Fréttir - Knattspyrna

Nýr aðstoðarþjálfari ráðinn hjá Vestra

Knattspyrna | 22.10.2019

Vestri hefur ráðið til sín nýjan aðstoðarþjálfara fyrir næsta tímabil í Inkasso.

Ísfirðingurinn Heiðar Birnir Torleifsson hefur verið ráðinn til starfa og tekur hann við af Jóni Hálfdáni Péturssyni.

Heiðar þjálfaði á síðasta tímabili Sandoyar Ítróttarfelag B71 í Færeyjum .

Heiðar hefur einnig verið yfirþjálfari Coerver Coaching hér á landi ásamt því að hafa starfað hjá Val, Dalvík/Reyni, Þrótti og KR og býr þar af leiðandi yfir mikilli reynslu.

Stjórn Vestra er gríðarlega ánægð með ráðninguna á Ísfirðingnum og bjóðum við Heiðar velkominn til Vestra og óskum honum góðs gengis.

Nánar

Vladimir Tufegdzic gengur til liðs við Vestra

Knattspyrna | 22.10.2019

Hinn 28 ára gamli Serbneski framherji Vladimir Tufegdzic er genginn til liðs við Vestra

Hann lék síðasta tímabil með Grindavík í Pepsi max deildinni en gengur til liðs við Vestra fyrir komandi átök í Inkasso deildinni næsta sumar.

Vladimir hefur einnig leikið með KA og Víking Reykjavík í úrvaldsdeild á Íslandi og kemur til með að styrkja sóknarlínu Vestra. 

Vladimir sem er framherji getur einnig leikið á kantinum og kemur því til með að gefa sóknarlínu Vestra meiri breidd.

Við bjóðum Vladimir velkominn til Vestra.

Nánar

#Inkasso20 !

Knattspyrna | 23.09.2019
Mikil gleði eftir leik
Mikil gleði eftir leik
1 af 2

Um helgina vann Vestri 7-0 sigur á Tindastól og tryggði þar með sæti sitt í Inkasso deildinni á næsta ári.

Nánar

Lokaleikur tímabilsins og það er allt undir! - Frítt á völlinn!

Knattspyrna | 19.09.2019

Vestri leikur sinn síðasta leik á tímabilinu nk. laugardag þegar liðið tekur á móti Tindastól á Olísvellinum.

Nánar

Isaac Freitas da Silva framlengir við Vestra!

Knattspyrna | 19.09.2019

Isaac Freitas da Silva hefur skrifað undir nýjan samning við Vestra.

Nánar

Gunnar Hauksson kemur frá Gróttu

Knattspyrna | 10.07.2019
1 af 2

Gunnar Jónas Hauksson hefur gengið til liðs við Vestra frá Gróttu á láni út tímabilið.

Nánar

Robert Blakala gengur til liðs við Vestra

Knattspyrna | 04.07.2019

Robert, sem er 25 ára pólverji og 190cm á hæð, kemur til liðs við okkur frá Bochenski KS í heimalandi sínu.

Nánar

Knattspyrnuskóli Vestra um helgina.

Knattspyrna | 17.05.2019
1 af 2

Um helgina verður knattspyrnuskóli Vestra haldinn í fyrsta skiptið og verður mikið húllumæ og gleði. Þórólfur Sveinsson þjálfari hjá Þór Akureyri sér um skipulagningu og utanumhald á skólanum og með honum kemur Hlynur Eiríksson afreksþjálfari hjá FH, þjálfarar Vestra verða þeim svo til aðstoðar. Silja Úlfarsdóttir einn færasti hlaupaþjálfari Íslands mun vera með hlaupaþjálfun en hún hefur sérhæft sig í hraðaþjálfun fyrir íþróttamenn. Iðkendur fá einnig fyrirlestur um næringu og mun Salome Elín Ingólfsdóttir næringarfræðingur sjá um þann hluta.

Til að toppa þetta allt saman mun knattspyrnuskólinn fá góðan gest frá KSÍ en það er enginn annar en Eiður Smári Guðjohnsen fyrrverandi fyrirliði íslenska landsliðsins og fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu sem mætir á svæðið og verður með okkur í skólanum.

Skólinn er ókeypis öllum iðkendum Vestra í knattspyrnu og innifalið í því er þjálfun, allt nesti og matur á meðan skólinn er í gangi og gjöf að skóla loknum. Það eru hið frábæra Dömukvöld knattspyrnudeildar Vestra og Arna mjólkurvinnsla sem styrkja skólann.

Nánar

Hæfileikamótun KSÍ nýlokið.

Knattspyrna | 08.05.2019
Okkar stúlkur í aftari röð fyrir miðju (2.-5. frá hægri)
Okkar stúlkur í aftari röð fyrir miðju (2.-5. frá hægri)
1 af 2

Á hverju ári eru valdir krakkar úr félögum landsins til að taka þátt í svokallaðri Hæfileikamótun KSÍ. Það eru æfingabúðir sem sambandið heldur á Vesturlandi/Vestfjörðum; Norðurlandi, Austurlandi, Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu og er ætlað að gefa þjálfurum yngri landsliða Íslands betri mynd af þeim möguleikum sem þeir eiga í leikmönnum. Knattspyrnudeild Vestra hefur átt þátttakendur í þessu verkefni frá upphafi og nú er komið að okkar fólki að láta hendur standa fram úr ermum. Eftirtaldir leikmenn voru valdir til að fara í hæfileikamótun KSÍ fyrir Vestfirði/Vesturland sem haldin var föstudaginn 26. apríl á Ólafsvík:

 

Guðmundur Páll Einarsson

Kristinn Hallur Jónsson

Bríet Sigurðardóttir

Birta Kristín Ingadóttir

Sigrún Betanía Kristjánsdóttir

Solveig Amalía Atladóttir

 

Allir voru í glimrandi stuði og stóðu sig mjög vel.  Nú mun framtíðin leiða í ljós hvort að einhver þessarra krakka muni verða fyrir valinu í yngri landslið Íslands.

Nánar

Viðtöl eftir leik Vestra og Úlfanna

Knattspyrna | 29.04.2019

Við náðum tali á þjálfurum liðanna eftir leik Vestra og Úlfanna í gær, sunnudaginn 28. apríl.

Nánar