Fréttir - Körfubolti

Sigur gegn Stjörnunni í drengjaflokki

Körfubolti | 01.03.2010
Gummi var stigahæstur í leiknum með 20 stig.
Gummi var stigahæstur í leiknum með 20 stig.
Piltarnir í drengjaflokki unnu nokkuð öruggan sigur gegn Stjörnunni, lokatölur 66-58.

Stjörnumenn skoruðu fyrstu körfu leiksins en KFÍ svarar með 7 stigum í röð og hélt forystunni út leikinn.  Við náðum aldrei að hrista Stjörnumennina almennilega af okkur en þeir börðust vel og hengu alltaf inni í leiknum.  Staðan eftir fyrsta fjórðung 15-12, 33-27 í hálfleik, 50-39 eftir þriðja og vorum við komnir í 17 stiga forystu um miðjan 4. fjórðung.  Þá tóku Stjörnumen aðeins við sér og löguðu stöðunu og enduðu leikar 66-58 eins og áður segir. Nánar

KFÍ 1. deildarmeistarar!

Körfubolti | 28.02.2010
Flaggað - Deildarmeistarar 2010
Flaggað - Deildarmeistarar 2010
1 af 8

KFÍ tryggði sér 1.deildartitilinn með öruggum sigri á ÍA, 112-58 og eru því komnir upp í Iceland Express deildina.

Það var ljóst frá byrjun að KFÍ ætlaði sér að tryggja sér sætið í kvöld. Þeir komu ákveðnir til leiks og eftir smá hikst í byrjun þá fór staðan úr 8-4 í 16-4 og var Craig að stjórna leiknum eins herforingi. KFÍ skipti ört og voru þeir sem komu inn tilbúnir í að spila stífa vörn. Staðan eftir fyrsta leikhluta 30-15.

Nánar

KFÍ-ÍA á sunnudagskvöld 28. febrúar

Körfubolti | 25.02.2010
,,Já við getum
,,Já við getum" :)
Á sunnudagskvöldið n.k. koma strákarnir frá ÍA í heimsókn og er leikurinn gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið. Ef KFÍ sigrar í leiknum þá erum við búnir að tryggja okkur sæti Í Iceland Express  deildinni næsta vetur. Á sama tíma er hver leikur fyrir ÍA mikilvægur þar sem þeir eru að reyna að halda sér uppi í 1. deild, en ÍA og Ármann berjast um fallið niður með Hrunamönnum. Leikurinn hefst kl. 19.15 og verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu fyrir þá sem ekki komast á leikinn. Nánar

Drengjaflokkur tekur á móti Stjörnunni úr Garðabæ.

Körfubolti | 23.02.2010
Strákarnir eru að stækka og vert að missa ekki af því að sjá þá áður en þeir eru orðnir fullorðnir :)
Strákarnir eru að stækka og vert að missa ekki af því að sjá þá áður en þeir eru orðnir fullorðnir :)
Strákarnir úr drengjaflokk taka á móti Stjörnunni á laugardag 27 feb. og hefst leikurinn kl. 13.00. Þeir hafa staðið sig vel í vetur og verður mjög gaman að sjá leikinn og skorum við á fólk að koma og líta á efniviðinn okkar, þeir eru þess virði !!!

Áfram KFÍ  Nánar

Gaui spáir hörkuleikjum í bikarúrslitinum í dag!

Körfubolti | 20.02.2010

Rétt í þessu var að birtast viðtal við Gauja á karfan.is.  Enginn er spámaður í sínu heimalandi og fréttaritari kfi.is hallast að því að Guðjón hafi haft það í huga þegar hann nefnir ekki hvort liðið muni sigra.  Það er samt líklega mikið til í spádómnum um að þetta verði hörkuspennandi leikir, bæði í kvenna og karlaúslitunum, og körfuboltaáhugamönnum óhætt að búa sig undir mikla skemmtunn í dag.

Gaui getur þess í lok viðtals að KFÍ fólk verði á Suðureyri að fylgjast með leikjunum í beinni.  Leikmenn og aðstandendur liðsins ætla að koma saman á veitingastaðnum Talisman og má vænta þess að þar náist góð stemning.  Óskum við öllum góðrar skemmtunnar í dag.

