Nú er það staðfest að Igor Tratnik og Crag Schoen koma aftur til KFÍ eftir sumarfrí. Þeir skrifuðu báðir undir samning við okkur og er mikil ánægja með það hjá öllum í félaginu enda toppleikmenn og ekki síður frábærir drengir þar á ferð. Þetta verður þá þriðja tímabil Craig hjá okkur og er hann orðinn íbúi Ísafjarðarbæjar og stoltur af því líkt og Igor, sem kann mjög vel við sig hér og hlakkar til að mæta hér fyrir átök næsta vetrar.
Nánar