KFÍ sigraði Ármann örugglega nú fyrr í kvöld, 85-58. Það var ekki mikil mótspyrna frá liði Ármanns í kvöld. Igor sýndi enn og aftur hversu góður leikmaður hann er. Hann tróð eins og óður væri og hleypti salnum upp. Svona tilþrif eru kærkomin á Jakanum. Það er gaman að segja frá því að allir leikmenn skoruðu og liðsheildin var frábær. Vörnin small og bros á hverju andliti. Nú er bikarinn kominn til okkar og undirbúningur á fullu fyrir næsta tímabil :)
Strákarnir eru flottir og skemmtilegur dagur sð kveldi kominn. Næsta stóra verkefni eru Körfuboltabúðir KFÍ 2010 !!!
Áfram KFÍ.
NánarUndirbúningur æfingabúðanna í sumar er í fullum gangi og nú höfum við fengið staðfestingu frá Alejandro Martínez Plasencia um að hann sé væntanlegur í búðirnar. Alajandro Martínez er aðalþjálfari U18 ára landsliðs Spánar sem lenti í 5. sæti í Evrópukeppninni í ágúst 2009. Auk þessa þá þjálfar hann lið Laguna Canarias á Tenerife sem er í Adecco LEB oro deildinni á Spáni.
Það er augljóslega mikill fengur að fá þjálfara með slíka reynslu og þekkingu til liðs við okkur í sumar. Að öllu óbreyttu munu búðirnar hefjast 6. júní og munum við á allra næstu dögum tilkynna endanlega staðfesta dagsetningu og birta um leið hvar og hvernig leggja skuli pantanir inn. Stefnir allt í spennandi körfuboltabúðir á Ísafirði í júní 2010!
Hér er viðtal sem var á karfan.is s.l. föstudag og birtum við það hér fyrir okkar lesendur:
Ísfirðingar mæta í Þorlákshöfn í kvöld og leika þar gegn heimamönnum í Þór í 1. deild karla. KFÍ tryggði sér á dögunum sæti í Iceland Express deild karla á næstu leiktíð en liðið á samt tvo leiki eftir í deildarkeppni 1. deildar, gegn Þór í kvöld og svo á heimavelli gegn Ármenningum í síðustu umferð. Karfan.is setti í samband við Hr. Körfubolta á Ísafirði en sá er betur þekktur sem Guðjón Þorsteinsson en hann á von á því að Haukar komi með KFÍ upp í úrvalsdeild.
Nánar