KFÍ tryggði sér 1.deildartitilinn með öruggum sigri á ÍA, 112-58 og eru því komnir upp í Iceland Express deildina.
Það var ljóst frá byrjun að KFÍ ætlaði sér að tryggja sér sætið í kvöld. Þeir komu ákveðnir til leiks og eftir smá hikst í byrjun þá fór staðan úr 8-4 í 16-4 og var Craig að stjórna leiknum eins herforingi. KFÍ skipti ört og voru þeir sem komu inn tilbúnir í að spila stífa vörn. Staðan eftir fyrsta leikhluta 30-15.
NánarRétt í þessu var að birtast viðtal við Gauja á karfan.is. Enginn er spámaður í sínu heimalandi og fréttaritari kfi.is hallast að því að Guðjón hafi haft það í huga þegar hann nefnir ekki hvort liðið muni sigra. Það er samt líklega mikið til í spádómnum um að þetta verði hörkuspennandi leikir, bæði í kvenna og karlaúslitunum, og körfuboltaáhugamönnum óhætt að búa sig undir mikla skemmtunn í dag.
Gaui getur þess í lok viðtals að KFÍ fólk verði á Suðureyri að fylgjast með leikjunum í beinni. Leikmenn og aðstandendur liðsins ætla að koma saman á veitingastaðnum Talisman og má vænta þess að þar náist góð stemning. Óskum við öllum góðrar skemmtunnar í dag.
KFÍ komst einu skrefinu nær Iceland Express deildinni í kvöld eftir baráttusigur gegn Skallagrím í Borgarnesi. Lokatölur 76-77 ! Igor Tratnik var í stuði og skoraði 33 stig og var með 14 fráköst og 5 stoðsendingar og var langstigahæstur drengjanna. Annar var þetta góð vörn sem skóp þennan sigur og var liðsheildin sterk. Nú eru þrír leikir eftir hjá KFÍ og þurfum við einn sigur í viðbót til þess að komast beint upp um deild.
Næsti leikur KFÍ er sunnudagskvöldið 28 febrúar gegn spræku liði ÍA og geta með sigri þar tryggt sér sæti í efstu deild :) En það ber að geta þess að enginn er byrjaður að fagna enn. Við þurfum að einbeita okkur og missa ekki sjónar á takmarkinu. Einn leikur í einu er málið og allir leikir eru mikilvægir.
Það má gera ráð fyrir að fullt verði út úr dyrum á þessum leik og er mikil stemning í Ísafjarðarbæ.
Áfram KFÍ.
NánarLeikmenn KFÍ mættu tilbúnir og hungraðir í þennan mikilvæga leik. Strax í fyrsta leikhluta var tóninn gefinn og staðan eftir hann var 23 - 8 heimamönnum í vil. Ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir gestina. KFÍ liðið hélt einbeitingu sinni og varðist tilraunum Vals til þess að komast aftur inn í leikinn og að lokum fóru leikar svo að sannfærandi sigur KFÍ var í höfn, 89-65! KFÍ situr örugglega á toppnum í fyrsta sæti 1. deildar og héðan af verður ekki lituð um öxl. Frábær leikur og góð skemmtun fyrir áhorfendur.
NánarDrengjaflokkur vann auðveldan sigur gegn Völsurum 106-54. Eins og lokatölur gefa til kynna var þetta nokkuð mikil einstefna, nokkuð mikil breyting frá fyrri leik þessara liða sem fór í 4 framlengingar. Munar að vísu aðeins um Togga fyrir Valsarana.
NánarÞað eru gleðilegar fréttir fyrir KFÍ að Almar Guðbrandsson frá Keflavík hefur ákveðið að flytja vestur til okkar. Strákurinn er 19 ára og 208 cm á hæð og hefur spilað fyrir lið Keflavíkur allan sinn feril. Almar er kominn til að vera og bjóðum við hann hjartanlega velkominn. ,,Góðir hlutir gerast seint" og ,,Dropinn holar steininn" er oft sagt. Svo er hér hjá KFÍ, en við höfum ætíð haft það að leiðarljósi að styrkja okkur með íslenskum leikmönnum. Sú er að verða raunin og fögnum við þeirri þróun mjög.
Nánar