Fréttir - Blak

Aðalfundur Blakfélagsins Skells

Blak | 13.02.2011

Þriðjudaginn 8 febrúar sl. var aðalfundur Blakfélagsins Skells haldinn í fundarsal Íþróttahússins á Torfnesi á annari hæð.

Dagskrá fundarins var hefðbundin aðalfundarstörf.  Breytingar urðu á stjórn félagsins, þar sem Sigurður Hreinsson gaf ekki kost á sér áfram sem formaður, auk þess sem Ásdís Birna Pálsdóttir óskaði eftir að losna úr stjórn.  Nýr formaður var kjörinn Harpa Grímsdóttir en Sigurður heldur áfram í stjórn sem meðstjórnandi.  Nýir stjórnarmenn komu inn í barna- og unglingaráð.

Á fundinum lagði stjórn félagsins fram stefnu félagsins í vímuvörnum.  Forsaga þess máls er að á formannafundi HSV árið 2009 var samþykkt að öll aðildafélög HSV tækju upp stefnu í vímuvörnum og gætu þannig betur sinnt því mikilvæga hlutverki sínu.  Forvarnarstefna félagsins verður innan skamms aðgengileg hér á vef félagsins. Stjórn yngriflokkaráðs lagði fram stefnu félagsins á málefnum yngri flokka en hún er undir tenglinum Krakkablak.
Í skýrslum formanns og gjaldkera fyrir síðasta ár kom fram, að fjárhagsstaða félagsins sé allgóð, og að rekstrarniðurstaða ársins hafi verið jákvæð.  Skýrsla formanns er í heild sinni hér fyrir neðan.

Jón Páll Hreinsson formaður HSV stýrði aðalfundinum af röggsemi og festu, og eru honum hér færðar bestu þakkir fyrir. 

Nánar

Aðalfundur Blakfélagsins Skells

Blak | 28.01.2011 Aðalfundur Blakfélagsins Skells, verður haldinn þriðjudaginn 8. febrúar nk.
Fundurinn verður haldinn í fundarsal Íþróttahússins á Torfnesi á annari hæð og hefst kl 19.30.
Dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf, í stuttu máli;
  • Skýrslur stjórnar.
  • Kosning formanns, tveggja stjórnarmanna og tveggja varamanna í stjórn.
  • Önnur mál.

Foreldrar blak-krakka undir 14 ára aldri, er sérstaklega bent á að þeir eru fulltrúar barna sinna á slíkum fundum.
Allir félagar eru hvattir til að mæta á fundinn og hafa áhrif á starf félagsins.  
Stjórnin

Nánar

Kvennalið Skells á HK trimm

Blak | 25.01.2011 Kvennalið frá Skelli tók þátt í trimmmóti HK um helgina. Liðið sem fór var blanda af nýrri og reyndari leikmönnum. Smá tíma tók fyrir liðið að spila sig saman en í síðan komu mjög góðir kaflar. Skellur fékk 3 stig og endaði í 5. og næstsíðasta sæti 2. deildar, en keppt var í fjórum kvennadeildum á mótinu. Síðasta hrinan á mótinu tapaðist með einu stigi eftir mikla baráttu í báðum liðum. Eins og venjulega var óhemju gaman að spila og einhverjar harðsperrur létu á sér kræla á eftir.

Myndir frá Carrie hafa verið settar í myndaalbúm.

Næsta verkefni kvennaliðsins er mót í 3. deild helgina 19.-20. febrúar. Gaman er að rifja upp að Skellur er í 1. sæti í sínum riðli eftir fyrstu umferð 3. deildar sem haldin var á Ísafirði í október. Nánar

Æfingar yngri flokka hefjast mánudaginn 10. janúar

Blak | 05.01.2011 Athugið að æfingar hjá yngri flokkum byrja ekki fyrr en á mánudaginn 10. janúar, þegar Jamie kemur til baka. Nánar

Gleðilegt nýtt ár

Blak | 03.01.2011 Blakfélagið Skellur óskar öllum gleðilegs nýs árs, þökkum iðkendum og foreldrum fyrir skemmtilegt og árangursríkt starf á liðnu ári. Nánar

Fullorðinsblak-jólafrí

Blak | 10.12.2010 Síðasta æfingin með Jamie áður en hún fer í jólafrí verður sunnudaginn 12.desember.
Við ætlum þó að bjóða upp á léttar spilæfingar í desember á eftirfarandi dögum:
þriðjudaginn 14. - fimmtudaginn 16. - þriðjudaginn 21. - Þriðjudaginn 28. og fimmtudaginn 30.desember.
Fyrsta æfing á nýju ári verður svo þriðjudaginn 4.janúar.
Nánar

Krakkablakið í jólafrí

Blak | 08.12.2010 Núna er síðasta vikan fyrir jólafrí í krakkablakinu á Ísafirði.
Síðustu æfingar fyrir jól verða föstudaginn 10. desember . Æfingar byrja svo aftur eftir jólafrí mánudaginn 10.janúar.

Á Suðureyri var síðasti tíminn fyrir jólafrí í dag og æfingar hefjast svo aftur mánudaginn 10.janúar
Nánar

Velheppnað jólamót

Blak | 08.12.2010 Jólamót Skells í blaki, Hurðarskellur, var haldið síðasta laugardag. Um morguninn spiluðu yngri flokkarnir og fullorðnir eftir hádegi, alls tóku um 80 blakarar þátt í mótinu.

Í yngri flokkum kepptu 14 lið sem fengu nöfn jólasveinanna og Grýlu. Liðin komu frá Þingeyri, Suðureyri og Ísafirði. Skemmst er frá því að segja að krakkarnir stóðu sig frábærlega.

Nánar

Hurðaskellur 2010

Blak | 02.12.2010

Hurðaskellur - jólamót Skells í blaki verður haldið laugardaginn 4. desember. Frá kl. 9:30-12:30 verður keppt í krakkablaki, en keppni hjá fullorðnum hefst kl.11:30. Mótið verður að vanda á léttu nótunum og með jólalegu ívafi.


Í yngri flokkunum keppa 15 lið frá Þingeyri, Suðureyri og Ísafirði. 
Mótsgjald er kr. 1000 á barn, og er boðið upp á smá nasl eftir mótið einnig fá allir krakkarnir sem taka þátt glaðning í mótslok :)

Nánar

Kökubasar á föstudaginn 3. desember í Neista, fyrir framan Samkaup

Blak | 01.12.2010 Yngri flokkar Skells munu halda kökubasar í Neista föstudaginn 3.desember kl.15:00.
Basarinn er fjáröflun fyrir seinni hluta Íslandsmótins í blaki sem haldið verður í vetur.
Nánari upplýsingar fyrir foreldra er að finna á krakkablakssíðunni undir tilkynningar.
Nánar