Fréttir - Sund

ÍRB-mótið

Sund | 02.05.2010 Nú fer að styttast í ÍRB-mótið sem verður í Keflavík helgina 14.-16. maí.
Vestri hefur farið undanfarin ár á þetta mót og hefur það tekist einkar vel.
Skipulagningin á mótinu og í kringum mótið hefur verið til fyrirmyndar.
Við höfum gist í skóla við hliðina á lauginni ásamt öðrum liðum og hefur ÍRB-fólk eldað ofaní mannskapinn.

Þetta er heilmikil reynsla fyrir krakkana að taka þátt í móti sem þessu, en eldri krakkarnir keppa í 50m laug en þau yngri í 25m laug.
Nokkuð mörg lið senda þátttakendur á mótið.

Þar sem skráningarfrestur á mótið rennur út þann 6. maí biðjum við alla þá sem hafa hug á að fara á mótið að láta vita um þátttöku í allra allra síðasta lagi 5. maí. Þann 6. maí þurfa allar skráningar að vera á hreinu og greiða þarf félagið að ganga frá skráningagreiðslum til ÍRB, því biðjum við foreldra að taka tillit til þess.

Í ferðina vantar fararstjóra og geta áhugasamir haft samband við Siggu Sigþórs eða Benna.

Farið verður með rútu á föstudagsmorgun og komið heim aftur á sunnudagskvöld.

Nánari upplýsingar koma á næstu dögum en við bendum á heimasíðu ÍRB
http://keflavik.is/Sund/spmot2010/

Þar má finna ýmsar upplýsingar varðandi mótið. Nánar

Dósasöfnun

Sund | 02.05.2010 Þann 4. maí næstkomandi ætlum við að hafa dósasöfnun.

Við munun byrja kl 1900 í Eimskipshúsinu.
Við vonum að flestir sjái sér fært um að mæta og geri þannig verkið léttara fyrir alla.


Einnig minnum við á að nú fer að styttast í ÍRB-mótið, en það er 14.-16. maí.
Sjá auglýsingu hér að neðan

Sjáumst á þriðjudaginn kl 1900 í dósasöfnun.

KV
Stjórn Vestra
Nánar

Lítil prinsessa fædd

Sund | 28.04.2010 Stjórn, þjálfarar og allir iðkenndur Vestra óska Þuríði, Jóni Páli og fjölskyldu innilega til hamingju með stúlkubarnið sem fæddist í morgun. Án efa er þarna á ferð framtíðarsunddrottning. Nánar

Grindavíkurferðin

Sund | 27.04.2010
Sæl öll.

Grindavíkurferðin gekk mjög vel þrátt fyrir mikið álag á krakkana.
Stefnan var að aðeins eldri krakkarnir syntu á nóttunni en vegna þess
hve margireldri sundmenn duttu út á síðustu dögunum fyrir ferðina hjá
öllum liðum. Þannig að þá voru mun færri krakkar en lagt var upp með.
Sjötíu og fimm sundmenn tóku þátt í maraþonsundinu en planið gerði
ráð fyrir því að um 120-130 krakkar tækju þátt.
En krakkarnir stóðu sig mjög vel og ekkert kom uppá sem heitir.
Æfingarnar hjá yngri krökkunum voru létta tækniæfingar og
þau réðu öll vel við þær.

Stefnan er svo sú að endurtaka leikinn á næsta ári,
en með því fyrirkomulagi þó að mun meiri hvíld verði á milli
æfinga svo krakkarnir fái að njóta sín meira utan sundlaugar.

Ég vona að krökkunum hafi þótt gaman, það var allaveganna ekki annað að sjá.

kv, Benni
Nánar

Súðavík

Sund | 25.04.2010 Núna kl 2215 var hópurinn í Súðavík, reikna má með að þau verði hér á Ísafirði eftir um 20 mínútur á Samkaupsplaninu.

Nánar

Fréttir af Grindavíkurförum

Sund | 25.04.2010 Rétt í þessu var rútan að koma í Hestfjörðinn.
Ég mun setja inn skilaboð hér þegar þau koma í Súðavík, þannig að..... fylgist með. Nánar

Fréttir af Grindavíkurförum

Sund | 25.04.2010 Sæl öll

Klukkan rúmlega 18 voru krakkarnir í Gilsfirðinum, það má því reikna með að þau verði hér um kl 22.
Ég set inn nánari fréttir eftir því sem þær berast.

Allt hefur gengið vel hjá hópnum sem endaði ferðina á því að fara í Bláa Lónið nú í hádeginu.

Eitthvað hefur borið á þreytu meðal krakkana og hefur því verið send beiðni til skólans um frí í fyrstu tveimur tímunum í fyrramálið fyrir þá sem vilja nýta sér það.

