Fréttir - Körfubolti

Leikur hjá 10. flokki stúlkna á sunnudag - æfingar breytast á laugardag

Körfubolti | 29.10.2009
10. flokkur stúlkna
10. flokkur stúlkna
10. flokkur stúlkna tekur á móti liði Breiðabliks á sunnudaginn kemur kl. 11.30.  Leikurinn er frestaður leikur frá síðasta fjölliðamóti og því liður í Íslandsmóti.  Allir hvattir til að mæta og hvetja stúlkurnar okkar.

Vegna þessa þá breytast æfingar á laugardeginum hjá okkur, víxluðum æfingatímum við fótboltann svo leikurinn gæti farið fram og þökkum við þeim skilninginn.

Æfingar hjá 8. flokki og 10. flokki stúlkna á laugardaginn færast þannig frá 12.20 til 13.40 Nánar

Íslandsbanki er styrktaraðili KFÍ

Körfubolti | 28.10.2009
Freygerður og Ingólfur við undirritun ásamt þeim Hjalta og Þóri.
Freygerður og Ingólfur við undirritun ásamt þeim Hjalta og Þóri.
Freygerður Ólafsdóttir frá Íslandsbanka, undirritaði samstarfssamning bankans og KFÍ, ásamt Ingólfi Þorleifssyni formanni KFÍ í hálfleik í viðureign KFÍ og Hauka.  Það var táknrænt að á eftir fylgdi glæsilegur sigur okkar manna.
Nánar

Stórsigur á Haukum.

Körfubolti | 26.10.2009
Craig komin á svif!
Craig komin á svif!
1 af 2
Þeir sem komu á leik KFÍ og Hauka í kvöld voru ekki sviknir um skemmtun. Bæði lið börðust eins og ljón og á tímabili var leikurinn kominn í þras og leiðindi, en góðir dómarar leiksins í kvöld héldu öllu innan marka og úr varð hin besta skemmtun. KFÍ byrjaði af feyknar krafti og náðu forustu snemma leiks með góðum leik í vörn og sókn og staðan eftir fyrsta leikhluta 21-10. Þar voru Matt, Darko, Þórir og Craig sem gáfu tóninn.
Nánar

The game is live tonight/Leikurinn í beinni í kvöld

Körfubolti | 25.10.2009
Í beinni að sjálfsögðu.
Í beinni að sjálfsögðu.
KFÍ-Haukar is going to be sent out live tonight at 19.15 (our time zone). Click om the link her on the KFI tv below in this coumn. We start live feed at 19.10. Tonight, we will be testing better quality in our broadcast so please try the Full Screen feature.

KFÍ-Haukar verður í beinni útsendingu í kvöld og byrjar leikruinn 19.15. Útesnding hefst 19.10 og er hægt að tengjast með því að ýta á KFI tv hér fyrir neðan. Í kvöld verða hálfgerðar tilraunaútsending með betri gæði og kvetjum við fólk til að prófa Full Screen fítusinn.

KFÍ tv Nánar

Minniboltinn með pylsupartí

Körfubolti | 23.10.2009
Minnibolti yngri KFÍ 2009
Minnibolti yngri KFÍ 2009
1 af 3
Strákarnir úr minnibolta yngri hittust heima hjá Kjartani í kvöld.  Þeir eru að undirbúa keppnisferð um næstu helgi, en þá ætla þeir sér að gera góða hluti á Hópbílamótinu hjá Fjölnismönnum í Grafarvogi.  Þetta ¨verður í fyrsta sinn sem þeir taka þátt í skipulagðri keppni og því fannst öllum tilvalið að berja saman keppnisandann, með því að hittast utan vallar í þetta sinn.  Nánar

KFÍ-Haukar á sunnudagskvöld.

Körfubolti | 20.10.2009
Velkomin um borð leikurinn heldur áfram í vetur í boði FÍ.
Velkomin um borð leikurinn heldur áfram í vetur í boði FÍ.
1 af 2
Haukar frá Hafnarfirði koma í heimsókn sunnudaginn 25 október. Þeir hafa líkt og KFÍ unnið báða leiki sína og má leiða líkum að því að bæði lið komi grimm til leiks og gefi allt í leikinn. Eru allir hvattir til að koma og styðja við bakið á strákunum okkar. Leikurinn hefst kl 19.15.

Áfram KFÍ Nánar

KFÍ keppir við Heklu í Subway bikarnum.

Körfubolti | 19.10.2009 Nú fyrir stundu var dregið í Subway bikarnum. Enn förum við á suðurlandið og verður leikurinn líklegast á laugadeginum 7 nóvember. Hekla er í 2 deild og leika í riðli með Laugdælum, Sindra, Árborg og ÍBV. Heimavöllur þeirra er á Hellu og hlakkar okkur til að fara þangað í heimsókn. Nánar

Frábær helgi að baki hjá KFÍ.

Körfubolti | 19.10.2009 Það var nóg að gera hjá KFÍ um s.l. helgi. Meistaraflokkurinn hjá okkur hélt til Hrunamann að Flúðum og þurftu að bregða á það ráða að keyra þar sem ekki var veður til flugs þegar leggja átti í hann. Nú leikurinn geng Heunamönnum var mjög vel spilaður og unn þeir öruggan 35 stiga sigur þar og tóku sig til og keyrðu heim beint eftir leik til þess að geta hjálpað við umsjón í fjölliðlamóti 10 flokks stúkna. Nánar

Sigur hjá Drengjaflokki gegn FSU

Körfubolti | 18.10.2009
Drengjaflokkur KFÍ
Drengjaflokkur KFÍ
Fyrr í dag sigruðu piltarnir okkar í drengjaflokki FSU 52-57 í miklum baráttuleik. Íþróttaakademían á Ísafirði hafði sem sagt betur gegn akademíunni á Selfossi. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann. Eftir fyrsta fjórðung var FSU með eins stigs forskot, í hálfleik vorum við með 4 stig forskot, eftir þrjá leikhluta var forysta okkar 1 stig en svo 5 stig í restina. Leikurinn einkenndist af hörðum leik, varnir voru stíft spilaðar og töluvert dæmt af villum. Við missum Leó og Nonna út af með 5 villur, Gumma einnig vísað af velli, liðið komið 2 stigum undir í stöðunni 52-50 en sýnir mikinn styrk og skorar síðustu 7 stig leiksins. Nánar

KFÍ-Valur 38-53

Körfubolti | 18.10.2009
Sunna fer sterkt upp á körfuna og Vera hefur komið sér í góða stöðu.
Sunna fer sterkt upp á körfuna og Vera hefur komið sér í góða stöðu.
Eftir öruggan sigur í fyrsta leik stóð aldeilis til að fylga því eftir og vinna þennan leik líka. Ekki gekk það alveg upp byrjuðu Valsstelpur á að komast í 6-0 og síðan 14-5 eftir fyrsta fjórðung. Við náðum aldrei að ógna Valsstelpunum í leiknum og lendum mest 23 stigum undir 25-48 í lok þriðja fjórðungs. Klárum leikinn með sæmd og töpum með 15 stigum 53-38. Það sem helst skildi liðin að voru fráköstin. Valsstúlkurnar eru mjög hávaxnar og gekk okkur illa að eiga við þær innan teigs. Vorum ekki nógu duglegar að stíga þær út. Baráttan var þó til fyrirmyndar og gáfust KFÍ stelpur aldrei upp en mættu hér ofjörlum sínum. Nánar