Fréttir - Sund

Grindavík

Sund | 15.04.2010 Sæl öll

Nú hafa 19 krakkar skráð sig í æfingabúðirnar til Grindavíkur.

Ég læt hér listann fylgja með og ef það er einhver sem ekki sér nafn sitt en ætlar sér að fara þá er hann beðinn um að tilkynna sig eigi síðar en strax:
Lena
Þórir
Særún
Martina
Ingunn Rós
Guðný Birna
Elísabet
Guðmundur Elí
Daníel
Karlotta
Ágústa
Hákon Ernir
Hreinn Róbert
María Lind
Rakel Ýr
Sigþór
Andri
Ívar Tumi
Dagbjartur

Við erum nú að vinna í kostnaðarmálunum um látum við ykkur vita öðru hvoru megin við helgi ásamt nánari dagskrá.
Við munum svo halda fund fyrir foreldra mánudaginn 19. apríl kl 20 í Skólagötunni. Þar verður farið yfir ferðatilhögun og annað.

Gyða mamma hennar Elísabetar hefur boðið sig fram í fararstjórn
Hins vegar vantar okkur ennþá 1-2 fararstjóra til að fara með henni og óskum við hér með eftir slíkum.

KV
stjórn Vestra Nánar

Æfingabúðir

Sund | 08.04.2010 Sæl öll.

Eins og flest ykkar vita var stefnan tekin á æfingabúðir að Laugum þann 16.-18. apríl. Nú hafa hins vegar önnur félög dregið þátttöku sína tilbaka i ferðina.
Hins vegar hafa Grindvíkingar tekið málin í sínar hendur og bjóða nú upp á æfingabúðir viku síðar eða 23.-25. apríl í Grindavík.
Þangað hafa fleiri lið tilkynnt þátttöku sína.
Þessar æfingabúðir verða ekki með hefðbundnu sniði heldur er ætlunin að hafa þetta maraþon-sundæfingu sem verður í gangi alla helgina jafnt nótt sem dag. Mun krökkunum verða skipt niður í hópa og einungis elstu krakkarnir synda yfir nóttina. Á milli þess sem þau synda er ætlunin að brjóta svolítið upp daginn og hafa það svolítið skemmtilegt og fara í ferðir í nágrenninu með rútu og skoða sig um. Dagskráin í þessar ferðir er ekki endanlega komin á hreint en munum við senda upplýsingar um hana um leið og hún verður tilbúin.

Gert er ráð fyrir að farið verði með rútu á föstudagsmorgni (sem er frídagur í skólanum) kl 08 og komið heim á sunnudagskvöldi.
Mun Grindavík bjóða upp á matseld í þessari ferð og gist verður í skóla. Þessi ferð er ætluð öllum krökkum 10 ára og eldri.

Við erum mjög spennt fyrir þessari ferð sérstaklega í ljósi þess að gott samstarf hefur náðst við bæði Grindavík og Breiðablik. Hafa þessi félög m.a. farið saman í æfingarferð til Spánar og verið margoft saman í æfingabúðum og á mótum, það er til mikils að vinna að halda þessu samstarfi áfram.

Tekin var ákvörðun á aðalfundi félagsins þann 30. mars sl. að setja á óafturkræft staðfestingargjald í ferðir á vegum félagsins. Þar verða foreldrar að staðfesta þátttöku í ferðir og greiða óafturkræft staðfestingargjald. Þetta er gert til að auðvelda skipulagningu ferða þ.e. að vitað sé með einhverjum fyrirvara hversu margir fari í ferðirnar.

Því óskum við eftir svari um þátttöku ykkar barns í þessa ferð sem fyrst og í allra síðasta lagi þann 14. apríl næstkomandi til þjálfara eða til Þuríðar á turidurkatrin@hotmail.com eða til Rögnu gjaldkera í síma 865-5710. Staðfestingargjald  5000kr greiðist inn á reikning félagsins:
reikningsnúmer:
0556-26-282
kennitala:
430392-2399

Við óskum eftir fararstjórum í ferðina og bendum á að ekki þarf að sjá um matseld í þetta sinn að frátöldu einhverju léttmeti á bakkanum.
Áhugasamir geta haft samband við Rögnu í síma 865-5710

Annað sem er á dagskrá framundan hjá félaginu má nefna m.a:

ÍRB-mót í Keflavík 14.-16.maí (allir 10 ára og eldri)
AMÍ í Hafnarfirði 14.-17.júní (lágmarkamót)

Dósasöfnun 4. maí
Kökulína 11.-13. maí

Kv
Stjórn Vestra
Nánar

Páskakveðja

Sund | 04.04.2010 Kæru Vestrapúkar

Vonandi eruð þið búin að hafa það gott og haft nóg að gera á öllum þeim menningarviðburðum sem fylgja Ísafirði um páskana.
Einnig vona ég að þið hafið nýtt tækifærið og borðað á ykkur gat af páskaeggjum það sem af er degi :o=)

Stjórn Vestra sendir ykkur öllum páskakveðjur. Nánar

Útdráttur í páskaeggjahappdrætti

Sund | 31.03.2010 Nú hefur verið dregið í páskaeggja-happdrættinu.

