Hvað ertu gömul og hvaðan ertu ? Hefurðu búið þar alla ævi ?
Ég er rétt að verða 25 ára og frá Sioux Lookout, Onatario í Kanada. Ég er fædd þar og uppalin og hef að mestu dvalið þar alla ævi. Ég fór þó annað í háskóla og hef ferðast mikið en ég tel Sioux Lookout enn vera heimili mitt.
Afhverju ákvaðstu að koma til Ísafjarðar ?
Ég kom til að stunda mastersnám við Háskólasetur Vestfjarða í Haf- og strandsvæðastjórnun.
Okkur hjá félaginu fannst kominn tími til að kynna þjálfarann okkar hana Jamie fyrir ykkur og fréttaritarinn tók á dögunum viðtal við hana, á næstunni munum við einnig birta viðtöl við tvo nýja erlenda leikmenn sem byrjuðu hjá okkur í haust.
En nú er það aðalþjálfarinn hún Jamie Landry
Hvað ertu gömul og hvaðan ertu ? Hefurðu búið þar alla ævi ?
Ég er 23 ára og frá Gilford, New Hampshire í Bandaríkjunum. Ég er fædd í Kaliforníu en hef búið mest alla ævi í New Hampshire. Ég fór í háskóla í Rochester í New York og bjó þar í fjögur ár.
Æfingar í krakkablakinu hafa nú að mestu leyti verið færðar yfir í litla íþróttahúsið við Austurveg. Undantekningin er æfing hjá 5. flokki kl. 15-16 á mánudögum í Torfnesi. Vinsamlegast kíkið á æfingatöfluna og látið okkur vita strax ef það eru árekstrar. Skoða má töfluna með því að smella hér
4., 5. og 6. bekkur verður saman á mánudagsæfingunum í Torfnesi. Á hinni æfingunni verður hópnum skipt þannig að þeir sem eru búnir að æfa lengi eru sér og þeir sem hafa æft styttra eru sér undir heitinu 5.-6. flokkur. Jamie þjálfari mun skipta hópnum upp.
Á þriðjudaginn 12. október kl. 18 verður haldinn foreldrafundur vegna ferðarinnar á Íslandsmótið á Akureyri helgina 5.-7. nóvember. Öll börn sem eru í 4.-8. bekk og hafa verið dugleg að æfa í vetur eru velkomin með. Á fundinum verður farið yfir ferðamáta, fjáraflanir o.fl.
Þá er komið að því að litla íþróttahúsið við Austurveg er tilbúið til notkunar. Flestar krakkablakæfingarnar verða þar í vetur. Í dag föstudaginn 7. október verða æfingar sem hér segir í litla húsinu:
7. flokkur (1. og 2. bekkur) 13:00
5. flokkur (4.-6. bekkur) 13:50
4. flokkur (7.-8. bekkur) 14:40
Æfingataflan mun breytast lítillega frá því sem lagt var upp með í haust og verður ný tafla sett á vefinn um helgina.
NánarSíðasta laugardag var æfingamót í blaki á Suðureyri, Tálknfirðingar eða HFF, Héraðsambandið Hrafnaflóki kom í heimsókn.
Karlaliðin spiluðu þrjá leiki og kvennaliðin spiluðu tvo leiki, að auki spilaði kvennalið Skells eina hrinu við karlalið HFF.
Dagurinn var vel heppnaður og var boðið upp á kaffi og vöfflur með rjóma í lok dags.
Það voru ekki einungis leikmenn sem æfðu sig í blaki þennan dag heldur fengu dómarar félagsins tækifæri til að æfa sig í að dæma og nokkrir félagsmenn lærðu að rita alvöru leikskýrslu. Það styttist jú í fyrsta 3.deildarmótið sem verður haldið af félaginu á Ísafirði og var gott að geta nýtt þetta tækifæri til æfinga í dómgæslu og umsjón leikja fyrir mótið.
Félagið mun í vetur bjóða upp á sérstaka byrjendatíma fyrir konur. Tímarnir verða í Íþróttahúsinu á Torfnesi á sunnudögum kl. 14-15:40
Þegar húsið á Austurvegi opnar aftur eftir viðgerðir munu byrjendatímarnir verða þar í miðri viku eftir kvöldmat, nákvæm tímasetning verður birt fljótlega.
Mánudaginn 6. september hefjast æfingar hjá yngri flokkum í blaki. Boðið er upp á æfingar fyrir 1.-9. bekk, en 1.-4. bekkur kemur nýr inn. Fyrir byrjendur verða engin æfingagjöld í september og eru allir hvattir til að mæta og kynna sér íþróttina. Reynslan hefur sýnt að blak getur bæði hentað þeim sem hafa gaman að mörgum íþróttum og þeim sem ekki hafa fundið sig í boltaíþróttum áður. Þjálfari verður Jamie Landry, en henni til aðstoðar fyrir yngri aldurshópana til að byrja með verða Harpa Grímsdóttir og Sólveig Pálsdóttir.
Til að byrja með verða æfingarnar í íþróttahúsinu Torfnesi þar sem litla íþróttahúsið við Austurveg er lokað næstu vikurnar
NánarÆfingar í karla- og kvennaflokki hefjast í dag, æfingatímar eru eins og síðasta vetur þ.e. á þriðjudögum kl.21, fimmtudögum kl.19:40 og á sunnudögum kl.15:40.
Þjálfari félagsins kemur ekki til starfa fyrr en 6. september en fram að því munu verða léttar æfingar með aðaláherslu á spilið, svo nú er um að gera fyrir alla að mæta og koma sér í blakgírinn :)
Boðið verður upp á sérstaka byrjendatíma fyrir konur einu sinni í viku og mun tímasetning þeirra verða birt hér á heimasíðunni innan tíðar.
Þorgerður Karlsdóttir mun áfram þjálfa yngri flokkana á Suðureyri.
Nánar