Fréttir - Knattspyrna

Guðjón Þórðarsson ráðinn þjálfari BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 06.10.2010 Yfirlýsing frá stjórn BÍ/bolungarvíkur
Stjórn BÍ/Bolungarvíkur og Guðjón Þórðarson hafa komist að samkomulagi um að Guðjón Þórðarson taki við stjórn meistaraflokks félagsins frá og með 15. október.

Stjórn félagsins er ánægð með ráðningu Guðjóns og býður hann velkominn til starfa.

Nánar verður fjallað um ráðningu Guðjóns seinna í dag.
Nánar

Uppskeruhátíðin á næsta leyti

Knattspyrna | 05.10.2010 Uppskeruhátíð allra yngri flokka BÍ88, frá 8. flokki upp í 3. flokk stráka og stelpna, verður haldin í sal Grunnskólans á Ísafirði, sunnudaginn 10. október nk. kl. 14:00-16:00. Veittar verða viðurkenningar fyrir dugnað og elju og svo eiga auðvitað allir að koma með eitthvað bakkelsi, sætt eða salt, til að leyfa hinum að smakka. Það verður því risahlaðborð eins og venjulega og við ætlum að reyna að varpa ljósmyndum frá tímabilinu upp á tjald svo að allir sjái. Ef fólk á myndir sem það vill deila með öðrum, er það beðið að senda mér þær á svavarg@fsi.is og ég kem þeim í sýningu.
Skemmtilegt væri ef iðkendur gætu komið í einhverjum fatnaði merktum félaginu til að gefa hátíðinni okkar svip. Nánar

Inniæfingar að hefjast

Knattspyrna | 04.10.2010 Nú er veðrið að versna smám saman eftir ótrúlega góðan september. Við ætlum hins vegar ekki að láta deigan síga, heldur halda okkur úti við eins lengi og hægt er og veður leyfir með góðu móti. Það verður síðan í höndum hvers þjálfara fyrir sig hvenær inniæfingar flokkanna hefjast og munu þeir láta sitt fólk vita af breytingum sem verða. Fólk má samt eiga von á útiæfingum eins lengi og hægt er, í bland við inniæfingarnar í vetur, enda fær hver flokkur einungis tvær inniæfingar í viku fyrir utan 4. flokk drengja sem fær þrjár æfingar, vegna gífurlegs fjölda á æfingum.
Æfingatöfluna er að finna hér vinstra megin undir liðnum „Æfingatafla".  Nánar

Æfingatafla vetrarins er komin inn á vefinn

Knattspyrna | 01.10.2010 Þá er hún komin, taflan. Hana er hægt að finna undir "æfingatöflur" hér til vinstri. Nánar

Yfirlýsing frá stjórn BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 30.09.2010 Stjórn BÍ/Bolungarvíkur sendi frá sér yfirlýsingu nú í morgun.

Stjórn knattspyrnudeildar BÍ/Bolungarvíkur og Alfreð Elías Jóhannsson hafa komist að samkomulagi um að Alfreð láti af störfum sem þjálfari meistaraflokks félagsins. Stjórn BÍ/Bolungarvíkur vill þakka Alfreð vel unnin störf í þágu félagsins og óskar honum velfarnaðar í því sem hann tekur sér fyrir hendur.

Stjórn BÍ/Bolungarvíkur
Nánar

Hvar er hann nú? (nr.2)

Knattspyrna | 28.09.2010

"Hvar er hann nú" er liður á bibol.is þar sem fjallað er um fyrrum leikmenn BÍ/Bolungarvíkur og hvar þeir eru staddir í heiminum í dag. Leikmaðurinn sem fjallað verður um í dag er án efa einn sá umdeildasti sem hefur borið merki sameiginlegs liðs Ísfirðinga og Bolvíkinga, bæði innan vallar sem utan. 

