Fréttir - Körfubolti

Vel heppnað lokamót þeirra yngstu

Körfubolti | 01.05.2019
Eldri hópurinn (3.-6.bekkur) sem keppti á Húsasmiðjumótinu 2019.
Eldri hópurinn (3.-6.bekkur) sem keppti á Húsasmiðjumótinu 2019.
1 af 2

Það var svo sannarlega mikið stuð á körfuboltamóti yngstu iðkendanna í Kkd. sem fram fór í íþróttahúsinu Torfnesi á mánudag. Þetta síðasta innanfélagsmót vetrarins er kennt við Húsasmiðjuna, sem er einn af styrktaraðilum körfunnar, en einnig lagði N1 mótshöldurðum lið að þessu sinni. Yngstu aldurshóparnir eru nú farnir í sumarfrí frá hefðbundnum vetraræfingum þótt margt skemmtilegt eigi þó eftir að dúkka upp þegar líður á sumarið.

Nánar

Húsasmiðjumótið í dag

Körfubolti | 29.04.2019
Hið skemmtilega Húsasmiðjumót fer fram á Torfnesi í dag, mánudag.
Hið skemmtilega Húsasmiðjumót fer fram á Torfnesi í dag, mánudag.

Hið árlega Húsasmiðjumót fer fram í íþróttahúsinu á Torfnesi í dag, en það er innanfélagsmót Kkd. Vestra og Húsasmiðjunnar, ætlað krökkum í 1.-6. bekk. Allir kátir krakkar á þessum aldri eru velkomnir en um er að ræða hraðmót þar sem stigin eru ekki talin og fara allir heim með smáræðis sumarglaðning í boði N1.

Nánar

Konur í meirihluta stjórnar körfunnar

Körfubolti | 26.04.2019
Nýkjörin stjórn og varamaður Kkd. Vestra: Harpa Guðmundsdóttir, Ingi Björn Guðnason, Birna Lárusdóttir, Ingólfur Þorleifsson, Helga Salóme Ingimarsdóttir og Gunnlaugur Gunnlaugsson, varamaður.
Nýkjörin stjórn og varamaður Kkd. Vestra: Harpa Guðmundsdóttir, Ingi Björn Guðnason, Birna Lárusdóttir, Ingólfur Þorleifsson, Helga Salóme Ingimarsdóttir og Gunnlaugur Gunnlaugsson, varamaður.

Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar Vestra var haldinn í Vinnuverinu á Ísafirði síðasta vetrardag, 24. apríl. Kosið var í stjórn og er hún að mestu skipuð fulltrúum sem hafa setið um nokkra hríð í stjórn deildarinnar. Konur eru nú í fyrsta sinn meirihluti stjórnar Kkd. Vestra.

Nánar

Vestri sigraði Scania Cup

Körfubolti | 22.04.2019
Sigurreifir Vestramenn eftir verðlaunaafhendingu!
Sigurreifir Vestramenn eftir verðlaunaafhendingu!
1 af 4

Drengjaflokkur Vestra sigraði í dag hið sterka Scania Cup mót í Svíþjóð í sínum aldursflokki eftir frækilegan sigur á norska liðinu Ulriken Eagles 58-60.

Nánar

Vestri á Scania Cup

Körfubolti | 19.04.2019
Sameiginlegt lið Vestra og Snæfells á Scania Cup 2019. Nebojsa Knezevic er þjálfari liðsins en honum til aðstoðar er Hallgrímur Kjartansson.
Sameiginlegt lið Vestra og Snæfells á Scania Cup 2019. Nebojsa Knezevic er þjálfari liðsins en honum til aðstoðar er Hallgrímur Kjartansson.

Í dag hófu liðsmenn úr drengjaflokki Kkd. Vestra keppni á Scania Cup mótinu, sem fram fer í Södertalje í Svíþjóð um páskahelgina. Tveir leikir voru á dagskrá Vestramanna á fyrsta degi mótsins og vannst stór og góður sigur á finnska liðinu Rauma Basket, 102-33, en hinir sænsku AIK Basket komu sterkari til leiks og lönduðu sigri, 74-53.

Nánar

Uppskeruhátíð Krílakörfunnar

Körfubolti | 18.04.2019
Krakkarnir með Dagnýju og Dagbjörtu eftir afhendingu viðurkenningarskjalanna.
Krakkarnir með Dagnýju og Dagbjörtu eftir afhendingu viðurkenningarskjalanna.
1 af 3

Í vikunni fór fram uppskeruhátíð Krílakörfu Vestra en það eru börn sem fædd eru 2013 og 2014. Á bilinu 10-15 krakkar hafa mætt samviskusamlega á æfingar í allan vetur undir stjórn Dagnýjar Finnbjörnsdóttur, þjálfara og Dagbjartar Óskar Jóhannsdóttur aðstoðarþjálfara.

Nánar

Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar 2019

Körfubolti | 17.04.2019
Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar Vestra fer fram miðvikudaginn 24. apríl.
Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar Vestra fer fram miðvikudaginn 24. apríl.

Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar Vestra 2019 verður haldinn miðvikudaginn 24. apríl. Fundurinn fer fram í Vinnuveri, Suðurgötu 9 á Ísafirði og hefst kl. 17:00.

Nánar

Fullt af körfubolta í dymbilviku

Körfubolti | 12.04.2019
Stelpurnar í stúlknaflokkur,10. og 9. flokki Vestra verða önnum kafnar fram að páskum en framundan hjá þeim eru fjórir heimaleikir.
Stelpurnar í stúlknaflokkur,10. og 9. flokki Vestra verða önnum kafnar fram að páskum en framundan hjá þeim eru fjórir heimaleikir.
1 af 2

Elstu liðsmenn yngri flokka Kkd. Vestra eru svo sannarlega ekki komnir í páskafrí því samtals eru sjö heimaleikir framundan fyrir páska, jafnt hjá stúlkum sem drengjum. Það er því sannkölluð körfuboltaveisla framundan næstu daga hjá yngri flokkunum.

Nánar

Flaggskipið burstaði Kormák með þremur stigum

Körfubolti | 07.04.2019
Sigurlið Vestra í leiknum
Sigurlið Vestra í leiknum

Flaggskip Vestra lék lokaleik sinn í 3. deildinni í gær á Hvammstanga á móti heimamönnum í Kormáki. 

Nánar

Fimm í landslið Íslands

Körfubolti | 29.03.2019
Hilmir Hallgrímsson, Hugi Hallgrímsson, Helena Haraldsdóttir og Friðrik Heiðar Vignisson voru í dag valin í U16 og U18 landslið KKÍ.
Hilmir Hallgrímsson, Hugi Hallgrímsson, Helena Haraldsdóttir og Friðrik Heiðar Vignisson voru í dag valin í U16 og U18 landslið KKÍ.

Körfuknattleiksdeild Vestra mun eiga fimm liðsmenn í yngri landsliðum Íslands á komandi sumri en í dag tilkynnti Körfuknattleikssamband Íslands um val þjálfara í lokahópa U16 og U18 landsliðanna. Bræðurnir Hilmir og Hugi Hallgrímssynir voru valdir í 12 manna hóp U18 karla en þar eru þeir á yngra ári. Helena Haraldsdóttir var valin í 12 manna hóp í U16 kvenna og Friðrik Heiðar Vignisson komst í 12 manna hóp U16 karla. Áður hafði verið tilkynnt um að Gréta Proppé yrði í 18 manna hóp U15 kvenna í sumar.

Nánar