Fréttir - Körfubolti

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Þrekæfing!

Körfubolti | 10.06.2009
Þrekæfingar 1
Þrekæfingar 1
1 af 3
Megin tilgangur æfingabúða af þessu tagi er að leggja áherslu á tækni og herkænsku af ýmsu tagi. Þrátt fyrir það má ekki gleyma líkamlegu atgervi og því var mikill fengur að því að fá hann Jón Oddsson afreksmann og þjálfara, til þess að leiðbeina öllum þátttakendum um grundvallar atriði þrek- og kraftþjálfunar. Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Umsögn foreldris II

Körfubolti | 10.06.2009
Auður Rafnsdóttir
Auður Rafnsdóttir
"Þvílík upplifun! Vel skipulagt og frábærir þjálfarar. Allt til fyrirmyndar. Ótrúlegt að enginn á Íslandi hafi framkvæmt þetta fyrr en nú. Ekki spurning að við fjölmennum hingað að ári."

Auður Rafnsdóttir, Stykkishómi.

Fjölmiðlafulltrúi KFÍ tók Auði Rafnsdóttur í stutt spjall, en hún kom hingað með honum Hlyni Hreinssyni. Einnig með þeim í för eru þeir Þorbergur Helgi Sæþórsson og Vignir Þór Ásgeirsson. Snæfell á svo sannarlega góða sendiherra á körfuboltavellinum í þeim þremenningum.

KFÍ þakkar hlý orð og óskar Auði góðrar ferðar heim en hún mun ætla að leggja af stað síðdegis í dag. Hún er reyndar nú þegar búin að fresta heimför a.m.k. einu sinni og hver veit nema hún dvelji lengur?
Nánar

Ekki einungis góðir í körfubolta.

Körfubolti | 10.06.2009
Hákon, Sigmundur, Atli, Kormákur (sá með íspokann við hnéð), Gautur og Tómas.
Hákon, Sigmundur, Atli, Kormákur (sá með íspokann við hnéð), Gautur og Tómas.
Í gær var útskrift Grunnskólans á Ísafirði. Skemmst er frá því að segja að fulltrúar KFÍ á staðnum voru 6 og stóðu sig allir með prýði í skólanum, enda var uppskeran í samræmi við það (...alveg eins og í íþróttunum!).

Vert er að minnast á það að Atli Þór Gunnarsson hlaut viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í
verk- og listgreinum. Sigmundur R. Helgason hlaut verðlaun fyrir hæstu meðaleinkunn (9.7)!!, auk þess sem hann fékk viðurkenningar fyrir góðan námsárangur í stærðfræði og ensku. Auk þeirra tveggja voru að útskrifast þarna þeir: Andri Már Einarsson, Gautur Arnar Guðjónsson, Hákon Vilhjálmsson, Kormákur Viðarsson og Tómas Ari Gíslason. KFÍ er stolt af þessum sómapiltum og óskar þeim öllum til hamingju, og alls hins besta í framtíðinni!
Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Til hamingju með afmælin!

Körfubolti | 10.06.2009
Gunnar, Julia, Sigvaldi og Sigurkarl.
Gunnar, Julia, Sigvaldi og Sigurkarl.
Það eiga fjórir af krökkunum afmæli á meðan á búðunum stendur. Það eru þau Sigurkarl Jóhannesson (ÍR), Sigvaldi Eggertsson (KR), Gunnar Ólafsson (Fjölni), Julia Lane Figuroa Sicat (UMFG). Eftir hádegismatinn í dag var afmælissöngurinn sunginn. Krakkarnir fengu svo dýrindis afmæliskökku í eftirrétt sem kláraðist á augabragði.

Nú er hvíld og hefst dagskráin aftur í dag kl. 15:00 með fyrirlestri um m.a. kraftþjálfun/íþróttagrunn og sýnikennslu Jóns Oddssonar.
Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - KR á góðu róli!

Körfubolti | 10.06.2009
Óðinn Páll og Þórarinn við Pollinn á Ísafirði.
Óðinn Páll og Þórarinn við Pollinn á Ísafirði.
Fulltrúar Vesturbæjar Reykjavíkur og KR í búðunum eru þeir Óðinn Páll Ríkharðsson og Þórarinn Þórðarson. Strákarnir voru hressir þegar þeir voru teknir tali í morgun. Vildu skiljanlega ekki láta taka af sér myndir fyrr en þeir væru komnir í KR búninginn.

