Í gær, laugardag 13. janúar fór fram val á íþróttamanni ársins 2023 í Ísafjarðarbæ og Bolungarvík.
NánarElmar Atli Garðarsson, fyrirliði meistaraflokks karla í knattspyrnu, var í dag valinn íþróttamaður Ísafjarðarbæjar árið 2023.
NánarÞað er okkur sönn ánægja að tilkynna að við höfum fengið til liðs við okkur Árna Heiðar Ívarsson til að sjá um styrktar og liðleika æfingar fyrir leikmennn í 3.-4. flokki drengja og stúlkna.
Þetta eru mikilvægar æfingar fyrir þennan aldurshóp og meira mikilvægt að vandað sé til verka. Við erum gríðarlega ánægð að fá jafn reyndan og færan þjálfara og Árna Heiðar í starfið.
NánarYngri flokkar knattpsyrnudeildar Vestra er komin í samstarf við Grunnskólann á Ísafirði er lítur að fótboltavali fyrir nemendur í 9.-10. bekk.
NánarForeldrafundur ætlaður fyrir foreldra sem ekki búa hér á svæðinu fer fram á zoom 08. janúar nk kl. 18.30.
Á fundinum verður farið yfir æfinga og kennsluáætlun knattspyrnudeildar Vestra og verkefni flokkanna.
Fundurinn er að sjálfsögðu opinn fyrir alla.
NánarGleðilegt nýtt ár kæru vinir.
Æfingar yngri flokka hefjast á morgun fimmtudag 04. janúar.
Sú breyting er að æfingar 5.-7. flokks drengja og stúlkna verða nú eingöngu í íþróttahúsunum.
Æfingarnar eru komnar inn í Sportabler.
Hér fyrir neðan er þjálfaralistinn fyrir alla flokka:
3. flokkur drengja - Brentton Muhammad.
3. flokkur stúlkna - Heiðar Birnir.
4. flokkur drengja - Jón Hálfdán Pétursson.
4. flokkur stúlkna - Heiðar Birnir.
5. flokkur drengja - Heiðar Birnir.
5. flokkur stúlkna - Sigþór Snorrason.
6. flokkur drengja - Jón Hálfdán Pétursson.
6. flokkur stúlkna - Sigrún Betanía Kristjánsdóttir og Sólveig Amalía Atladóttir.
7. flokkur drengja - Heiðar Birnir.
7. flokkur stúlkna - Sigrún Betanía Kristjánsdóttir og Sólveig Amalía Atladóttir.
8. flokkur barna - Sigrún Betanía Kristjánsdóttir og Sólveig Amalía Atladóttir.
Aðstoðarþjálfarar: Agnes Þóra Snorradóttir og Guðmundur Halldórsson.
Markmannsþjálfari yngri flokka: Brentton Muhammad.
Styrktarþjálfari yngri flokka: Árni Heiðar Ívarsson
Jakosport er með tilboð fyrir Vestra sem gildir til föstudagsins 15. desember nk.
Afhending verður 19. desember í vallarhúsinu á Torfnesi.
ÁFRAM VESTRI!
Vestri hefur ráðið Kristján Arnar Ingason sem þjálfara meistaraflokks Vestra í kvennaflokki.
Nánar
Okkar hugur eins og örugglega allra annarra er hjá Grindvíkingum þessa dagana.
Allir Grindvíkingar eru að sjálfsögðu velkomnir endurgjaldslaust á æfingar hjá knattspyrnudeild Vestra.
Nánar
Leikmennirnir Mikkel Elbæk Jakobsen og Grímur Andri Magnússon hafa lokið störfum hjá Vestra.
Mikkel Jakobsen kom til okkar frá Leikni Reykjavík fyrir tímabilið í ár og lék alls 27 leiki og skoraði í þeim 3 mörk. Grímur Andri kom einnig til okkar fyrir nýafstaðið tímabil frá Reyni Sandgerði. Hann kom við sögu í 4 leikjum, ásamt því að skila góðu starfi við þjálfun yngri flokka félagsins.
Við þökkum Mikkel og Grím fyrir þeirra störf og óskum þeim alls hins besta í næstu verkefnum.
Nánar