Meistaraflokkur kvenna keppir nú á lokamótinu í 3. deild Íslandsmótsins í blaki. Liðið hefur náð einstaklega góðum árangri í vetur og er enn taplaust í 3. deild. Það hjálpar þó lítið fyrir þetta lokamót þar sem stigin flytjast ekki áfram. Keppt verður í tveimur riðlum og munu efstu tvö liðin úr hvorum riðli spila í kross til undanúrslita og síðan verður úrslitaleikur um 1. sætið í 3. deild. Efsta liðið tryggir sér sæti í annarri deild á næsta tímabili.
Skellsliðið er í feiknaformi um þessar mundir og mun gera allt til að fylgja eftir góðum árangri í vetur. Þó mun vanta einn sterkan leikmann sem hefur verið drjúgur á mótum vetrarins, þar sem Sara kemst ekki með á mótið. Á móti kemur að breiddin í liðinu er það góð að þetta ætti ekki að koma að sök.
Áfram Skellur!
Föstudagur 1. apríl
12:30 Mæting í flug. Allir þurfa að vera búnir að borða hádegismat.
14:00 Farið upp í Egilshöll á bílaleigubílum og einkabílum
14:30 Farið á skauta í Egilshöll - skautar verða leigðir á staðnum
16:00 eða 17:00 Bíó í Egilshöll, popp og drykkur fyrir alla
19:00 Kvöldmatur á veitingastað
20:30 Farið í Mosfellsbæ þar sem gist verður í skóla
Laugardagur 2. apríl
Mót allan daginn.
Upplýsingar um leiki verða á www.krakkablak.bli.is
Kvöldvaka um kvöldið
Sunnudagur 3. apríl
Mót fram yfir hádegi
Farið heim með seinna flugi
Kostnaður: kr. 9000 á barn, greiðist í síðasta lagi á miðvikudag 30. mars
Inni í því er:
Flugfar
Bílaleigubílar
Skautar
Bíó, popp og drykkur
Matur á föstudagskvöldi
Gisting
Morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur á laugardegi
Morgunmatur og hádegismatur á sunnudegi
Ávextir og annað nasl á mótinu
Mótsgjöld
ATH: Ekki má koma með auka vasapening
Það sem þarf að taka með:
Svefnpoki/sæng
Dýna
Hnéhlífar
Skór
Upphitunargalli
Þjálfarar og fararstjórar: Jamie, Harpa, Þorgerður, Sólveig, Venni, Gunnar Páll, Alda
Staðsetning : Torfnesi 6 mars kl. 12 - 15 . Bæði úti og inni
Hafa þarf meðferðis :
Útifatnað: klæða sig eftir veðri til útiþrauta ( úlpa , húfa , vettlingar )
Innanhús íþróttaföt : góða skó, hlífar og vatn
Matur: Allir að koma með eitthvað smávegis matarkyns á sameiginlegt hlaðborð sem verður í boði fyrir allan hópinn í matar/ hvíldar pásum. Reynum að hafa hollustuna í fyrirrúmi, ávexti , grænmeti , kökur , smurt o.þ.h
Hvað verður gert :
Í boði verða blakæfingar og þrautir þar sem barn og foreldri keppa saman í tveggja manna liðum. Að sjálfsögðu getur einhver annar fullorðinn komið með barninu. Barnið tekur þátt í þrautunum og foreldrið fylgir sínu barni eftir og tekur þátt ,foreldrar geta skiptst á að taka þátt ef báðir mæta.
Blakarar úr meistarflokki Skells( konur og karlar ) verða á staðnum til aðstoðar við leikana og ef einhverjir foreldrar þurfa að fara áður en leikunum lýkur gætu þessir aðilar komið í staðinn.
Leikarnir hefjast utandyra kl: 12.00 og að þeim loknum færum við okkur inn ,salnum verður skipt upp í 3 stöðvar . Fólk er beðið um að mæta tímanlega til að hægt sé að halda áætlun. Krökkunum verður skipt upp eftir flokkum ( 7 flokkur , 6 flokkur , 5 flokkur , 4 flokkur ). Þrautirnar verða útfærðar þannig að þær henti öllum. T.d. geta yngstu krakkarnir notað sundbolta í stað blakbolta.
Allir þáttakendur fá verðlaun í lok leikana - sem þó verða óhefðbundin, ekki endilega neinn hlutur.
Vinsamlegast látið Jamie vita á æfingu hverjir mæta eða á netfangið: jme1607@gmail.com
Þrautir utandyra
Hjólbörukeppni ( þar sem barnið er hjólbaran ), snjóboltastríð , snjókarlakeppni , o.f.l.
Þrautir innandyra
Halda boltanum á lofti með bagger á tíma, fingurslag á tíma , Hávörn í vegg, smass o.f.l
Blakfélagið Skellur
Krakkablakráð
NánarBlakæfingar hjá yngri flokkum falla niður á föstudaginn. Ástæðan er sú að kvennalið Skells er að fara á 3. deildar mót um helgina og þar með allir þjálfarar félagsins. Á 3. deildar mótinu sem haldið var hér á Ísafirði í haust endaði Skellur í 1. sæti í sínum riðli. Nú á næsta móti verður hópnum skipt upp í 3. deild annars vegar og 4. deild hinsvegar og mun Skellur að sjálfsögðu spila í 3. deild. Konurnar eru staðráðnar í að fylgja eftir góðum árangri en ljóst er að það verður ekki auðvelt því liðið gæti mætt fleiri erfiðum andstæðingum en á síðasta móti. Jamie Landry, þjálfari félagsins og lykil-leikmaður slasaðist á ökkla á æfingu um daginn, en vonast er til þess að hún nái að spila með á mótinu þrátt fyrir meiðslin.
Nánar