24 krakka hópur fór frá Skelli á fyrri hluta Íslandsmótsins sem haldið var á Akureyri helgina 6.-7. nóvember. Farið var með rútu og víst var leiðin norður löng en bíómyndir styttu ferðina. Hópurinn gisti í skólastofum í Brekkuskóla og klukkan 8 á laugardagsmorgni byrjuðu fyrstu leikir. Í stuttu máli sagt stóðu krakkarnir sig frábærlega á mótinu öll sem eitt. Öll liðin 6 unnu einhverja leiki og eitt þeirra er í öðru sæti í sinni deild eftir mótið og annað í þriðja sæti. Hér að neðan verður farið stuttlega yfir hvert lið, en úrslit leikja og stöðu í deildum má sjá á síðunni www.krakkablak.bli.is.
NánarSkellur fer með sex lið á Íslandsmót yngri flokka á Akureyri um næstu helgi.
Farið verður með rútu á föstudaginn og hafa allar upplýsingar um ferðina og liðin verið settar inn á krakkablaksíðuna undir tilkynningar: http://hsv.is/skellur/krakkablak/tilkynningar/
Hægt verður að fylgjast með mótinu á heimasíðu krakkablaksins www.krakkablak.bli.is
Nánar
Nú er Íslandsmótinu í 3.deild kvenna lokið. Óhætt er að segja að árangur Skells hafi farið fram úr björtustu vonum því þær unnu alla leikina sína í mótinu án þess að tapa hrinu. Þetta er hreint út sagt frábær árangur. Liðið verður því áfram í 3.deildinni ásamt sex öðrum liðum en sjö lið féllu niður í 4.deild eftir þetta mót.
Nú er bara að halda áfram að æfa vel því nú verða enn sterkari lið í næsta 3.deildarmóti sem fer fram á Álftanesi 18.-20. febrúar n.k.
Jamie, nú styttist í fyrsta 3.deildarmót vetrarins hjá kvennaliðinu, er hópurinn svipaður nú og í fyrra ?
Þetta tímabil höfum við í Skelli á að skipa mörgum öflugum leikmönnum. Það hafa bæst við tveir leikmenn sem koma erlendis frá og eru hér í Meistaranámi við Háskólasetur Vestfjarða. Fjölbreytni liðsins er orðin meiri og nú höfum við auka uppspilara. Þetta gefur meiri möguleika og virkar sem hvatning fyrir leikmenn því það er meiri samkeppni um stöður í liðinu.
Liðið einbeitti sér að grunnatriðunum fyrsta mánuðinn. Ég trúi því að án réttrar undirstöðu sé hætta á að leikmenn verði kærulausir og seinir. Nú þegar við höfum góðan skilning á grunninum þá höfum við undanfarið unnið að því að fínpússa og fullkomna önnur atriði leiksins. Ég hef einnig lagt áherslu á þrekið. Við spilum jú í fáum mótum á hverju ári, en spilum sex til átta leiki á aðeins tveimur dögum þannig að form leikmanna skiptir miklu máli fyrir velgengni liðsins.
NánarNú fer að líða að Íslandsmótinu á Akureyri. Ákveðið hefur verið að fara með rútu, en það reyndist ódýrasti og eini raunhæfi kosturinn.
Helstu upplýsingar um ferðina hafa verið settar inn á krakkablaksíðuna undir tilkynningar: http://hsv.is/skellur/krakkablak/tilkynningar/
Sannkölluð blakveisla verður í Íþróttahúsinu á Torfnesi um næstu helgi en þá verður keppt í fyrstu umferð 3.deildar kvenna á Íslandsmótinu í blaki og munu um eitt hundrað konur ásamt þjálfurum mæta á svæðið.
Fjórtán lið taka þátt í 3.deildinni í vetur og er deildinni jafnframt skipt í tvo riðla. Hvert lið spilar sex leiki og hefst keppni kl.9 á laugardagsmorgni og verður spilað til um kl.17, á sunnudeginum hefst svo keppni kl.8 og verður spilað til kl.14.
Dómgæsla í mótinu er að mestu leyti í höndum félagsmanna sem tóku þátt í dómaranámskeiði síðasta haust.
Áhorfendur eru hvattir til að mæta og hvetja sitt heimalið en aðgangur er ókeypis. Yngri flokkar félagsins munu sjá um veitingasölu báða dagana og mun allur ágóði af henni renna í ferðasjóð þeirra en fyrri umferð Íslandsmót yngri flokka BLÍ fer einmitt fram á Akureyri um þar næstu helgi.
Við munum síðan þegar líður á vikuna heyra í þjálfaranum um liðið og mótið framundan og jafnframt setja inn tímasetningar leikja hjá Skelli.
NánarHvað ertu gömul og hvaðan ertu ? Hefurðu búið þar alla ævi ?
Ég er 25 ára og ólst upp í Campell River á Vancouver eyju í V-Kanada en síðustu ár hef ég búið í Vancouver.
Afhverju ákvaðstu að koma til Ísafjarðar ?
Ég kom til Ísafjarðar því ég vildi fara í nám svipað og námið í Haf og strandsvæðastjórnun og mér fannst að Ísland væri áhugaverður og öðruvísi staður til að stunda slíkt nám.
Nánar