Fréttir - Körfubolti

Vel heppnuð minniboltaferð að baki

Körfubolti | 05.05.2013
Flottir minniboltadrengir KFÍ
Flottir minniboltadrengir KFÍ
1 af 3

Minniboltadrengirnir í KFÍ fóru suður á föstudaginn í keppnisferð en fresta þurfti ferð þeirra um daginn vegna veðurs.  Ferðin varð nú aðeins styttri í annan endann en áætlað var því Snæfellingar gátu ekki tekið á móti okkur á sunnudeginum eins og stefnt hafði verið að.  Minniboltadrengirnir okkar hafa reynt ýmislegt í vetur í tengslum við keppnisferðir þ.a. þeir kipptu sér ekki upp við breytt ferðaplan og héldu glaðir af stað til höfuðborgarinnar seinni part föstudags.  

 

Við komuna til Reykjavíkur var byrjað á að borða og síðan haldið í Vesturbæinn en við höfðum fengið inni í félagsmiðstöðinni í Frostaskjóli.  Eftir góðan ísgöngutúr  var farið snemma að sofa.  Eitthvað var loftleysi í tengslum við vindsængur að stríða okkar mönnum um nóttina en þeir létu það ekki á sig fá og vöknuðu sprækir og hressir tilbúnir í slaginn.

 

Leiknir voru tveir leikir í Smáranum í Kópavogi, einn við Breiðablik og hinn við Stjörnuna undir dyggri stjórn Zekos sem hljóp undir bagga með sínu gamla félagi.  Báðir leikirnir töpuðust en okkar menn börðust vel og sýndu oft góða takta.  Sérstaklega gaman var að sjá nokkrar þriggja stiga körfur steinliggja.  Eftir að körfuboltaleikjunum var lokið lá leiðin í Skemmtigarðinn í Smáralind þar sem tekið var vel á því í Lasertag og gaman að segja frá því að drengirnir voru álíka sveittir eftir þá raun eins og eftir leikina.  Heimferðin gekk eins og í sögu og þar með hafa minniboltadrengirnir í KFÍ lokið keppni í vetur.

Nánar

Aðalfundur KFÍ verður 8.maí

Körfubolti | 28.04.2013
Sævar Óskarsson formaður KFÍ
Sævar Óskarsson formaður KFÍ

Aðalfundur KFÍ verður haldinn miðvikudaginn 8 maí kl 18.00

Fundurinn verður á 2 hæð í Íþróttahúsinu á Torfnesi.

 

7. gr. Verkefni aðalfundar.

 

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  2. Skýrsla stjórnar fyrir síðastliðið starfsár.
  3. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins.
  4. Kosning formanns til eins árs.
  5. Kosning tveggja stjórnarmanna til tveggja ára.
  6. Kosning þriggja manna í varastjórn til eins árs.
  7. Kosning tveggja endurskoðenda.
  8. Kosning nefnda.
  9. Lagabreytingar.
  10. Önnur mál.

 

Allir þeir sem koma að starfsemi félagsins, iðkendur, sjálfboðaliðar, foreldrar iðkenda og fylgismenn

eru hvattir til að mæta á fundinn.

 

8. gr. Atkvæðisréttur og kjörgengi.

Rétt til setu á aðalfundi með málfrelsi, tillögurétt og atkvæðisrétt eiga allir félagsmenn.

Rétt til kjörgengis í stjórn eiga þeir félagar sem eru orðnir 18 ára.

 

 

f.h. stjórnar KFÍ.

Sævar Óskarsson

Formaður

Nánar

Áhugavert fyrir stúlkur sem vilja ná langt í námi og íþróttum

Körfubolti | 27.04.2013
Karfa + skóli = árangur
Karfa + skóli = árangur

KFÍ stefnir að því að fá stelpur Vestur í skóla og körfubolta næsta vetur. Það er verkefni sem við ætlum að setja upp sem svona "college" hugmynd þar sem við tengjum sama skóla og körfubolta með afreksstefnu að leiðarljósi. Við hvetjum stelpur sem hafa metnað í að ná langt í skóla og körfu að hafa samband og kynna sér út á hvað þetta gengur. Þetta er spennandi hugmynd og tilvalið fyrir stelpur á aldrinum 16-20 ára. Það hefur vantað verkefni sem þetta á Íslandi og vegna þess að við erum í góðri aðstöðu hér eð góðan skóla, heimavist og afreksstefnu þá er okkur ekkert að vanbúnaði að hefja svona verkefni.

