Stúlkurnar í 7. flokki héldu suður til Reykjavíkur um sl helgi hvar þær tóku þátt í hinu árlega Cheeriosmóti Víkings.
Mótið var sem fyrr gríðarlega vel sótt og fór fram á æfinga og keppnissvæði félagsins í Fossvogi.
Stúlkurnar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu alla leikina en þær hafa verið duglegar að æfa í vetur.
Þjálfarar stúlknanna þær Sigrún Betanía og Sólveig Amalía hafa haldið virkilega vel utan um hópinn og eiga hrós skilið.
Fleiri mót eru á dagskrá hjá stúlkunum í sumar og fara þær á Norðurálsmótið á Akranesi 21.-23. júní og Símamótið í Kópvagogi 11.-14. júlí.
ÁFRAM VESTRI
NánarÞað var mikið um að vera hjá knattspyrnudeild Vestra um helgina.
6. flokkur stúlkna tók þátt í TM móti Stjörnunnar sem fram fór í Garðabæ í gær.
Vestri var með tvö lið og var mikil gleði og hamingja sem ríkti á meðal stúlknanna.
Þjálfarar flokksins eru þær Sigrún Betanía og Sólveig Amalía sem báðar verða lykilmenn meistaflokks kvenna í sumar.
Sannar og góðar fyrirmyndir fyrir stúlkurnar enda var þáttakan á mótinu til fyrirmyndar.
Um næstu helgi halda svo stúlkurnar í 7. flokki suður til Reykjavíkur og taka þátt í Cheeriosmóti Víkings sem fram fer í Fossvogi.
Þjálfarar þeirra eru einnig þær Sigrún Betanía og Sólveig Amalía.
ÁFRAM VESTRI
NánarNú um helgina fóru leikmenn úr 3. flokki drengja og stúlkna og 4. flokki stúlkna í æfingaferð suður í Kópavog.
Æft var og spilaðir æfingaleiki á æfingasvæði Breiðabliks í Fagralundi.
Vestri og Breiðablik hafa nú um nokkurt skeið verið í samstarfi og var ferðin hluti af því.
Haldið var af stað eldnemma í föstudagsmorgun eða kl. 06.00 og komið heim aftur til Ísafjarðar seint í gær sunnudagskvöld.
Ferðast var með rútu frá West Travel og voru um 40 leikmenn í ferðinni.
Æft var á föstudaginn í Fagralundi og svo voru leiknir æfingaleikir í öllum þremur flokkunum við lið frá Breiðabliki á laugardag og sunnudag. Einnig fengu leikmenn fyrirlestra um hugarfar og almennt heilbrigði.
Gist var á Hótel Cabin í Reykjavík og þaðan ferðaðist hópurinn í leiki, æfingar og fleira.
Áður en haldið var af stað heima í leið í gær mætti hópurinn á leik Vestra & HK í Bestu deildinni sem fram fór á Avisvellinum og sáu okkar menn taka öll þrjú stigin og spila virkilega vel.
Mikið er um að vera í yngri flokkunum um þessar mundir. Nú fer Íslandsmótið að hefjast og í fyrramálið hefst svokölluð morgunakademía sem er fyrir áhugasama leikmenn í 3.-5. flokki. Um er að ræða morgunæfingar frá kl. 06.15-07.15 þar sem áhugasömum krökkum gefst tækifæri á að æfa meira og ná frekari framförum fyrir sumarið :)
Skráning er í fullum gangi og fer fram hér
ÁFRAM VESTRI!
Nánar
Á morgun fimmtudag 25. apríl er sumardagurinn fyrsti.
Frí verður á æfingum hjá yngri flokkum knattspyrnudeildar á morgun, sumardaginn fyrsta.
Gleðilegt sumar og ÁFRAM VESTRI!
NánarKnattspyrnudeild Vestra býður upp á knattspyrnunámskeið fyrir öll börn fædd 2014-2017 á gervigrasvellinum á Torfnesi í júlí.
Um er að ræða tvö námskeið og er fyrra námskeiðið dagana 01.-05. júlí og seinna námskeiðið 08.-12. júlí.
Dagskrá námskeiðana er þannig að börnin æfa kl. 09.00-10.15 og svo 10.45-12.00 mánudaga - föstudaga.
Á milli æfinga er nestispása en börnin koma með eigið nesti.