Vinningsnúmer eru eftirfarandi:

1      66      76      120      136      145      207      211     

220      245      248      280      284      287      289    

291      293      294      299      303      330      382     

431      435      437      445      454      478      488    

538

Vinninga má vitja heima hjá Önnu Kötu að Bakkavegi 39.
Síminn hjá Önnu Kötu er: 869-1375

Við óskum öllum vinningshöfum til hamingju með páskaeggið sitt sem er númer 6 frá Góu.

Öllum öðrum þökkum við fyrir þátttökuna og óskum ykkur Gleðilegra Páska!
Nánar

Sala á páskaeggja-happdrætti

Sund | 27.03.2010 Nú hafa Gull-, blár-, silfur- og c-lið fengið úthlutað miðum og götum til að selja fyrir páskaeggjahappdrættið okkar.
Við viljum biðja foreldra um að minna börnin á miðana og þeim þarf að vera búið að skila þriðjudaginn 30. mars því að ætlunin er að draga 31. mars og þurfum við að vera búin að fá inn alla miða því að aðeins er dregið úr seldum miðum.

Kveðja
Stjórn Vestra Nánar

Æfingar og páskafrí

Sund | 26.03.2010 Nú er páskaeggjamóti lokið og allir hópar komnir í páskafrí fyrir utan gullhóp, þeir  halda örlítið lengur áfram.
Æfingar hjá gull eru eftirfarandi.

Mánudagur 29. mars  10-12:00
Þriðjudagur 30. mars  10-12:00
Miðvikudagur 31. mars 10-12:00
Fimmtudagur (skírdagur) FRÍ ( skokka 4-5 km rólega+góðar teygjur)
Föstudagurinn langi FRÍ
Laugardagurinn 3. apríl FRÍ ( skokka 4-5 km rólega+góðar teygjur)
Sunnudagurinn (páskadagur) 4. apríl FRÍ
Mánudagurinn 5. apríl 16-17:30
Þriðjudagurinn 6. apríl samkv. stundaskrá hjá gullhóp
Miðvikudagurinn samkv. stundaskrá hjá öllum hópum. Nánar

Breytt tímasetning aðalfundar.

Sund | 25.03.2010

Breytt tímasetning á aðalfundi:

 

Af óviðráðanlegum orsökum verðum við að færa aðalfundinn okkar aftur um 1/2 klst eða til kl 20:30 en ekki 20:00 eins og áður var auglýst.

Ég vona að þetta komi ekki að sök.

Fundurinn verður s.s. 30. mars 2010 kl 20:30 í Íþróttahúsinu við Torfnes.


Kveðja
Þuríður Katrín
Formaður Vestra

Nánar

Lög Sundfélagsins Vestra

Sund | 23.03.2010
Lög Sundfélagsins Vestra

1. grein.

Félagið skal heita Sundfélagið Vestri Ísafirði.

2. grein.

Félagið á aðild að Sundsambandi Íslands í gegnum HSV.

3. grein.

Tilgangur félagsins skal vera að stuðla að eflingu sundíþróttar og styðja iðkendur á allan hátt, eftir því sem aðstaða leyfir hverju sinni.
Tilgangi sínum hyggst félagið ná með eftirtöldum leiðum m.a:
  • Haldið sé uppi reglubundnum æfingum fyrst og fremst í sundi og ráðinn sé til starfa sérstakur þjálfari á vegum félagsins
  • Efnt sé til keppni í sundi bæði meðal félagsmanna og við önnur félög eða félagasambönd.
  • Með þáttöku í almennum og sérstökum sundmótum.
  • Stefnt sé að því að auka innbyrðis viðkynningu félagsmanna með almennum félagsfundum.
4. grein.

Stjórn félagsins veitir mönnum inngöngu í félagið, meðlimir geta einir orðið sem ekki eru starfandi félagar annarra íþróttafélaga í sömu íþróttagrein sem félagið hefur með höndum.
Sundæfingar geta þeir einir stundað hjá félaginu sem eru löglegir félagsmenn í Sundfélaginu Vestra. Undanþága frá þeirri reglu er í höndum stjórnar hverju sinni. Sá utanfélagsmaður sem æfir hjá félaginu greiðir æfingagjöld samkvæmt samþykki stjórnar.
 
