Meistaraflokkur kvenna keppir nú á lokamótinu í 3. deild Íslandsmótsins í blaki. Liðið hefur náð einstaklega góðum árangri í vetur og er enn taplaust í 3. deild. Það hjálpar þó lítið fyrir þetta lokamót þar sem stigin flytjast ekki áfram. Keppt verður í tveimur riðlum og munu efstu tvö liðin úr hvorum riðli spila í kross til undanúrslita og síðan verður úrslitaleikur um 1. sætið í 3. deild. Efsta liðið tryggir sér sæti í annarri deild á næsta tímabili.
Skellsliðið er í feiknaformi um þessar mundir og mun gera allt til að fylgja eftir góðum árangri í vetur. Þó mun vanta einn sterkan leikmann sem hefur verið drjúgur á mótum vetrarins, þar sem Sara kemst ekki með á mótið. Á móti kemur að breiddin í liðinu er það góð að þetta ætti ekki að koma að sök.
Áfram Skellur!
Föstudagur 1. apríl
12:30 Mæting í flug. Allir þurfa að vera búnir að borða hádegismat.
14:00 Farið upp í Egilshöll á bílaleigubílum og einkabílum
14:30 Farið á skauta í Egilshöll - skautar verða leigðir á staðnum
16:00 eða 17:00 Bíó í Egilshöll, popp og drykkur fyrir alla
19:00 Kvöldmatur á veitingastað
20:30 Farið í Mosfellsbæ þar sem gist verður í skóla
Laugardagur 2. apríl
Mót allan daginn.
Upplýsingar um leiki verða á www.krakkablak.bli.is
Kvöldvaka um kvöldið
Sunnudagur 3. apríl
Mót fram yfir hádegi
Farið heim með seinna flugi
Kostnaður: kr. 9000 á barn, greiðist í síðasta lagi á miðvikudag 30. mars
Inni í því er:
Flugfar
Bílaleigubílar
Skautar
Bíó, popp og drykkur
Matur á föstudagskvöldi
Gisting
Morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur á laugardegi
Morgunmatur og hádegismatur á sunnudegi
Ávextir og annað nasl á mótinu
Mótsgjöld
ATH: Ekki má koma með auka vasapening
Það sem þarf að taka með:
Svefnpoki/sæng
Dýna
Hnéhlífar
Skór
Upphitunargalli
Þjálfarar og fararstjórar: Jamie, Harpa, Þorgerður, Sólveig, Venni, Gunnar Páll, Alda
Staðsetning : Torfnesi 6 mars kl. 12 - 15 . Bæði úti og inni
Hafa þarf meðferðis :
Útifatnað: klæða sig eftir veðri til útiþrauta ( úlpa , húfa , vettlingar )
Innanhús íþróttaföt : góða skó, hlífar og vatn
Matur: Allir að koma með eitthvað smávegis matarkyns á sameiginlegt hlaðborð sem verður í boði fyrir allan hópinn í matar/ hvíldar pásum. Reynum að hafa hollustuna í fyrirrúmi, ávexti , grænmeti , kökur , smurt o.þ.h
Hvað verður gert :
Í boði verða blakæfingar og þrautir þar sem barn og foreldri keppa saman í tveggja manna liðum. Að sjálfsögðu getur einhver annar fullorðinn komið með barninu. Barnið tekur þátt í þrautunum og foreldrið fylgir sínu barni eftir og tekur þátt ,foreldrar geta skiptst á að taka þátt ef báðir mæta.
Blakarar úr meistarflokki Skells( konur og karlar ) verða á staðnum til aðstoðar við leikana og ef einhverjir foreldrar þurfa að fara áður en leikunum lýkur gætu þessir aðilar komið í staðinn.
Leikarnir hefjast utandyra kl: 12.00 og að þeim loknum færum við okkur inn ,salnum verður skipt upp í 3 stöðvar . Fólk er beðið um að mæta tímanlega til að hægt sé að halda áætlun. Krökkunum verður skipt upp eftir flokkum ( 7 flokkur , 6 flokkur , 5 flokkur , 4 flokkur ). Þrautirnar verða útfærðar þannig að þær henti öllum. T.d. geta yngstu krakkarnir notað sundbolta í stað blakbolta.
Allir þáttakendur fá verðlaun í lok leikana - sem þó verða óhefðbundin, ekki endilega neinn hlutur.
Vinsamlegast látið Jamie vita á æfingu hverjir mæta eða á netfangið: jme1607@gmail.com
Þrautir utandyra
Hjólbörukeppni ( þar sem barnið er hjólbaran ), snjóboltastríð , snjókarlakeppni , o.f.l.
