Fréttir - Knattspyrna

Allir Grindvíkingar velkomnir

Knattspyrna | 14.11.2023

Okkar hugur eins og örugglega allra annarra er hjá Grindvíkingum þessa dagana.

Allir Grindvíkingar eru að sjálfsögðu velkomnir endurgjaldslaust á æfingar hjá knattspyrnudeild Vestra.

 

 

Nánar

Mikkel og Grímur kveðja.

Knattspyrna | 13.11.2023
Mikkel Elbæk Jakobsen
Mikkel Elbæk Jakobsen
1 af 2

Leikmennirnir Mikkel Elbæk Jakobsen og Grímur Andri Magnússon hafa lokið störfum hjá Vestra.

Mikkel Jakobsen kom til okkar frá Leikni Reykjavík fyrir tímabilið í ár og lék alls 27 leiki og skoraði í þeim 3 mörk. Grímur Andri kom einnig til okkar fyrir nýafstaðið tímabil frá Reyni Sandgerði. Hann kom við sögu í 4 leikjum, ásamt því að skila góðu starfi við þjálfun yngri flokka félagsins.

Við þökkum Mikkel og Grím fyrir þeirra störf og óskum þeim alls hins besta í næstu verkefnum.

Nánar

Ibrahima Baldé framlengir

Knattspyrna | 07.11.2023
Ibrahima Baldé
Ibrahima Baldé

Það er okkur mikil ánægja að tilkynna að miðjumaðurinn Ibrahima Baldé hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning.

Baldé kom til okkar fyrir tímabilið í fyrra frá EL Palo á Spáni. Hann lék 23 leiki á nýloknu tímabili og skoraði í þeim 2 mörk.

 

Baldé sannaði sig sem öflugur leikmaður í Lengjudeildinni og verður því spennandi að sjá miðjumanninn í Bestu deildinni á næsta ári.

 

 

 

Nánar

Breytingar á hópnum

Knattspyrna | 27.10.2023
Deniz Yaldir
Deniz Yaldir
1 af 3

Leikmennirnir Deniz Yaldir og Rafael Broetto hafa báðir óskað eftir að losna undan samning við félagið. Stjórn Vestra hefur orðið að þeirri beiðni. Báðir spiluðu megnið af leikjunum í sumar og áttu stóran þátt í því að tryggja liðinu sæti í Bestu deildinni að ári. Stjórn Vestra vill þakka þeim kærlega fyrir sitt framlag og óska þeim velfarnaðar í framtíðinni.

Einnig hefur Brenton Muhammed látið af störfum sem markmannsþjálfari meistaraflokks karla. Brenton er frábær karakter og hæfileikaríkur þjálfari sem hefur verið stór partur af hópnum síðastliðin 5 ár, bæði sem leikmaður og þjálfari. Við þökkum Brenton kærlega fyrir sitt framlag til klúbbsins og óskum honum velfarnaðar í framtíðinni.

Nánar

Andreas Söndergaard til Vestra

Knattspyrna | 27.10.2023
Andreas Söndergaard
Andreas Söndergaard

Vestri hefur samið við Danska markvörðurinn Andreas Söndergaard. 

Andreas sem er 22 ára gamall, var síðast samningsbundinn Swansea City á Bretlandi. Hann er uppalinn hjá OB í Danmörku, þar var hann til ársins 2018 þegar hann hélt ungur að aldri til Enska liðsins Wolves.

Andreas á að baki 21 landsleiki fyrir yngri landslið Danmerkur.

Við hlökkum mikið til sjá Andreas á vellinum og bjóðum hann innilega velkominn til Vestra!

Nánar

Ignacio Gil og Vladimir Tufegdzic framlengja.

Knattspyrna | 23.10.2023
Ignacio Gil
Ignacio Gil
1 af 2

Það er okkur mikil ánægja að tilkynna að leikmennirnir Ignacio Gil og Vladimir Tufegdzic hafa framlengt samninga sína við félagið. Þeir gengu báðir til liðs við Vestra fyrir tímabilið 2020 og eru því á leið inn í sitt fjórða tímabil hér fyrir vestan.

Ignacio skrifaði undir nýjan eins árs samning á meðan Tufegdzic skrifaði undir nýjan tveggja ára samning.

Þeir eru báðir miklir leiðtogar og hafa verið lykilleikmenn undanfarin tímabil hjá Vestra. Því er mikið ánægju efni að þeir taki slaginn með Vestra í Bestu deildinni á næsta ári.

