Fréttir - Körfubolti

Fyrsti leikur á nýju ári á Akureyri

Körfubolti | 07.01.2010
Craig er tilbúinn
Craig er tilbúinn
Jæja gott fólk þá byrjar fjörið aftur eftir langt frí. Fyrsti leikur á nýju ári er gegn Þór frá Akureyri annað kvöld og hefst leikurinn kl.19.15 og fer hann fram í Síðuskóla. Þórsarar hafa styrkst frá því við spiluðum gegn þeim fyrr í haust og eru þeir Óðinn Ásgeirsson og Hrafn Jóhannesson byrjaðir aftur sem er gaman fyrir körfuna.
Þetta eru góðir körfuboltamenn og verður alveg örugglega erfiður leikur framundan hjá okkar mönnum. Við munum koma með fréttir af leiknum eins fljótt og við getum, en bendum óþólinmóðum stuðningsmönnum KFÍ að hægt er að fylgjast með tölfræðinni frá leiknum jafnóðum og eitthvað er að gerast á þessum link hér þegar leikurinn hefst http://kki.is/widgets_home.asp Nánar

KFÍ býður Hlyn Hreinsson og Hrein Þorkelsson velkomna.

Körfubolti | 03.01.2010

Hinn ungi og efnilegi Hlynur Hreinsson sem hefur spilað fyrir Snæfell í Stykkishólmi er kominn á Jakann og fór á sína fyrsu æfingu í dag. Hlynur sem er bakvörður er einn af strákunum sem var í æfingabúðum KFÍ s.l. sumar og vorum við hrifin af piltinum. Hann er 17 ára og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér og er góð viðbót við KFÍ.

Þess má geta hér að faðir Hlyns, Hreinn Þorkelsson er fluttur vestur og er við störf í Menntaskólanum á Ísafirði. Það er því tvöföld gleði hjá félaginu og eru þeir feðgar hér með boðnir hjartanlega velkomnir í KFÍ fjölskylduna :)

Nánar

Gleðilegt nýtt ár og þakkir fyrir gamalt og gott :)

Körfubolti | 03.01.2010
Gleðilegt nýtt ár
Gleðilegt nýtt ár
Körfuboltafélag Ísafjarðar óskar öllum landsmönnum sem og þeim sem lengra eru gleðilegs nýs árs og þakkar öllum fyrir árið sem liðið er. Það er von okkar að allar óskir verði uppfylltar, en ekki gleyma því að til þess að svo verði þarf dugnað og áræðni. Og um fram allt jákvæðni !!

KFÍ basketball club wishes all a very happy new year and we want to thank all for a great  basketball year. May all your wishes come true.
  Nánar

GLEÐILEG JÓL

Körfubolti | 25.12.2009
Jólin 2009. Mynd Halldór Sveinbjörnsson
Jólin 2009. Mynd Halldór Sveinbjörnsson
KFÍ fjölskyldan vill bjóða öllum gleiðilegra jóla og hafið það sem allra best í faðmi fjölskyldna og vina Nánar

Sparisjóðnum veitt þakkarskjal.

Körfubolti | 25.12.2009
Hér eru krakkarnir með Óðni, Gaua, Borce og Helga að afhenda Kötu og Öldu skjalið. Mynd Halldór Sveinbjörnsson
Hér eru krakkarnir með Óðni, Gaua, Borce og Helga að afhenda Kötu og Öldu skjalið. Mynd Halldór Sveinbjörnsson
1 af 2
Í gær aðfangadag var hinn hefðbundni jólakörfubolti KFÍ og voru um 100 manns sem lögðu leið sína til að taka þátt og fylgjast með. KFÍ fjölskyldan ákvað við þetta tækifæri að kalla til þær Katrínu Skúladóttur og Öldu Agnesi Gylfadóttur frá Sparisjóðnum hér heima í SPVF og afhenda þeim þakkarskjal fyrir ómetanlegt framlag við að láta æfingabúðir KFÍ verða að veruleika s.l. sumar. Án svona frábærra fyrirtækja þá væri ekki hægt að ráðast í svona metnaðarfull verkefni.

Áfram karfa. Nánar

Jólakörfubolti hjá KFÍ

Körfubolti | 23.12.2009 Hóhóhó.....