Þrautir innandyra
Halda boltanum á lofti með bagger á tíma, fingurslag á tíma , Hávörn í vegg, smass o.f.l
Blakfélagið Skellur
Krakkablakráð
NánarBlakæfingar hjá yngri flokkum falla niður á föstudaginn. Ástæðan er sú að kvennalið Skells er að fara á 3. deildar mót um helgina og þar með allir þjálfarar félagsins. Á 3. deildar mótinu sem haldið var hér á Ísafirði í haust endaði Skellur í 1. sæti í sínum riðli. Nú á næsta móti verður hópnum skipt upp í 3. deild annars vegar og 4. deild hinsvegar og mun Skellur að sjálfsögðu spila í 3. deild. Konurnar eru staðráðnar í að fylgja eftir góðum árangri en ljóst er að það verður ekki auðvelt því liðið gæti mætt fleiri erfiðum andstæðingum en á síðasta móti. Jamie Landry, þjálfari félagsins og lykil-leikmaður slasaðist á ökkla á æfingu um daginn, en vonast er til þess að hún nái að spila með á mótinu þrátt fyrir meiðslin.
NánarStefna Skells í málefnum yngri flokka
Þjálfarar
Þjálfarar skulu hafa fagþekkingu á sviði þjálfunar og mun félagið sjá til þess að hennar sé aflað með því að:
Yngriflokkaráð skal fylgjast með starfi þjálfaranna og sjá til þess að það sé samræmt.
Foreldrar
Félagið skal sjá til þess að upplýsa foreldra um stefnu og markmið félagsins og stuðla að góðu sambandi þjálfara og foreldra. Upplýsingar um starfið skulu vera aðgengilegar á heimasíðu félagsins. Foreldrar skulu hvattir til að taka þátt í félagsstarfinu með börnum sínum og sjá þau spila blak á mótum og samæfingum.
Æfingar
Öll börn á sama aldri skulu hafa aðgang að æfingum félagsins, óháð kyni og líkamlegri og andlegri færni að eins miklu leyti og unnt er. Ef barn þarf á sérstakri meðhöndlun eða stuðningi að halda skal félagið ráðfæra sig við fagaðila og reyna að finna lausn til að hægt sé að hafa barnið á æfingum.
Æfingar eiga að vera fjölbreyttar og vel skipulagðar. Á æfingum eru börn þjálfuð í boltatækni, almennri hreyfifærni og líkamlegu þoli.
Einnig er unnið með aga og félagsfærni barna. Ef barn truflar aðra ítrekað á æfingunni og hlýðir ekki þjálfara er það látið sitja hjá í ákveðinn tíma eða er vísað af æfingunni.
Skipun í lið - mót
Þau börn sem hafa æft blak í tiltekinn tíma, eru dugleg að mæta á æfingar og leggja sig fram á æfingum geta tekið þátt í mótum fyrir hönd Skells. Öll börn í sama aldursflokki hafa sama rétt á að taka þátt í mótum að því gefnu að þau hafi sýnt góða ástundun. Ef fleiri en eitt lið í viðkomandi flokki tekur þátt í móti fyrir hönd Skells, eru liðin alla jafna getuskipt. Það er gert til þess að allir fái að taka þátt í blaki við sitt hæfi. Krakkablaki er skipt í stig eftir getu leikmanna og er keppt í blaki á mismunandi stigum á flestum krakkablakmótum.
Fjáröflun
Ætlast er til þess að allir þeir sem æfa blak hjá Skelli taki þátt í fjáröflunum félagsins. Sumar fjáraflanir eru þess eðlis að menn þurfa að mæta á ákveðnum tíma og ekki er hægt að ætlast til þess að allir geti mætt í hvert sinn. Ef einhverjir komast ekki í eina fjáröflun, taka þeir þátt í þeirri næstu. Aðrar fjáraflanir eru þannig að ætlast er til þess að hvert barn skili einhverju inn, t.d. köku á kökubasar, eða selji ákveðið magn af einhverju. Fjáraflanir hjá yngri flokkum eru venjulega ekki einstaklings-fjáraflanir, heldur er safnað fyrir hópinn, ýmist flokkinn eða tiltekna ferð. Ef einhver iðkandi sinnir illa fjáröflunum skal rætt við foreldra hans eða forráðamenn og ef það skilar ekki árangri er hægt er að skerða niðurgreiðslu til ferða. Slíkt skal þó metið í hvert sinn með hliðsjón af aðstæðum barnsins.
Nánar