Nánar

Samstarf knattspyrnudeildar Vestra og Breiðabliks

Knattspyrna | 18.10.2023
1 af 2

Í byrjun árs gerðu knattspyrnudeildir Vestra og Breiðabliks með sér samstarfssamning sem felst í því að iðkendur Vestra geti sótt knattspyrnuæfingar hjá Breiðabliki og eins iðkendur Breiðabliks geti sótt knattspyrnuæfingar hjá Vestra. Þó nokkrir iðkendur hafa nýtt sér þetta og hefur samstarfið gefið góða raun. 

Í samstarfinu felst einning aðgangur að fræðslu og öðru slíku hjá þjálfurum.

Nú í byrjun október kom hann Jón Smári, þjálfari hjá Breiðablik, hingað vestur þar sem hann er í starfsnámi í sjúkraþjálfun. Vegna samstarfssamnings Vestra og Breiðablik hefur Jón Smári komið inn í yngri flokka þjálfun hjá Vestra síðustu vikurnar og verður með okkur fram í nóvember. 

Það er hefur verið frábært að fá Jón Smára inn í starfið okkar og erum við afar ánægð með samstarfið við Breiðablik. Líklega er ýmislegt nýtt fyrir Jóni Smára, það er langt síðan hann þjálfaði knattspyrnu á parketi, já eða í snjó.

 

Nánar

Morten Ohlsen Hansen og Gustav Kjeldsen framlengja.

Knattspyrna | 16.10.2023
Mynd: Hafleiði Breiðfjörð
Mynd: Hafleiði Breiðfjörð

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að miðvarðarparið öfluga hefur skrifað undir nýja tveggja ára samninga.

Morten og Gustav komu til okkar fyrir síðasta tímabil og mynduðu fljótlega sterkt miðvarðarpar, sem var stór partur af því að liðið fékk fæst mörk á sig allra liða í Lengjudeildinni 2023.

Stjórnin bindir miklar vonir við strákana og hlakkar til að sjá þá í deild þeirra bestu á næsta ári.

Nánar

Foreldrafundir í næstu viku hjá yngri flokkum í knattspyrnudeild Vestra.

Knattspyrna | 06.10.2023

Foreldrafundir verða haldnir dagana 09.-12. október nk.

Við viljum hvetja foreldra til að mæta.  Ný vegferð er hafin í barna og unglingastarfi knattspyrnudeildar Vestra og mikilvægt er að kynna hana fyrir foreldrum og forráðamönnum.

Fundirnir verða haldnir í vallarhúsinu á Torfnesi(efri hæð).

 

Fundarefni:

Æfinga og kennsluáætlun Vestra.

Knattspyrnumót. 

Önnur mál.

 

 

Hér er dagskráin:

Mánudagur 09. október

7. flokkur drengja og stúlkna(börn fædd 2016-2017).  Kl. 18:30-19:30.

6. flokkur drengja og stúlkna(börn fædd 2014-2015). Kl. 20:00-21:00

 

Þriðjudagur 10. október

5. flokkur drengja og stúlkna(börn fædd 2012-2013).  Kl. 18:30-19:30.

 

Miðivkudagur 11. október

4. flokkur drengja og stúlkna(börn fædd 2010-2011).  Kl. 20.00-21.00.

3. flokkur drengja og stúlkna(börn fædd 2008-2009). Kl. 18.30-19.30.

 

Fimmtudagur 12. október

8. flokkur barna(börn á leikskólaaldri). Kl. 18.30-19.30

 

Nánar

Verndarar barna

Knattspyrna | 06.10.2023

Í vikunni fékk knattspyrnudeild Vestra til sín afar áhugavert forvarnarnámskeið sem nefnist Verndarar barna. Forvarnarverkefnið er samstarfsverkefni Barnaheill og KSÍ. Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem eiga börn, vinna með börnum eða fyrir þau. Um 13 aðilar sóttu námskeiðið og námskeiðið var virkilega fræðandi og áhugavert. 

Ákveðið var að fá þetta námskeið aftur hingað á svæðið á næstu mánuðum, enda mikilvægt forvarnarnámskeið fyrir alla sem á einhvern hátt koma að börnum. 

Við þökkum Knattspyrnusambandi Íslands og Barnaheill kærlega fyrir komuna og að bjóða upp á þetta mikilvæga námskeið og í leiðinni hvetjum önnur félög til að nýta sér þessa mikilvægu fræðslu. 

 

Nánar