Fréttir - Körfubolti

Drengjaflokkur tapaði heima gegn Snæfell/Skallagrímur

Körfubolti | 29.01.2010
Þetta er að koma, hænuskref....
Þetta er að koma, hænuskref....
Drengjaflokkur KFÍ tók á móti liði Snæfells/Skallagríms í gærkvöld og tapaði leiknum 73-82. Strákarnir stóðu sig vel í leiknum lengstum, en áttu það til að drippla of mikið og taka skot sem hefðu að ósekju mátt vera nær körfunni. Það er þó greinilegt að lið KFÍ hefur lært mikið í vetur og fer leikur þess batnandi. Þó er einstaklingframtakið of áberandi enn og meira þarf að gera til þess að láta leikinn flæða meira. Nánar

Er nauðsynlegt að skjóta þá?

Körfubolti | 29.01.2010
Hver myndi skjóta þennan?
Hver myndi skjóta þennan?

KFÍ mótmælir þeirri ómannúðlegu stefnu stjórnvalda "að skjóta fyrst og spyrja svo" þegar kemur að mögulegum tvíförum ástsæls lukkudýrs okkar KFÍ manna.  Nú hafa borist þær fregnir að ung birna hafi verið felld fyrir Norðan.  Hér eru ekki allir vissir um hverra manna þessi björn var en vissulega var lukkudýrið okkar ekki eins stórt og fullvaxið karldýr og því óttast margir hið versta.  

Eftir ítrekaðar fréttir af sviplegum endi á ferðum þessara dýra á Norðurlandi, þarf engan að undra að lukkudýr okkar skuli ekki enn hafa þorað að koma heim af flakki því sem það lagði upp í fyrir um 5 árum.  Við höfum þó ekki gefið upp alla von og skorum á stjórnvöld að leyfa fulltrúa KFÍ að fá tækifæri til þess að bera kennsl á dýrið ef svo óheppilega skyldi vilja til að þarna sé þá komið okkar lukkudýr.

Nánar

Myndir frá leik Hauka og KFÍ.

Körfubolti | 24.01.2010
Myndir frá karfan.is
Myndir frá karfan.is

Okkur er sönn ánægja að birta hér tengil á myndir sem Tomasz Kolodziejski tók fyrir karfan.is á leik Hauka og KFÍ. hér er linkurinn

Nánar

11.flokkur steinlá í Grafarvogi

Körfubolti | 23.01.2010
Klærnar voru ekki nógu beittar í dag
Klærnar voru ekki nógu beittar í dag

Við vorum að fá fréttir af því að Fjölnir hafi tekið okkur í kennslusund í hvernig eigi að spila köfubolta. Lokatölur 83-41. En það sem við höfum frétt er að Gummi hafi meiðst illa á fingri og Sigmundeur fór af velli með 5 villur og þar með báðir leikstjórnendur okkar frá, en það skipti ekki öllu í þessum ósigri. Við vonum að Gummi sé ekki illa slasaður og minnum aðra á að æfing skapar meistara :) Algjör óþarfi að gráta Bjössa bónda, hann er í fínu lagi og kemur til leiks næst. Nú er bara næsta verkefni. Fjölnisstrákarnir mikið betri í dag og á morgun er nýr dagur :)

Áfram KFÍ.

Nánar

Öruggur sigur gegn Grindavík

Körfubolti | 23.01.2010
Við eigum góða drengi í KFÍ :)
Við eigum góða drengi í KFÍ :)
Rétt í þessu voru strákarnir í drengjaflokk að sigra Grindavík. Lokatölur 74-54 :) meira frá leiknum í kvöld, en nú kl.19.00 eru strákarnir í 11.flokk að fara að keppa við Fjölni í bikarkeppni KKÍ. Leikurinn er í Grafarvogi.  Nánar

Einir á toppnum eftir sigur á Haukum.

Körfubolti | 22.01.2010
"Craigsterinn" flaug hreinlega í þessum leik
1 af 5
KFÍ er komið á toppinn eftir frækinn sigur gegn Haukum frá Hafnarfirði og okkur finnst ekkert sérstaklega kalt þarna uppi enda komnir af Jakanum.

Fyrirfram vissum við að þetta yrði hörkurimma og bæði lið myndi selja sig dýrt. Þetta rættist og frá yfrstu mínútum byrjaði fjörið. Efitr mjög jafna byrjun þar sem bæði lið voru að þreyfa á hvort öðru náðum við góðum spretti og vorum komnir í 14-6 og fimm mínútur búnar af leiknum, en þá komu Haukar til baka og náðu að jafna leikinn og staðan eftir fyrsta leikhluta 19-19. 
Nánar

KFÍ berst liðstyrkur!

Körfubolti | 21.01.2010
Atli Rafn Hreinsson
Atli Rafn Hreinsson

Það er sönn ánægja að segja frá því að Atli Rafn Hreinsson hefur ákveðið að ganga til liðs við KFÍ.  Atli er framherji sem mun styrkja hóp okkar verulega.  Hann hlaut uppeldi sitt í Snæfelli og hefur verið í yngriflokka landsliðum Íslands.  Fyrst uppeldi er nefnt hér, er ekki úr vegi að nefna það að Atli er sonur þekkts körfuknattleiksmanns, Hreins Þorkelssonar, sem er nýráðinn áfangastjóri MÍ.   Hjá KFÍ hittir hann svo fyrir bróður sinn Hlyn Hreinsson sem fluttist til Ísafjarðar nýlega og hefur einmitt stimplað sig skemmtilega inn í drengjaflokk KFÍ.

Við bjóðum Atla Rafn velkominn til leiks með KFÍ!

Nánar

Auðveldur sigur gegn Hrunamönnum.

Körfubolti | 17.01.2010
Igor átti góðan leik á móti Hrunamönnum
Igor átti góðan leik á móti Hrunamönnum
Það var aðeins á smá kafla í fyrri hálfleik sem Hrunamenn stóðu í leikmönnum KFÍ. Þá börðust þeir vel og voru að sækja vel að körfunni og náðu meðal annars að snúa 16-6 í 19-16. En Adam var ekki lengi á Jakanum og greinilegt að Jakinn hafi reynst of kaldur ef marka má bæði vítanýtingu og tapaða bolta drengjanna frá Flúðum og vilja þeir eflaust gleyma þessum leik sem fyrst. Vítanýring gestanna var 35% (6/17) og tapaðir boltar 31 ! En þess má þó geta að góð vörn KFÍ þröngvaði Hrunamenn til að kasta boltanum frá sér. Lokatölur 95-65
Nánar

Bein útsending hefst kl 19.05

Körfubolti | 17.01.2010 Góðir hálsar. bein útsending frá leik KFÍ og Hrunamanna hefst stundvíslega kl.19.05 og er hægt að haka sig inn hér www.kfi.is/ibeinni

Það verður látúnsbarkinn Gaui. Þ sem lýsir og tæknitröllið Jabob Einar höndlar tæknimál á meðan Gautru Arnar Gauason sveiflar sér á myndavélinni :) Nánar

Tap gegn Njarðvík í bikarnum

Körfubolti | 17.01.2010
Stelpurnar í 10. flokki
Stelpurnar í 10. flokki
Stúlkurnar okkar í 10. flokki töpuðu fyrir sterku liði Njarðvíkur 26-56. Nánar