Nánar

Æfingar föstudaginn 23. apríl

Sund | 21.04.2010 Sæl öll

Föstudaginn 23. apríl munu allar æfingar falla niður hjá Vestra.
Þetta er vegna ýmissa ástæðna m.a. er félagið að fara í æfingabúðir með stórann hóp af krökkum og þar á meðal allir þjálfarar félagsins.
Einnig er þetta skólafrídagur og margir eru fjarverandi vegna Andrésar andar leikanna.
Það er því okkar mat að fella niður allar æfingar þennan dag.

Við vonum að þetta komi sér ekki illa fyrir neinn.

Um leið óskum við öllum gleðilegs sumars og þökkum fyrir góðan sund-vetur.

KV
Þjálfarar og stjórn Vestra
Nánar

Nýjar myndir

Sund | 21.04.2010 Á dögunum var sett nýtt met í að troða í bílinn hans Benna.

Í þetta skiptið komust 22. krakkar inn í bíllinn sem eru 6 fleiri heldur en síðast.
Það er spurning hvort að þetta met verði slegið síðar....... kemur í ljós..... aldrei að vita hvað krökkunum dettur í hug.

Kíkið á myndir í myndasafninu frá atburðinum.

Skemmtilegt þetta :o) Nánar

Æfingabúðir í Grindavík 23.-25. Apríl 2010.

Sund | 19.04.2010

Ferðatilhögun:

Lagt verður af stað frá Samkaupsplaninu á föstudagsmorgun kl 0800. Mæting í síðasta lagi kl 0745. Áætlað er að borða hádegismat í Búðardal. Gott væri að krakkarnir hefðu með sér eitthvað að borða í rútunni fram að því.

 

Áætlað er að síðustu æfingu ljúki kl 1400 á sunnudeginum og lagt verður af stað heim í kjölfarið. Kvöldmatur verður í Búðardal á leiðinni heim. Vestri mun sjá um nesti í rútunni á heimleiðinni.

 

Kostnaður:

Kostnaður við þessa ferð er 10.000kr og hafa börnin nú þegar greitt helminginn af þeim kostnaði. Í þessari upphæð er innifalið eftirfarandi:

Rúta báðar leiðir

Gisting

Matur:

Kvöldmatur á föstudegi og laugardegi, morgunmatur á laugardegi og sunnudegi og hádegismatur á laugardegi og sunnudegi. Sem og ávextir, brauðmeti og kvöldkaffi allan tímann.

Hádegismatur á föstudegi og kvöldmatur á sunnudegi í Búðardal.

Einnig kostnaður við fararstjóra.

 

Greitt skal inn á reikning:

5000kr

reikningsnúmer:

0556-26-282

kennitala:
430392-2399

 

Dagskrá:

Krökkunum verður skipt í 5. hópa og munu þeir rúlla, þessir elstu (2. hópar) verða á 2ja tíma æfingum, hinir 60-90 mín, hléið á milli æfinga verður því, 7-10 klst.  Yfir nóttina verður bara keyrt á elstu krakkana og hugsanlega skipt niður í smærri einingar, þ.e.a.s færri ofaní laug í einu. Það þarf engum að kvíða fyrir æfingunum því reynt verður að hafa þetta bara létt og skemmtilegt, mikið um tæknivinnu og sundtengda leiki.

 

 

 

Afþreying:

Saltfisksetrið er opið fyrir krakkana alla helgina og einnig er unglingadeild björgunarsveitarinnar er að skipuleggja uppákomu (sigling,ratleikur eða e-ð slíkt) farið verður í 2 hópum í það Fyrri hópurinn fer kl 10:00 á laugardaginn en seinni hópurinn fer kl 13:00.

Áætlað er að hafa bíósýningar bæði föstudag og laugardag í skólastofum og verða tvær myndir sýndar.

 

Búnaður:

Krakkarnir þurfa að hafa með sér allan almennan sundfatnað til æfinga.

3-4 handklæði

Dýnu

Sæng/svefnpoka

Fatnað til útivistar s.s. strigaskó, regngalla og gúmmískó/stígvél(ef rignir), húfu, vettlinga og slíkt.

Íþróttafatnað s.s. strigaskó og léttan fatnað.

Öll þau tæki sem að börnin taka með sér s.s. símar, i-podar og jafnvel tölvur (sem ætti jafnvel að skilja eftir heima) taka þau með á eigin ábyrgð.

 

Fararstjórar:

Fararstjórar í þessari ferð verða þær

Gyða Jónsdóttir S: 822-3161

Ragna Ágústsdóttir S: 865-5710

Enn er samt pláss fyrir einn fararstjóra í viðbót þannig að ef einhver hefur áhuga á að fara í þessa ferð þá endilega hafið samband við Rögnu í síma 865-5710

 

Þjálfarar:

Þjálfarar í þessari ferð verða þau

Benni S: 690-2303

(Margrét S: 867-7745) að öllum líkindum

 

 

Að lokum viljum við minna á að gos- og nammibann er í öllum ferðum Vestra og biðjum við foreldra og börn að virða þá reglu.

 

Nánar