Frá kl. 08.00-09.00 verður boðið upp á pössun fyrir þau börn sem það þurfa.
Skráning er hafin og fer fram í Sportabler
ÁFRAM VESTRI!
Nánar
Annað ungmennaþing KSÍ fór fram á sunnudag í höfuðstöðvum KSÍ. Þingið var fyrir ungmenni fædd 2004-2011 og mættu um 70 ungmenni af öllu landinu.
Ungmennaráð KSÍ sá um undirbúning þingsins sem var hið glæsilegasta. Þrjú aðalumræðuefni þingsins voru andleg heilsa, jafnrétti og retention/hvernig höldum við ungmennum lengur í fótbolta?
Góðar umræður mynduðust og verður unnið úr niðurstöðum umræðuhópanna og þær gefnar út innan skamms. Auk þess að ræða málefni sem brenna á ungmennum í íslenskum fótbolta var farið í skoðunarferð um höfuðstöðvar KSÍ. Þær Sif Atladóttir og Salvör Nordal, umboðsmaður barna, ávörpuðu þingið og Vanda Sigurgeirsdóttir sá um fundarstjórn. Einn af hápunktunum fyrir marga var þegar landsliðsfólkið Telma Ívarsdóttir, Birkir Már Sævarsson og Hannes Þór Halldórsson mættu á svæðið og töluðu við krakkana.
Fjögur ungmenni frá Vestra voru skráð á þingið. Það voru þau Albert Ingi Jóhannsson, Birgitta Rut Garðarsdóttur, Embla Karítas Kristjánsdóttir(sem komst því miður ekki hvar flugi var aflýst á lau) og Óskar Ingimar Ómarsson.
Markmið ungmennaráðs KSÍ og ungmennaþingsins er að efla knattspyrnu ungmenna á Íslandi.
ÁFRAM VESTRI!
NánarMorgunakademía knattspyrnudeildar Vestra fer af stað 30. apríl!
Um er að ræða aukaæfingar fyrir alla metnaðarfulla leikmenn í 3.-5. flokki.
Leikmenn í 3. flokki æfa á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 06.15-07.15. Leikmenn í 4.-5. flokki æfa á miðvikudögum og föstudögum kl. 06.15-07.15.
Morgunæfingarnar fyrir 3. flokk hefjast 30. apríl og enda 16.maí. Morgunæfingarnar fyrir 4.-5. flokk hefjast 01. maí og lýkur 17. maí.
Morgunmatur verður eftir hverja einustu æfingu en þess ber að geta að æfingar sem lenda á svokölluðum rauðum dögum sbr 01.& 09. maí fara fram kl. 10.00-11.00.
Skráning er hafin og fer fram í Sportabler Sportabler
Hlökkum til að sjá ykkur og við tökum vel á ykkur - ÁFRAM VESTRI
NánarDrengir í 6.-7. flokki hjá Vestra tóku þátt í TM móti Stjörnunnar í Garðabæ um sl helgi.
Drengirnir í 7. flokki spiluðu á laugardaginn og drengirnir í 6. flokki í gær, sunnudag.
Á þriðja þúsund drengir tóku samtals þátt í mótinu og má segja að TM mót Stjörnunnar sé fyrsta stórmót sumarsins fyrir yngstu iðkendurna. En mótið er haldið ár hvert fyrir iðkendur í 6.-8. flokki.
Næsta sunnudag þ.e. 28. apríl spilar 6.flokkur stúlkna á mótinu og fara Vestra stúlkurnar suður með tvö lið.
ÁFRAM VESTRI!
NánarMótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja sumarsins í yngri aldursflokkum.
3.-5. flokkur drengja og stúlkna taka þátt í Íslandsmóti yngri flokka og eru leikir þessara flokka allir komnir inn á vefinn fyrir utan leiki 3. flokks drengja hvar þeir hefja leik í svokallaðri lotu 2 sem liggur ekki fyrir fyrr en í maí.
Hér er hlekkur hvar er dagskrá allra leikja í Íslandsmótinu 2024.
ÁFRAM VESTRI!
NánarNú stendur yfir tilboð á peysum hjá Jakosport.
Hægt er að versla á netinu og er vefslóðin hér og einnig í verslun Jakosport við Krókháls 5F í Reykjavík. Tilboðin standa á meðan birgðir endast.
Nánar