5. grein.

Stjórn félagsins skal vera í höndum framkvæmdarstjórna sem skal vera skipuð eftirfarandi:
Formanni, ritara, gjaldkera og 2 meðstjórnenda auk tveggja varamanna sem kosnir eru að aðalfundi.
Framkvæmdastjórn skal vera kosin á aðalfundi félagsins og þurfa þeir að vera fullgildir félagar.
Framkvæmdastjórn skal halda fundi eins og þarf á árinu, helst einu sinni til tvisvar í mánuði, en ekki sjaldnar en níu sinnum á árinu.
Stjórn skipti með sér verkum og skal hafa vald til að skipa í allar stöður félagsins.

6. grein.
 
Fjárhagsárið skal standa almanaksárið
Skráning félagsmanna/iðkenda skál miðast við sundárið 1. ágúst til 31. júlí.
Engum keppenda skal heimilt að keppa fyrir hönd eða undir nafni félagsins nema hafa greitt að fullu æfinga-/ og eða ársgjöld.
 
7. grein.
 
Aðalfundur félagsins skal haldinn í febrúar á hverju ári. Á dagskrá aðalfundar skal vera:
 
7.1.            Skipa skal fundarstjóra og fundarritara.
7.2.            Skýrsla formanns um liðið starfsár.
7.3.            Skýrsla gjaldkera.
7.4.            Umræður um skýrslu og afgreiðsla þeirra.
7.5.            Lesin upp fundargerð síðasta aðalfundar.
7.6.            Skýrsla þjálfara.
7.7.            Lagabreytingar.
7.8.            Ákveðin félags- og æfingargjald.
7.9.            Kosning formanns til tveggja ára í senn.
7.10.            Kosning 2 manna í stjórn til tveggja ára í stað þeirra 2 stjórnarmeðlima sem             setið hafa í 2 ár í stjórn. Hafi öll stjórnin verið kosin til starfa á sama tíma             skulu tveir stjórnarmenn kosnir til tveggja ára en hinir sitji áfram.
7.11.            Kosning tveggja varamanna í stjórn
7.12.            Önnur mál.
 
 
Aðalfundur er lögmætur ef boðað er til hans með minnst 7 daga fyrirvara með almennri auglýsingu í fjölmiðlum, vefsíðu félagsins eða með skriflegu fundarboði.
Allar kosningar á aðalfundi skulu fara fram skriflega ef stungið er upp á fleirum en kjósa skal.
Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum, utan formanns.

8.grein.
 
Lögum félagsins er ekki hægt að breyta nema á aðalfundi félagsins og ræður þá einfaldur meirihluti (+1)
Allar tillögur um breytingar á lögum félagsins skulu berast skriflega til ritara minnst 4 dögum fyrir slíkan aðalfund.
Aðeins þeir sem eru 14 ára eða eldri og eru fullgildir félagar hafa atkvæðisrétt. Aldur miðast við 31. desember.
 
9.grein.

Allir keppendur verða að vera áhugafólk í íþróttum samkvæmt skilgreindum Í.S.Í

10.grein.

Stjórnin hefur vald til að víkja úr félaginu hverjum þeim sem uppvís verður að brotum á lögum Í.S.Í, samanber dóms- og refsiákvæði Í.S.Í, 2.gr/31.05.84
Samþykkt á aðalfundi 25. apríl 2008.
Nánar

Aðalfundur Vestra

Sund | 23.03.2010

Aðalfundur Sundfélagsins Vestra

verður haldinn:

Þriðjudaginn 30. mars 2010 kl 20:00

Í Íþróttahúsinu við Torfnes.


Dagskrá aðalfundar:

  • Kosning fundarstjóra og fundarritara
  • Skýrsla formanns og liðið starfsár
  • Skýrsla gjaldkera
  • Umræður um skýrslu og afgreiðsla þeirra
  • Lesin upp fundargerð síðasta aðalfundar
  • Skýrsla þjálfara
  • Lagabreytingar
  • Ákveðin félags- og æfingargjöld
  • Kosning formanns til tveggja ára í senn.
  • Kosning 2 manna í stjórn til tveggja ára í stað þeirra 2 stjórnarmeðlima sem setið hafa í 2 ár í stjórn.
  • Kosning tveggja varamanna í stjórna
  • Önnur mál.

 

Nánar

Dósasöfnun í dag.

Sund | 22.03.2010 Sæl öll

Ég minni á dósasöfnunina í dag kl 1800 í Eimskip.
Auglýsingin fór frekar seint út en ég vona að það komi ekki að sök.

Árétta að dósasöfnunin er ætluð öllum hópum að undanskildum sundskólanum.

Hlakka til að sjá ykkur öll. Nánar