Fréttir - Sund

Dósasöfnun

Sund | 14.12.2008 Dósasöfnun verður n.k þriðjudag 16. des fyrir 10. ára og eldri og hefst kl 18:00 í Íshúsfélaginu. Reynum að mæta eftir fremsta megni. Nánar

Jólamót Vestra 13. des 2008

Sund | 14.12.2008 Úrslit eru komin inn en það féllu 3. Ísafjarðarmet á mótinu. Ágústa Rós setti met í 50m bringusundi (45:52) en Karlotta María (45:63) synti einnig undir gamla metinu en Ágústa var sjónarmun á undan og er alltaf gaman að sjá þær vinkonurnar etja kappi. Elena Dís setti Ísafjarðarmet í 100m skriðsundi (1.06:31) en það er aðeins 1/100 frá 20 ára gömlu Vestfjarðarmeti Ernu Jónsdóttur. Erna var æfingafélagi undirritaðs í um 10 ár og er margfaldur aldursflokka, Íslandsmeistari og Íslandsmethafi. Elena mun reyna að ná þessu meti af Ernu þann 19. des á metaregni. Ástrós Þóra setti Ísafjarðarmet í 50m baksundi ( 33:68) og synti á glæsilegum tíma og var aðeins um 20/100 frá Vestfjarðarmeti Svölu Sifjar Sigurgeirsdóttur eins allra efnilegasta baksundsmanni á Íslandi en æfði hún undir minni stjórn allt til ársins 2004.  Gaman að geta þess að þessi snjalla sundkona frá Suðureyri er á yngra ári í telpnaflokki og hefur því 1. ár til að bæta sig miklu meira og bæta tíma hjá sundkonum gullaldarliða Vestra og UMFB. Ástrós ætlar að ná þessu meti þann 19. Margar góðar bætingar litu dagsins ljós á mótinu en t.a.m átti Þórir Karlsson stórgott sund er hann synti 100m flugsund á 1:17:78 en hann er búinn að bæta sig um meira en 20 sek í haust og með þessu sundi má segja að hann hafi komist í A-flokk á landsvísu í drengjaflokki en hann er á yngra árí. Nánar

Vestri vann hvatningarbikarinn 2007-2008.

Sund | 25.11.2008 Þetta er ekki bikar fyrir hvatningu heldur fyrir það lið sem mest hefur komið á óvart, stækkað og eflst á s.l sundári.

Það kom m.a fram í máli Harðar Oddfríðarsonar, formanns sundsambands Íslands, að Vestri hefði verið og væri á mikilli siglingu svo eftir væri tekið. Allt starfið hefði greinilega eflst og Vestri verið mjög áberandi á mótum, bæði fyrir skemmtilega og líflega framkomu sem og árangur sundmanna.

Þetta er ekki síður viðurkenning til stjórnar Vestra, þjálfara, foreldra og allra sem vinna að starfinu og koma að með einum eða öðrum hætti.

Ég óska öllum Vestrapúkum innilega til hamingju með þessa miklu viðurkenningu sem sýnir að við erum að gera góða hluti og hvetur okkur til að gera enn betur.

Hérna kemur þetta orðrétt frá SSÍ.

,,Hvatningarbikar SSÍ

Hvatningarbikar SSÍ er veittur því félagi sem mest hefur komið á óvart á liðnu sundári. Leggja skal til grundvallar valinu, uppbyggingu áhuga, eljusemi og þátttöku félags og aðstandenda félagsins á sundatburðum og mótum.

Miðað skal við að félag sem hlýtur Hvatningarbikarinn hafi á liðnu sundári náð verulegum árangri í innri uppbyggingu og fjölgað sundfólki í landinu.Hvatningarbikar SSÍ árið 2008 er veittur Sundfélaginu Vestra á Ísafirði.

Mikil fjölgun hefur orðið á iðkendum hjá Vestra og stærð hópsins og árangur á sundmótum hefur vakið mikla athygli, sérstaklega þegar tekið er með í reikninginn stærð sveitarfélagsins og aðstæður til sundiðkunar.

Sundfélagið Vestri hefur verið mjög duglegt að sækja mót og æfingabúðir um allt land og mættu mörg félög taka sér þennan kraft til fyrirmyndar.´´
Nánar

Þrek fellur niður í dag

Sund | 20.11.2008 Ekki verður þrek í dag en æfingar verða óbreyttar. Margrét verður með æfingarnar í dag en Gunna Baldurs á morgun og laugardag. Ekki verður þó æfing hjá gullhóp á laugardag því þið eigið það inni vegna góðs gengis á sh móti um s.l helgi. Nánar

SH móti lokið!!

Sund | 20.11.2008 Þá er SH mótinu lokið og óhætt að segja að Vestri hafi komið á og sigraði. Vestrakrakkar unnu til hvorki meira né minna en 56 verðlaunapeninga og þriggja eignabikara. Verðlaunin skiptust nokkuð jafnt á milli krakkanna en Elena Dís Víðisdóttir toppaði sjálfan Michael Phelps og vann til 9 gullverðlauna í jafnmörgum sundum. Yngstu krakkarnir sem flest voru að synda á sínu fyrsta stórmóti stóðu sig afar vel og allir kláruðu sín sund með bros á vör.

Þetta var sannkallað gullregn og var samstaðan í hópnum frábær og erum við öll í skýjunum yfir þessu góða gengi.

áfram Vestri))) Nánar

SH mót/ fyrir hádegi

Sund | 20.11.2008 Vel hefur gengið í morgun og krakkarnir að gera ótrúlega hluti. Hafa krakkarnir unnið til 24 verðlauna, bæði gull, silfur og bronsverðlauna. Það er mál manna að Vestri sé með langflottasta liðið og liðsheildin vakið mikla athygli.

Ég minni á úrslitasíðu mótsins www.sh.is (Góumót) Nánar