Þetta er að sjálfsögðu engin annar en aukaspyrnusérfræðingurinn og miðjumaðurinn litríki Guðmundur Guðjónsson.

Nánar

Emil Pálsson, Andri og Jónmundur í lið ársins

Knattspyrna | 21.09.2010 Emil Pálsson, Andri Rúnar Bjarnason og Jónmundur Grétarsson voru í dag valdir í lið ársins í 2. deild. Það var knattspyrnuvefurinn fotbolti.net sem stóð fyrir valinu en það voru þjálfarar og fyrirliðar liðanna sem völdu liðið. Róbert Örn Óskarsson var valinn varamarkvörður fyrir liðið annað árið í röð og Dalibor Nedic var einnig valinn sem varamaður. Goran Vujic var eini leikmaður BÍ/Bolungarvík sem komst í byrjunarliðið í fyrra. Emil og Andri áttu einnig möguleika á að vera valdnir efnilegasti og besti leikmaðurinn en það fór í skaut leikmanna Víkings frá Ólafsvík. Nýkjörin leikmaður ársins, Sigurgeir Sveinn Gíslason, komst ekki í liðið en fékk nokkur atkvæði.

Lið ársins í 2. deild 2010 Nánar

Sigurgeir Sveinn valinn bestur

Knattspyrna | 20.09.2010 Sigurgeir Sveinn Gíslason var valinn besti leikmaður BÍ/Bolungarvíkur á lokahófi félagsins. Auk hans fékk Andri Rúnar Bjarnason verðlaun fyrir að vera mikilvægasti leikmaðurinn og einnig markahæstur. Emil Pálsson var valinn efnilegastur annað árið í röð. Um 90 manns sóttu lokahófið sem var hið glæsilegasta og einnig veislustjóri kvöldsins, Kristján Jónsson, sem fór hamförum í veislustjórnun. Ýmsar minni viðurkenningar voru gefnar af leikmönnum tengdum skemmtilegum atvikum sumarsins ásamt því að bæjarstjórn Ísafjarðabæjar afhenti liðinu 100. þúsund króna ávísun vegna árangursins í sumar.

Þá er tímabilið 2010 lokið, leikmenn taka sér örstutta pásu áður en þeir fara að hefja undirbúningstímabilið fyrir 1. deild. Bibol.is mun áfram starfa í vetur og fylgjast með leikmönnum liðsins við æfingar. Búast má við fleiri óvenjulegum og skemmtilegum fótboltafréttum í vetur á meðan beðið er eftir næsta sumri. Ætlunin er að fjölga fréttum, auka gæði fréttanna og bæta mögulega við starfsmanni. Á meðal verkefna í vetur er að skoða þann möguleika að senda beint frá útileikjum liðsins á netinu næsta sumar. Nánar

Lokahóf BÍ/Bolungarvíkur

Knattspyrna | 16.09.2010 Lokahóf BÍ/Bolugnarvíkur verður haldið næstkomandi laugardag á veitingastaðnum Við Pollinn. Húsið opnar kl. 19:30 og getur fólk nálgast miða á veitingastaðnum Við Pollinn í síma 456-3360. Miðinn kostar 4000 kr. Fólk er hvatt til að koma og samgleðjast árangri liðsins og ljúka núverandi tímabili með stæl. Nánar

Skástrikið á Sportrásinni

Knattspyrna | 13.09.2010

Sportrásin í umsjón Þórðar Þórðarssonar(Doddi litli) var á dagskrá Rás 2 á sunnudagskvöldið. Þar var Doddi að fara yfir úrslit leikja í 2. deild karla og brá heldur betur í brún þegar hann sá úrslitin frá Sandgerði á laugardag. Doddi gaf sér góðan tíma til að fara á ksi.is og fá þetta staðfest því hann hélt að um prentvillu væri að ræða. Í sama þætti fyrr í sumar var Pétur Magnússon í viðtali og sagði Dodda frá okkar mönnum

Nánar