 

Þótt að lífið sé körfubolti þá er mikilvægt að muna að námið er ekki síður mikilvægt. Með því að tvinna þetta saman er hægt að búa til afreksfólk á báðum sviðum. Það hefur margsannað sig í gegn um tíðina hve vel hefur gengið fyrir íþróttafólk sem hefur stundað íþróttir samhliða námi og það er vilji okkar að hlúa að þessu hér fyrir vestan.

Við hvetjum ungar stelpur að kynna sér þetta hjá félaginu og allar frekari upplýsingar gefur Gaui.Þ og hægt er að senda á hann póst á netfangið sem er hér að neðan

kfibasketball@gmail.com


Nánar

Kjartan Atli Kjartansson á leið í æfingabúðirnar

Körfubolti | 26.04.2013

Kjartan Atli er á leið í æfingabúðir KFÍ í fyrsta sinn en hefur verið að þjálfa frá árinu 2005 er hann þjálfaði hjá Stjörnunni auk þess að spila með meistaraflokk félagsins. Hann stofnaði körfuknattleiksdeild Áltanes árið 2007 þá 17 ára gamall og þjálfaði þar í tvö ár. 2011 tók Kjartan við þjálfun hjá Fsu og tók þar eitt ár áður en hann kom aftur til Stjörnunnar 2012 og þjálfaði mfl.kv, 7.flokk og mb 11.ára og náði mjög góðum árangri. Kjarri hefur unnið Íslandsmeitaratitil með tveim liðum og náð öðru sæti á Scania Cup. Kjarri er líflegur og skemmtielgur þjálfari sem smitar út frá sér með gleði. Við bjóðum Kjarra velkominn í hópinn.

Nánar

Enn einn frábær þjálfari í æfingabúðirnar

Körfubolti | 23.04.2013

Nemanja Jovanovic kemur frá Serbíu upprunarlega og var þar meðal annars leikmaður í unglingaliði Red Star frá Belgrad og síðan leikmaður BC Kolubara Lazarevac. Hann hefur þjálfað í Serbíu, Spáni og Danmörku og var í vetur aðstoðarþjálfari 79ers Denmark. Hann er aðstoðarþjálfari u-16 landsliðs Danmerkur og var í fyrra einnig aðstoðarþjálfari u-18 ára landsliðsins. Hann hefur unnið til margra verðlauna sem þjálfari yngri liða í Serbíu og á Spáni og var meðal annars valinn þjálfari ársins hjá BC Kolubara Lazarevac á Spáni.

 

Hann er með mikla reynslu í að halda þjálfaranámskeið og hefur flutt marga fyrirlestra meðal annars á Spáni, Litháen og Svíþjóð. 

 

Nemanja fær meðmæli frá þjálfurum eins og Darko Rajakovic frá Tulsa NBA-D. Við fögnum komu hans í æfingabúðirnar sem eru með hverjum degi að vera meira spennandi fyrir iðkendur og þjálfara sem vilja læra meira.

Nánar

Eric Olson bætist í góðan þjálfarahóp í æfingabúðunum

Körfubolti | 22.04.2013

Eric er 26 ára gamall og er þjálfari Fsu. Hann spilaði sem atvinnumaður í Englandi, Þýskalandi og í Ástralíu. Hann hefur verið að vinna við körfuboltabúðir í Englandi, Grikklandi og í BNA og einnig hefur hann þjálfað í Ástralíu og hjá Sun Walley community collage.

