Það er gaman að segja frá því að KFÍ fjölskyldan kom heldur betur saman og massaði vinnuna á AFÉS og erum við í skýjunum yfir hvernig til tókst. Sævar formaður og þær valkyrjur Birna Lárusdóttir, Heiðrún Tryggvadóttir og Guðfinna Hreiðarsdóttir stjórnuðu þessu dæmi eins og léttri sinfoníu og mættu allir í verk sín og gott betur.
Það er mikill reynslubanki sem myndast við svona vinnu og erum við rík að eiga eins marga sjálfboðaliða sem mættu og létu til sín taka.
Við þetta fólk viljum við segja;
,,kærar þakkir fyrir ómetanlegt vinnuframlag"
Áfram KFÍ
NánarKFÍ-TV mun senda beint út frá Aldrei fór ég suður og er hér TENGILL
Þetta er gert í samvinnu við stjórnendur hátíðarinnar og ríkir mikil kátína hjá báðum aðilum.
Áfram Vestfirðir
NánarHið árlega páskaeggjamót KFÍ og Nóa Síríusar er nýlokið og var eins og endranær mjög gaman. Keppendur voru á öllum aldri og skemmtu sér allir vel. Við munum setja inn fréttir og myndir af mótinu á morgun, en vegna anna hjá félaginu að undirbúa AFÉS, kökubazar og kaffihús þá komumst við ekki í þetta fyrr en í fyrramálið:
Nánar
Unglingaráð KFÍ mun blása til meiriháttar kökubazars á skírdag í tengslum við páskaeggjamót KFÍ og alveg fram eftir degi eða meðan kökurnar endast..
Þetta er algjör nýjung hjá félaginu og mikið í þetta lagt. Kaffihús KFÍ verður einnig opið frá kl.11.00 þegar Páskaeggjamótið okkar byrjar og fram eftir degi. Skorum við á alla að koma og fá sér kaffi á meðan á mótinu stendur og fara heim með girnilega köku í farteskinu.
Áfram KFÍ
NánarHið árlega páskaeggjamót fer fram venju samkvæmt næstkomandi fimmtudag, Skírdag. Hefst það kl. 11.00.
Þátttökugjaldið það sama og venjulega eða
kr. 1000 á mann
kr. 500 í yngri flokka
kr. 0 fyrir iðkendur yngri en 18 ára hjá KFÍ
Reglur í 2 á 2 mótinu hér í meira:
NánarÞótt undarlegt megi virðast þá kemur lið Breiðabliks ekki til leiks í kvöld eins og vera átti. Þar með hefur þetta eina félag ekki mætt hingað tvisvar í vetur en fyrir mættu þeir ekki með 11.flokk í bikarkeppnina. Þetta er ekki gott mál og virðist vera orðið meira af þessu en var, eða hvað?
En sem sagt þá er leikur KFÍ gegn Breiðablik í unglingaflokk sem vera átti í kvöld kl.18.00 blásinn af.
Nánar
Á morgun 25.mars tekur unglingaflokkur KFÍ á móti liði Breiðabliks á Jakanum. Strákarnir eru klárir í verkefnið og við skorum á alla að koma og hvetja þá áfram. Leikurinn hefst kl.18.00
Áfram KFÍ
NánarStelpurnar í sameiginlegu liði KFÍ/Tindastóls halda áfram að gera góða hluti saman. Núna í dag er ljóst að þær eru komnar í undanúrslit á Íslandsmótinu í stúlknaflokki.
Til hamingu KFÍ og Tindastóll
NánarStelpurnar í sameiginlegu liði KFÍ/Tindastóls halda áfram að gera góða hluti saman. Núna í dag er ljóst að þær eru komnar í undanúrslit á Íslandsmótinu í stúlknaflokki.
Til hamingu KFÍ og Tindastóll
NánarKFí enis og önnur félög fara í páskafrí og verður frí frá og með 27.mars og hefjast æfingar aftur 2.apríl, en einhver breyting verður á stundatöflu og birtum við þær breytingar eftir páska.
Páskaeggjamótið verður á sínum stað á skírdag og segjum við frekar frá því strax eftir helgi.
Stjórnin.
Nánar