Fréttir - Knattspyrna

Sumardagskráin að komast á hreint

Knattspyrna | 09.04.2010 Nú er sumarvertíðin að hefjast og við erum búin að setja niður flest mót sem við tökum þátt í þetta sumarið. Dagskráin er ekki fullfrágengin en er svona í stórum dráttum:

8. flokkur stráka og stelpna tekur þátt í Sparisjóðsmótinu í Bolungavík.
7. flokkur stráka fer á Smábæjaleikana á Blönduósi 19.-20. júní. Þá taka þeir þátt í Sparisjóðsmóti UMFB/Landsbankamóti BÍ88 (24.-25. júlí) í Bolungavík/Ísafirði. Hér er samstarfsmót UMFB og BÍ88 þar sem spilaður verður hefðbundinn fótbolti á laugardegi úti í Bolungavík en drullubolti á Ísafirði á sunnudeginum.
7. flokkur stelpna tekur þátt í Sparisjóðsmóti UMFB/Landsbankamóti BÍ88 (24.-25. júlí) í Bolungavík/Ísafirði. Hér er samstarfsmót UMFB og BÍ88 þar sem spilaður verður hefðbundinn fótbolti á laugardegi úti í Bolungavík en drullubolti á Ísafirði á sunnudeginum. Þá fara þær á Pæjumót á Siglufirði dagana 6.-8. ágúst. Þær eru einnig velkomnar á Smábæjaleika á Blönduósi en það yrði þá í samráði við þjálfara og þá helst fyrir þær stúlkur sem kæmust ekki á Siglufjörð. Þar myndu þær að öllum líkindum spila með strákunum í liði ef ekki næðist í stelpnalið.
6. flokkur stráka fer á Íslandsmót en ekki er komin dagsetning á það þegar þetta er ritað. Þá fara þeir suður (væntanlega) og spila nokkra leiki um helgi. Þá fara þeir á Smábæjaleikana á Blönduósi 19.-20. júní. Loks taka þeir þátt í Sparisjóðsmóti UMFB/Landsbankamóti BÍ88 (24.-25. júlí) í Bolungavík/Ísafirði. Hér er samstarfsmót UMFB og BÍ88 þar sem spilaður verður hefðbundinn fótbolti á laugardegi úti í Bolungavík en drullubolti á Ísafirði á sunnudeginum.
6. flokkur stelpna fer á Íslandsmót en ekki er komin dagsetning á það þegar þetta er ritað. Þá fara þær suður (væntanlega) og spila nokkra leiki um helgi. Svo tekur flokkurinn þátt í Sparisjóðsmóti UMFB/Landsbankamóti BÍ88 (24.-25. júlí) í Bolungavík/Ísafirði. Hér er samstarfsmót UMFB og BÍ88 þar sem spilaður verður hefðbundinn fótbolti á laugardegi úti í Bolungavík en drullubolti á Ísafirði á sunnudeginum. Þá fara þær á Pæjumót á Siglufirði dagana 6.-8. ágúst. Þær eru einnig velkomnar á Smábæjaleika á Blönduósi en það yrði þá í samráði við þjálfara og þá helst fyrir þær stúlkur sem kæmust ekki á Siglufjörð. Þar myndu þær að öllum líkindum spila með strákunum í liði ef ekki næðist í stelpnalið.
5. flokkur stráka fer á Íslandsmót og munu ferðast þrjár ferðir í sumar. Uppröðun leikja er hér. Þá er ráðgert að þeir taki þátt í einu móti með jafnöldrum sínum en þjálfari mun ákveða það og auglýsa þegar nær dregur. Loks taka þeir þátt í Sparisjóðsmóti UMFB/Landsbankamóti BÍ88 (24.-25. júlí) í Bolungavík/Ísafirði. Hér er samstarfsmót UMFB og BÍ88 þar sem spilaður verður hefðbundinn fótbolti á laugardegi úti í Bolungavík en drullubolti á Ísafirði á sunnudeginum.
5. flokkur stelpna fer á Íslandsmót og munu ferðast þrjár ferðir í sumar. Uppröðun leikja er hér. Svo tekur flokkurinn þátt í Sparisjóðsmóti UMFB/Landsbankamóti BÍ88 (24.-25. júlí) í Bolungavík/Ísafirði. Hér er samstarfsmót UMFB og BÍ88 þar sem spilaður verður hefðbundinn fótbolti á laugardegi úti í Bolungavík en drullubolti á Ísafirði á sunnudeginum. Þá fara þær á Pæjumót á Siglufirði dagana 6.-8. ágúst. Þær eru einnig velkomnar á Smábæjaleika á Blönduósi en það yrði þá í samráði við þjálfara og þá helst fyrir þær stúlkur sem kæmust ekki á Siglufjörð. Þar myndu þær að öllum líkindum spila með strákunum í liði ef ekki næðist í stelpnalið.
4. flokkur stráka fer á Íslandsmót og munu ferðast þrjár ferðir í sumar. Uppröðun leikja er hér. Loks taka þeir þátt í Sparisjóðsmóti UMFB/Landsbankamóti BÍ88 (24.-25. júlí) í Bolungavík/Ísafirði. Hér er samstarfsmót UMFB og BÍ88 þar sem spilaður verður hefðbundinn fótbolti á laugardegi úti í Bolungavík en drullubolti á Ísafirði á sunnudeginum.
4. flokkur stelpna fer á Íslandsmót og munu ferðast þrjár ferðir í sumar. Uppröðun leikja er hér. Svo tekur flokkurinn þátt í Sparisjóðsmóti UMFB/Landsbankamóti BÍ88 (24.-25. júlí) í Bolungavík/Ísafirði. Hér er samstarfsmót UMFB og BÍ88 þar sem spilaður verður hefðbundinn fótbolti á laugardegi úti í Bolungavík en drullubolti á Ísafirði á sunnudeginum. Þá fara þær á Pæjumót á Siglufirði dagana 6.-8. ágúst. Þær eru einnig velkomnar á Smábæjaleika á Blönduósi en það yrði þá í samráði við þjálfara og þá helst fyrir þær stúlkur sem kæmust ekki á Siglufjörð.
3. flokkur drengja og stúlkna taka þátt í Íslandsmóti í sumar. Leikjaniðurröðun strákanna er hér og stelpnanna hér.