Kallað er til jólakörfuboltans á aðfangadag eins og gert hefur verið til tugi ára. Við byrjum kl.11.00-12.00 með yngstu iðkendur okkar og verður farið í ýmsa leiki og er von á "óvæntum" gesti þar á svæðið sem mun gefa krökkunum eitthvað lítilræði

Eldri iðkendurnir eru síðan frá 12-13.30 og eftir það verða allir klárir í að setja steikina upp og jólin á leið í hús.

Við hvetjum alla til að mæta !! Þetta á við um iðkendur, foreldra og stuðningsfólk okkar. Nánar

Slakur leikur hjá okkur og tap gegn Ármann/Þrótt

Körfubolti | 18.12.2009
1 af 2

Það er ekki hægt að finna margt jákvætt í leik okkar í kvöld gegn Ármann/Þrótt. Leikurinn var í járnum allt frá byrjun og eftir jojo körfubolta hjá báðum liðum þá vorum við betri í fyrsta fjórðung og leiddum eftir hann 22-17, en Á/Þ sneri þessu við í öðrum fjórðung og fóru í 23-18 og þegar farið var til hálfleiks þá var staðan jöfn 40-40.

Þriðji leikhluti var algjörlega eign Á/Þ og þeir tóku hann 20-12 !! Hörmuleg vörn og léleg sókn þar sem við hentum boltanum útaf hvað eftir annað og það má segja að leikurinn hafi farið þar. Í síðasta fjórðung girtum við okkur í brók og náðum að vinna hann 25-22, en það var of seint og lokatölur 83-77 og tap staðreynd.

Það sem er verst eru tapaðir boltar eða 18 stykki. Eins var leiðinlegt að sjá að þriggja stiga skot okkar voru fleiri en tveggja stiga. Það kann ekki góðri lukku að stýra og eitthvað sem við þurfum að laga. Bestu menn KFÍ í kvöld voru þeir Craig, Matt og Þórir. Craig var með 30 stig, Matt 16 og reif niður 18 fráköst en tapaði 6 boltum og Þórir 10 stig.

Við réðum ekkert við besta mann vallarins sem var John Davis, en hann var með 33 stig, 12 fráköst og frábæra nýtingu í skotum sínum.

En þetta er enginn heimsendir. Við lærum af þessum leik og komum brjálaðir til leiks á nýju ári :)

Nánar

KFÍ Húfurnar eru komnar í hús

Körfubolti | 18.12.2009
Húfur eru þarfaþing
Húfur eru þarfaþing

Nú eru komnar glæsilegar KFÍ húfur og geta áhugasamir nálgast þær í versluninni Konur og Menn.  Þær kosta 2500 kr stykkið.  Þarna er auðvitað komin tilvalin jólagjöf sem er bæði smekkleg og gagnleg.

Nánar

Meistaraflokkur KFÍ leikur gegn Ármann/Þrótt í kvöld.

Körfubolti | 18.12.2009
KFÍ og FÍ saman í dag
KFÍ og FÍ saman í dag

Síðasti leikur meistaraflokks KFÍ á þessu ári verður í kvöld og eru andstæðingar okkar þessu sinni lið Ármanns/Þróttar. Þetta verður erfiður leikur. Á/Þ er með feykilega skemmtilegt lið og með frábæran kana innanborð sem nýlega vann troðslukeppni stjörnuleiks KKÍ. Við skorum á alla brottflutta Vestfirðinga að fjölmenna á leikinn sem verðir kl 19.15 í Laugardalshöll.

Áfram KFÍ 

Nánar

Ingvar Viktorsson valinn í U15 æfingahóp

Körfubolti | 17.12.2009
Ingvar er mjög efnilegur
Ingvar er mjög efnilegur

Ingvar hinn ungi efnilegi hefur verið valinn í æfingahóp hjá U15 í körfuknattleik. Um er að ræða þrjár æfingar frá föstudegi til sunnudags í Smáranum í Kópavogi og Dalhúsum í Grafarvogi í Reykjavík. Ingvar spilar með 11. flokki KFÍ og þykir mjög efnilegur. Við hjá KFÍ erum mjög ánægðir með piltinn sem hefur elfst mikið undanfarin ár og með áframhaldandi dugnaði eru allir vegir færir ! 

Nánar