Þér sendu frá sér eftirfarandi yfirlýsingu:

"Ég á ekki til orð til þess að lýsa tilfinningum mínum á þessari stundu. Nei, svona í alvöru þá er rugl skemmtilegt í körfubolta á Ísafirði. Góður hópur, góðir þjálfarar og góðar æfingar. Komum vonandi aftur næsta ár."

Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Dagur þrjú!

Körfubolti | 10.06.2009
Það voru hjartnæmir endurfundir þegar eldri strákarnir mættu á seinni æfinguna í gær!
Það voru hjartnæmir endurfundir þegar eldri strákarnir mættu á seinni æfinguna í gær!
Pistillinn er hálfum sólarhring of seinn og biðjumst við forláts. Allt gekk skv. áætlun í gær og æfingar fóru vel fram. Eldri strákarni fóru í n.k. eltingarleik sem þeim þótti helst til nýstárlegur, en höfðu þó gaman að. Um kvöldið var enn farið í þrautabrautina (Polygonal) og nú var tímataka sem gilti í keppni einstaklinga. Einnig var farið í vítakeppni.
Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Miðherjar.

Körfubolti | 09.06.2009
Sigurður Þorsteinsson og miðherjar framtíðarinnar!
Sigurður Þorsteinsson og miðherjar framtíðarinnar!
Sigurður Þorsteinsson landsliðsmiðherji er uppalinn í KFÍ. Hann hefur reynst KFÍ vel í gegnum tíðina og það varð auðvitað engin undantekning þar á þegar falast var eftir kröftum hans í sambandi við þessar æfingabúðir.

Hann hefur m.a. tekið að sér að fara í gegnum undirstöðu atriði í leik undir körfunni. Í dag leiðbeindi hann þeim Sunnu Sturludóttur, Gauti Guðjónssyni og Hákoni Vilhjálmssyni. Ef þau tileinka sér fagnaðarerndi Sigga er ljóst að þau munu reynast skeinuhætt andstæðingunum í framtíðinni.
Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Umsögn foreldris.

Körfubolti | 09.06.2009
Laufey Hermannsdóttir og Jónas Freyr
Laufey Hermannsdóttir og Jónas Freyr
"Aðstaðan er til fyrirmyndar og þjálfarar og annað starfsfólk búðanna ná vel til krakkanna. Okkur hefur liðið vel hér og höldum heim á leið södd, sæl og reynslunni ríkari. Góðar minningar frá Ísafirði og komum pottþétt aftur að ári!"

Laufey Hermannsdóttir, Grindavík.
Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Lífið utan búðanna!

Körfubolti | 09.06.2009
Momir Tasic mundar kylfuna og er bara efnilegur.
Momir Tasic mundar kylfuna og er bara efnilegur.
Það hefur löngum loðað við fyrrverandi afreksmenn í ýmsum boltaíþróttum að þeir falla fyrir íþrótt með "smærri" bolta, þegar þeir hafa "lagt skóna á hilluna". Þarna á ég auðvitað við golfið! Gamla kempan Guðni Ó. Guðnason fór sem sagt með erlendu þjálfurum búðanna í gærkveldi, í miðnæturgolf. Það mun þeim hafa þótt einstæð reynsla og Guðni segist ekki hafa séð betri sveiflu hjá serbneskum golfara áður.
Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Vinnuskólinn

Körfubolti | 09.06.2009
Ástrún, Irma og Bertína.
Ástrún, Irma og Bertína.
Ísafjarðarbær styður á margan hátt við æfingabúðirnar. Það er ekki síst með því að senda þær Ástrúnu Þórðardóttur, Irmu Hermannsdóttur og Bertínu Överbý, okkur til aðstoðar. Þær njóta leiðsagnar Lúlúar í mötuneyti búðanna og koma þar svo sannarlega að gagni. Þessi vika er val þeirra og hluti af sumarvinnu þeirra í Vinnuskólanum. KFÍ þakkar þeim og Vinnuskólanum fyrir hjálpina.
Nánar