Þetta er mikið prógramm sem er framundan og nú þurfa foreldrar og aðstandendur að fara að hugsa um fjáröflunarleiðir til að létta álagið á pyngjuna. Við minnum á að hver flokkur fyrir sig er eyland, félagið styrkir ekki ferðir að öðru leyti en því að greiða far og uppihald fyrir þjálfara og fararstjóra. við skulum gera okkur þetta auðveldara og finna góðar fjáröflunaleiðir fyrir sumarið. Við viljum líka benda á, að foreldrar hugsi sig nú um og bjóði sig fram í fararstjórn. Ferðir með krökkunum eru skemmtilegar og návistin við krakkana er gefandi og góð fyrir líkama og sál. Það verður enginn verri af þvi að vera fararstjóri svo ekki sé talað um hve vinna þjálfaranna verður auðveldari þegar fararstjórn liggur snemma fyrir.
Nánar

Eimskipamótið - innanhúsmót BÍ88 á næstu grösum

Knattspyrna | 09.04.2010 Eimskipamótið verður haldið helgina 17.-18. apríl nk. í íþróttahúsinu við Torfnes. Gert er ráð fyrir að hefja leik báða dagana kl. 9 stundvíslega. Flokkarnir sem keppa eru 3.-8. flokkur stráka og stelpna og búast má við um 200 keppendum víðs vegar að af Vestfjörðum. Keppt verður í fimm manna liðum og leiktími verður 6-8 mínútur eftir aldursflokkum.
Allir áhugamenn um knattspyrnu eru velkomnir að bera gleðina augum en krökkunum finnst fátt skemmtilegra en að spila fótboltaleiki og því má búast við mikilli leikgleði og fjöri.
Nánari dagskrá verður sett inn á heimasíðuna þegar skráningar verða tilbúnar og mótteknar. Nánar