Nánar

KFÍ skrefi nær Iceland Express deildinni

Körfubolti | 13.02.2010
Igor er á flugi þessa dagana. Mynd Halldór Sveinbjörnsson
Igor er á flugi þessa dagana. Mynd Halldór Sveinbjörnsson

KFÍ komst einu skrefinu nær Iceland Express deildinni í kvöld eftir baráttusigur gegn Skallagrím í Borgarnesi. Lokatölur 76-77 ! Igor Tratnik var í stuði og skoraði 33 stig og var með 14 fráköst og 5 stoðsendingar og var langstigahæstur drengjanna. Annar var þetta góð vörn sem skóp þennan sigur og var liðsheildin sterk. Nú eru þrír leikir eftir hjá KFÍ og þurfum við einn sigur í viðbót til þess að komast beint upp um deild.

Næsti leikur KFÍ er sunnudagskvöldið 28 febrúar gegn spræku liði ÍA og geta með sigri þar tryggt sér sæti í efstu deild :) En það ber að geta þess að enginn er byrjaður að fagna enn. Við þurfum að einbeita okkur og missa ekki sjónar á takmarkinu. Einn leikur í einu er málið og allir leikir eru mikilvægir.

Það má gera ráð fyrir að fullt verði út úr dyrum á þessum leik og er mikil stemning í Ísafjarðarbæ.

Áfram KFÍ.

Nánar

Meistaraflokkur KFÍ leikur gegn Skallagrím á föstudagskvöld.

Körfubolti | 11.02.2010
Áfram KFÍ
Áfram KFÍ
Strákarnir í meistaraflokk eru að leggja í ferð til Borgarnes á morgun og keppa við lið Skallagríms. Það er ætíð erfitt að keppa í Borgarnesi og áhorfendur þar eru með þeim skemmtilegustu á landinu. Það er okkar von að einhverjir Vestfirðingar komi  í Borgarnes og styðji við bakið á okkar drengjum.

Þetta verður án efa hörkuviðureign og má ekki gleyma því að þeir fóru illa með okkur í leiknum heima á Jakanum fyrr í vetur og unnu verðskuldaðan sigur. Það eru topp leikmenn þarna í báðum liðum, en það er hugur í okkar strákum að hefna ófaranna síðan síðast :)

Áfram KFÍ.  Nánar

10. flokkur stúlkna vann alla sína leiki

Körfubolti | 08.02.2010
10. flokkur stúlkna frá því fyrr í vetur
10. flokkur stúlkna frá því fyrr í vetur
10. flokkur stúlkna fór í Varmahlíð um helgina til að taka þátt í fjölliðamóti, c-riðli.  Stúlkurnar gerðu mjög góða ferð og unnu alla sína leiki.  Ferðasagan hér i meira. Nánar

KFÍ sigur!

Körfubolti | 07.02.2010
Igor í leiftursnúningi (mynd Halldór Sveinbjörnsson)
Igor í leiftursnúningi (mynd Halldór Sveinbjörnsson)
1 af 7

Leikmenn KFÍ mættu tilbúnir og hungraðir í þennan mikilvæga leik.  Strax í fyrsta leikhluta var tóninn gefinn og staðan eftir hann var 23 - 8 heimamönnum í vil.  Ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir gestina.  KFÍ liðið hélt einbeitingu sinni og varðist tilraunum Vals til þess að komast aftur inn í leikinn og að lokum fóru leikar svo að sannfærandi sigur KFÍ var í höfn, 89-65!  KFÍ situr örugglega á toppnum í fyrsta sæti 1. deildar og héðan af verður ekki lituð um öxl.  Frábær leikur og góð skemmtun fyrir áhorfendur.

Nánar

Drengjaflokkur - Auðveldur sigur gegn Val

Körfubolti | 07.02.2010
Gautur átti stórleik með 20 stig.
Gautur átti stórleik með 20 stig.

Drengjaflokkur vann auðveldan sigur gegn Völsurum 106-54. Eins og lokatölur gefa til kynna var þetta nokkuð mikil einstefna, nokkuð mikil breyting frá fyrri leik þessara liða sem fór í 4 framlengingar. Munar að vísu aðeins um Togga fyrir Valsarana.

Nánar