjá Þuríði í síma 894-4211

Ég vil einnig benda á síðu mótsins hjá ÍRB-ingum en hún er:
http://keflavik.is/Sund/spmot2010/

Nánar

Foreldrafundur v/ÍRB-móts

Sund | 08.05.2010 Sæl Öll

Næstkomandi mánudagskvöld kl 19 verður foreldrafundur í Skólagötunni fyrir foreldra barna sem eru á leið á ÍRB-mót.

Farið verður yfir fyrirkomulag ferðarinnar og mótsins.

Vonumst til að sjá sem flesta og minnum um leið á að enn vantar fararstjóra í ferðina, áhugasamir geta haft samband við Þuríði (894-4211) eða Benna þjálfara (690-2302).

Kv
Stjórn Vestra. Nánar

Úrslit úr unglingaþraut

Sund | 08.05.2010 Kíkið inná   http://tri.blogcentral.is/  en þar eru úrslit úr unglingaþraut. Nánar

ÍRB-mót

Sund | 07.05.2010 Sæl Öll

Nú styttist í ÍRB-mót og er þátttakan mjög góð. Vestri hefur farið á þetta mót nú í nokkur ár, það er afar vel skipulagt og hefur iðulega verið góð stemning í þessum ferðum, þannig að það er til mikils að hlakka.

Foreldrafundur fyrir ferðina verður á mánudaginn kl 1900 í Skólagötunni.

Við óskum eftir fararstjórum í ferðina, en enginn hefur boðið sig fram ennþá. Miðað við fjölda barna sem hafa skráð sig þá þurfum við 3. fararstjóra í ferðina. Ef hins vegar við náum ekki að lokka  til okkar fararstjóra í tæka tíð gætum við þurft að blása ferðina af. En vonandi rætist úr málunum.

Nokkrir eiga ennþá eftir að greiða staðfestingargjaldið sem er 5000kr og bið ég ykkur um að leggja það sem fyrst inn á:

reikningsnúmer:

0556-26-282
kennitala:
430392-2399



KV
Stjórn Vestra
Nánar