Fréttir - Körfubolti

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Sara Pálma

Körfubolti | 12.06.2009
Sara Pálmadóttir. Mynd Halldór Sveinbjörnsson
Sara Pálmadóttir. Mynd Halldór Sveinbjörnsson
"Mér finnst þetta flottar búðir. Hefði sjálf viljað taka þátt í þeim. Krakkarnir læra rosa mikið af þessu. Munið að sumarið er tíminn til þess að bæta sig!".

Sara Pálmadóttir, stjórn kkd. Hauka Hafnarfirði

Sara hefur verið að fylgjast með æfingum og kennslu s.l. daga. KFÍ tók hana í "örviðtal" eins og fleiri, enda áhugavert að heyra álit reyndrar körfuknattleikskonu.
Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Eggert er sáttur!

Körfubolti | 12.06.2009
Eggert Maríuson
Eggert Maríuson
"Frábær aðstaða, góður matur og vel hugsað um alla. Þjálfararnir hafa mjög mikla þekkingu á leiknum og einnig reynslu. Tímasetning á búðunum er mjög góð. Eina sem má lagfæra er að auglýsa búðirnar miklu fyrr, þannig að maður komist með fleiri (á næsta ári)". Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Dagur 5

Körfubolti | 12.06.2009
Leikmenn ná upp baráttuandanum fyrir seinni hálfleik!
Leikmenn ná upp baráttuandanum fyrir seinni hálfleik!

Auk hefðbundinnar dagskrár æfingabúðanna bar hæst þennan dag heimsókn Mörthu Ernstdóttur og svo auðvitað leik þjálfara/foreldra við leikmenn búðanna um kvöldið.  Þetta var enn einn góður dagur í æfingabúðunum og allir lögðust þreyttir en sáttir til svefns það kvöldið.

Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Máttur andans!

Körfubolti | 12.06.2009
Martha leiðbeinir hópnum
Martha leiðbeinir hópnum
Martha Ernstsdóttir kom í dag í búðirnar og hélt fyrirlestur, auk verklegra æfinga í tækni sem byggir á yoga. Mikilvægt er fyrir afreksfólk í íþróttum að ná bæði slökun og einbeitingu í hugsun, til þess að virkja hugarkraft sinn til fullnustu. Einnig lagði Martha áherslu á mikilvægi teygjuæfinga fyrir íþróttamenn, sem oft vill gleymast. Krakkarnir og þjálfarar tóku virkan þátt, og fullvíst að þessi kennsla mun reynast mörgum dýrmæt síðar á ferlinum.

Ekki má vanmeta mátt andans, eða eins og hin víðfrægi Yogi Berra (hafnarboltaleikmaður í BNA) sagði: "Baseball is 90% mental and the other half is physical!". Nokkuð til í þessu þótt líklega hafi honum orðið fótaskortur í samlagningunni.
Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Hamborgarar!!!?

Körfubolti | 11.06.2009
Bergþór og Jón Kristinn
Bergþór og Jón Kristinn "sporðrenna" ostborgurum.
Lúlú bauð upp á ostborgara með frönskum í hádeginu í dag. Venjulega væri það ekki í frásögur færandi, en rétt er að upplýsa lesendur kfí síðunnar um það, að krakkarnir í búðunum hafa einhverra hluta vegna fengið það á tilfinninguna síðustu þrjá daga, að hamborgarar séu næst á matseðlinum. Ekki hefur fengist fullkomlega upplýst hver ber mesta ábyrgð á því...en ónefndur rafvirkjameistari hefur fengið stöðu grunaðs manns í því máli.
Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Heimsókn í búðirnar.

Körfubolti | 11.06.2009
Sigurður Þorsteinsson, Borce Ilievski og Sara Pálmadóttir.
Sigurður Þorsteinsson, Borce Ilievski og Sara Pálmadóttir.
Sara Pálmadóttir kom í heimsókn í æfingabúðirnar í gærkveldi og aftur á morgunæfingu. Óþarft er að kynna Söru á Ísafirði en hún er uppalin hér en er nú leikmaður í frábæru liði meistaraflokks Hauka í Hafnarfirði.

Henni líst vel á krakkana og æfingarnar. Það er frábært að fá Söru í heimsókn og hún er góð fyrirmynd stúlknanna. KFÍ óskar henni alls hins besta. Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Umsögn Héraðsbúa.

Körfubolti | 11.06.2009
Eysteinn, Andrés, Hörður og Kristleifur.
Eysteinn, Andrés, Hörður og Kristleifur.
"Búðirnar eru klárlega þess virði að keyra þennan spotta (860 km x2, innskot kfí). Þeir sem ekki sáu sér það fært eru að missa miklu!"

Kristleifur Andrésson, Egilsstöðum. Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Áhorfendur

Körfubolti | 11.06.2009
Áhorfendastæðin á svölunum eru vel mönnuð.
Áhorfendastæðin á svölunum eru vel mönnuð.
Foreldrar og aðstandendur hafa fjölmennt til þess að fylgjast með krökkunum á æfingum. Rétt er að taka það fram að þeir og aðrir gestir, eru velkomnir á svalirnar en taka þarf tillit til æfinganna og hafa hljóð þar eins og á bókasafni. Einngi má benda á kaffibar KFÍ sem er opinn og býður öllum upp á hressingu. Góð stemning á Jakanum!
Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Þrekæfing!

Körfubolti | 10.06.2009
Þrekæfingar 1
Þrekæfingar 1
1 af 3
Megin tilgangur æfingabúða af þessu tagi er að leggja áherslu á tækni og herkænsku af ýmsu tagi. Þrátt fyrir það má ekki gleyma líkamlegu atgervi og því var mikill fengur að því að fá hann Jón Oddsson afreksmann og þjálfara, til þess að leiðbeina öllum þátttakendum um grundvallar atriði þrek- og kraftþjálfunar. Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Umsögn foreldris II

Körfubolti | 10.06.2009
Auður Rafnsdóttir
Auður Rafnsdóttir
"Þvílík upplifun! Vel skipulagt og frábærir þjálfarar. Allt til fyrirmyndar. Ótrúlegt að enginn á Íslandi hafi framkvæmt þetta fyrr en nú. Ekki spurning að við fjölmennum hingað að ári."

Auður Rafnsdóttir, Stykkishómi.

Fjölmiðlafulltrúi KFÍ tók Auði Rafnsdóttur í stutt spjall, en hún kom hingað með honum Hlyni Hreinssyni. Einnig með þeim í för eru þeir Þorbergur Helgi Sæþórsson og Vignir Þór Ásgeirsson. Snæfell á svo sannarlega góða sendiherra á körfuboltavellinum í þeim þremenningum.

KFÍ þakkar hlý orð og óskar Auði góðrar ferðar heim en hún mun ætla að leggja af stað síðdegis í dag. Hún er reyndar nú þegar búin að fresta heimför a.m.k. einu sinni og hver veit nema hún dvelji lengur?
Nánar