Fréttir - Körfubolti

KFÍ - Hörður 48 - 21

Körfubolti | 18.10.2009
Barátta í teignum.
Barátta í teignum.
Stúlkurnar tóku á móti Herði frá Patreksfirði í fyrsta leik. Stúlkurnar okkar voru nokkuð seinar í gang en eftir að hafa jafnað 6-6 eftir 5 mínútur náðu þær áttum og áttu fínan leik. Mestur varð munurinn 32 stig en leikur endaði með 27 stiga sigri 48-21. Allar áttu stúlkurnar fínan leik, spiluðu góða vörn, spiluðu mjög vel saman og áttu Harðarstúlkur fá svör. Stigin hér í nánar:

Sunna 17, 2-2 í vítum, 1 þriggja
Eva 12, 4-2
Vera 12, 4-0
Heiðdís 4, 2-0
Guðlaug 3 Nánar

Fjölliðamót 10. flokkur stúlkna

Körfubolti | 18.10.2009
10. flokkur KFÍ stúlkna - ánægðar með nýju búningana.
10. flokkur KFÍ stúlkna - ánægðar með nýju búningana.
Fjölliðamót 10. flokks stúlkna B-riðill fór fram hér á Ísafirði í dag. Breiðablik komst ekki eins og áður hefur komið fram á síðunni. Úrslitin í dag voru eftirfarandi
1. KFÍ-Hörður 48-21
2. Valur - Hörður 40 - 24
3. KFÍ - Valur 38-53 Nánar

Góður sigur hjá Drengjaflokki

Körfubolti | 18.10.2009 Drengjaflokkur KFÍ lagði Stjörnuna fyrr í dag með 77 stigum gegn 46. Öruggur sigur eftir smá ströggl í byrjun, nánar síðar. Nánar

Elfar heilsar upp á KFÍ

Körfubolti | 17.10.2009
Óðinn Gestsson ásamt Borce Ilievski og Craig Schoen afhenda Elfari Einarssyni þakklætisvott frá KFÍ.
Óðinn Gestsson ásamt Borce Ilievski og Craig Schoen afhenda Elfari Einarssyni þakklætisvott frá KFÍ.
Elfar Einarsson frá Icelandic USA leit inn á æfingu KFÍ í vikunni, en þeir hafa verið traustir stuðningsaðilar félagsins í gegnum árin. Elfar þekkir vel til á Vestfjörðum, enda á hann ættir sínar að rekja til Súgandafjarðar. Nánar

Stór sigur gegn Hrunamönnum.

Körfubolti | 16.10.2009 Meistaraflokkurinn gerði góða ferð til vina okkar að Flúðum. Við gleymum ekki hvernig að þeir tóku okkur í bakaríið í fyrra í fyrsta leik og nú ætluðu drengirnir að hefna sín. Sú varð raunin og unnum við öruggan sigur, lokatölur 118-83.

Samkvæmt áræðanlegum heimildum var þetta sigur liðsheildarinnar og allir lögðu sitt að mörkum til þess að færa þessi tvö stig í hús. Nánar

Stúlkurnar okkar keppa hér heima um helgina.

Körfubolti | 16.10.2009 10 flokkur stúlkna mun á morgun hefja keppni á Íslandsmótinu og er fjölliðamót þeirra hér heima að þessu sinni.

Þær munu etja kappi við lið Vals og Harðar frá Patreksfirði, en lið Breiðabliks helltist úr lestinni vegna skæðrar flensu sem gengur um allt land þessa dagana.

Fyrsti leikurinn er kl 15.45 og er það KFÍ-Valur. Reiknað er með að klára mótið á morgun og eru allir hvattir til að láta sjá sig á Jakanum og hvetja þær til dáða.

Áfram KFÍ. Nánar

Strákarnir keyrðu suður

Körfubolti | 16.10.2009
Mynd - Helgi Sigmundsson.
Mynd - Helgi Sigmundsson.
Vegna óhagstæðs veðurs fyrir flug tóku strákarnir sig til og keyrðu suður. Þetta var gert til þess að þurfa ekki að fresta leiknum gegn Hrunamönnum. Það er alltaf vont að þurfa að fresta leikjum og eru bæði meistaraflokkur og drengjaflokkur að spila fyrir sunnan á helginni og það hefði verið erfitt að koma þessu saman ef ekki væri leikur í kvöld.

Meistaraflokkurinn er sem fyrr segir að spila gegn Hrunamönnum og hefst leikurinn á Flúðum kl.19.15.

Drengirnir eiga tvo leiki um helgina. Sá fyrri er gegn Stjörnunni í Garðabæ og hefst hann kl.16.00 á laugardag.

Síðari leikurinn er gegn Fsu og er á Selfossi kl. 12.30 á laugardag.

Við skorum á brottflutta Vestfirðinga að láta sjá sig og hvetja drengina.

Áfram KFÍ Nánar

Strákarnir suður á morgun

Körfubolti | 15.10.2009
Mynd - Halldór Sveinbjörnsson
Mynd - Halldór Sveinbjörnsson
Meistaraflokkur KFÍ og drengjaflokkur halda suður á morgun. Meistaraflokkurinn keppir við vini okkar frá Flúðum og er sá leikur kl. 19.15. Heimasíðan mun setja inn fréttir um leið og þær berast í hús.

Áfram KFÍ. Nánar

Slæm byrjun, en góður endir...

Körfubolti | 11.10.2009 KFÍ varð að hafa fyrir stigunum tveim gegn mjög sprækum strákum úr Þór frá Akureyri. Gestirnir voru með forystu í leiknum alveg fram yfir miðjan þriðja leikhluta og í stöðunni 44-54 settu þeir Pance og Craig í fluggírinn og settu 5 þriggja stiga körfur og náðu að minnka muninn í 1 stig 60-61 og allur fjórði leikhlutinn eftir.

Þetta nægði til þess að starta vélinni og við unnum fjórða leikhluta 21-11 og leikinn því 82-72 og fögnuðu leikmenn og áhorfendur okkar mikið í leikslok.

Pance fór í gang og setti niður 6 þrista í röð og kveikti heldur betur í strákunum sem fylgdu með í kjölfarið og leikurinn snerist algjörlega við. Pance, Craig og Matt voru að öðrum ólöstuðum menn leiksins, en Danni og Florijan stigu upp þegar á þurfti að halda. En þessi sigur var samt sem áður sigur liðsheildarinnar og sýndu strákarnir góðan karakter að gefast ekki upp.

Nánar

Þá er komið að því !

Körfubolti | 09.10.2009 Fyrsti leikur meistaraflokks KFÍ er á sunnudagskvöld klukkan 19.15. Það eru Þórsarar frá Akureyri með Baldur okkar Inga Jónasson í fararbroddi sem mæta í Jakann. Eftir langt og strangt undirbúningstímabil eru strákarnir klárir og óska eftir stuðningi þínum. Mætum öll og hvetjum þá til dáða.
Nánar