Lengjubikarinn og æfingaleikur framundan

Knattspyrna | 08.04.2010 Bí/Bolungarvík spilar á morgun í Lengjubikarnum við Ýmir.
Leikurinn fer fram á Akranesi Kl 20.
Á sunnudag spilum við æfingaleik á móti Fjarðabyggð í kórnum kl10 30. Nánar

Styrktarball BÍ/Bolungarvík í kvöld

Knattspyrna | 02.04.2010 Styrktarball BÍ/Bol - Ingó og Veðurguðirnir
Edinborgarhúsið 
2. apríl 2010 23:55 Nánar

Tap í Dag

Knattspyrna | 01.04.2010 Bí/Bolungarvík tapaði í dag fyrir Augnablik 2-1. Mark okkar skoraði Þorgeir Jónsson.  Þessi leikur var ekki upp á marga fiska af okkar hálfu.
Byrjunarlið okkar í dag:
                                 Róbert
Hafþór         Guðni Páll         Guðmundur       Gunnlaugur
                               Sigþór
Addi            Matthías           Sigurgeir           Andri
                             Þorgeir

Inná komu:
Hinrik fyrir Gunnlaug.
Ásgeir fyrir Sigþór.
Pétur Geir og Óttar eru lítillega meiddir og Gunnar var vant við látin.

Þetta var síðasti leikur okkar í þessari æfingaferð en við erum búnir að spila 3 leiki á 7 dögum.
Nánar

Slæm tíðindi fyrir Bí/Bolungarvík.

Knattspyrna | 30.03.2010 Það er ljóst að Goran Vujic spilar ekki meira með Bí/Bolungarvík þetta tímabil  eftir að það kom í ljós að hann er með slitið krossband. Goran er búinn að vera tvö tímabil hjá Bí/Bolungarvík, spila 39 leiki og skora 21 mark. Það er ljóst að þetta er mikil missir fyrir okkur.

    Nánar

Sigur í æfingaleik

Knattspyrna | 29.03.2010 Bí/Bolungarvík sigraði Ými í æfingaleik í kvöld 5-1.
Mörk liðsins skoruðu Matthías, Gunnar, Pétur Runólfsson, Pétur Geir og Andri.
Byrjunarlið kvöldsins var:
                                   Róbert
Hinrik         Guðmundur            Guðni Páll        Gunnlaugur
                                  Sigþór
Addi           Matthías                Gunnar             Andri

                               Pétur Geir


Allir fengu að spreyta sig í kvöld nema Þorgeir sem er lítillega meiddur
Inná komu:
Pétur Run fyrir Gunnar.
Sigurgeir fyrir Guðna Pál.
Óttar fyrir Adda.
Ásgeir fyrir Hinrik.
Hafþór fyrir Gunnlaug.

      Nánar

Æfingaleikur í kvöld

Knattspyrna | 29.03.2010

BÍ/Bolungarvík spilar æfingaleik í kvöld við Ýmir en leikurinn fer fram í kórnum Kl 19 30.

Nánar

Æfingaleikur í kvöld

Knattspyrna | 29.03.2010

BÍ/Bolungarvík spilar æfingaleik í kvöld við Ýmir en leikurinn fer fram í kórnum Kl 19 30.

Nánar

Sigur í kvöld

Knattspyrna | 27.03.2010

BÍ/Bolungarvík heldur sigurgöngu sinni áfram í Lengjubikarnum eftir 4-2 sigur gegn KV. Okkar menn mættu grimmir til leiks og náðu forystu snemma leiks með marki Alfreðs. Næst var það Andri sem skoraði. Á síðustu andartökum fyrri hálfleiks bætti svo Pétur Geir þriðja markinu við.  Staðan var vænleg fyrir okkar menn í hálfleik 3-0.

Nánar