Eric gerði góða hluti með Fsu bæði hjá meistaraflokk og hjá akadeíunni og var núna nýlega að skrifa undir nýjan samning hjá þeim á Selfossi. Eric er góð viðbót í þjálfarateymið.

Nánar

Birgir Örn Birgisson nýr þjálfari mfl. KFÍ

Körfubolti | 21.04.2013

Birgir Örn Birgisson hefur verið ráðinn sem nýr þjálfari meistaraflokka KFÍ og er stjórn félagsins mjög ánægð með að fá hann til starfa. Brgir Örn er Ísfirðingur og spilaði hér ungur að árum í körfu og var einnig í hinu gríðarsterka sundliði Vestra. Hann fluttist til Akureyrar og spilaði þar þrjú tímabil með Þór áður en hann fór til Keflavíkur og var í hraðlest þeirra í þrjú ár og varð tvöfaldur Íslandsmeistari með Keflavík. Hann var í landsliði Ísland bæði í körfubolta sem og sundi.

 

Birgir hefur um árabil verið í Þýskalandi og hefur þjálfað þar með góðum árangri. Birgir er mikill sigurvegari í hugsun og í verki og hefur ekki verið þekktur fyrir að vera í meðalmennskunni. Hann krefst mikils af sjálfum sér sem og þeim sem eru honum samferða.

 

Það er mikil tilhlökkun að fá Birgi Örn og fjölskyldu hans hingað. Eiginkona hans er Sigrún Pálmadóttir óperusöngkona frá Bolungarvík og eiga þau tvö börn.

 

Nú er tímabilið 2013-2014 komið á fullt og verður næsta verk að ganga frá samningum við leikmenn og ríkir mikil bjartsýni í þeirri ferð.

 

Áfram KFÍ

Nánar

Strákarnir úr 8.flokk stóðu sig vel.

Körfubolti | 20.04.2013
Flottir strákar
Flottir strákar

Núna er nýlokið fjölliðamóti með KFÍ, Ármann, Hrunamönnum og Breiðablik. Strákarnir okkar töpuðu gegn Breiðablik og Ármann, en sigruðu í leiknum gegn Hrunamönnum. Þetta var mikil reynsla fyrir strákana sem margir voru að fá reynsluna á stóra sviðinu þar sem  margir þeirra eru í minniboltanum og voru þar af leiðandi að spila mikið upp fyrir sig. En þeir létu það ekki á sig fá og enduðu tímabilið með miklum ágætum.

 

Ármann sigraði örugglega alla leikina. Breiðabik, Hrunamenn og KFÍ sigruðu öll einn leik en töpuðu tveim.

 

Við þökkum Hrunamönnum. Breiðablik og Ármann fyrir komuna og óskum þeim góðrar heimferðar.

 

Áfram KFÍ

Nánar

Ísfólkið stendur með KFÍ

Körfubolti | 19.04.2013
Sævar formaður hér ásamt Gaua, Guðna Ólafi og Guðfinnu Hreiðarsdóttur
Sævar formaður hér ásamt Gaua, Guðna Ólafi og Guðfinnu Hreiðarsdóttur

Í gær kom fulltrúi Ísfólksins Gaua.Þ og afhenti stjórn KFÍ ágóðan sem var af grímuballinu 2013. Hefð hefur verið fyrir því að Ísfólkið hafi sett fjármagn í félagið með vinnuframlagi og grímuballið er orðinn fastur punktur í þessu þar sem allir gefa sína vinnu.

 

Vill KFÍ koma kærum þökkum til þeirra er hönd lögðu til verka og hlakkar til að halda áfram að vinna með þessu frábæra fólki.

 

Sérstakar þakkir fá þeir Rúnar Örn Rafnsson og Viðir Arnarson fyrir ómetanlegt vinnuframlag á grímuballinu, en þeir þeyttu skífum af mikill snilld..

 

 

Nánar

8.flokkur drengja með fjölliðamót á Jakanum um helgina

Körfubolti | 19.04.2013
Klárir..
Klárir..

Púkarnir okkar í 8.flokk taka á móti Breiðablik, Hrunamönnum og Ármann hér heima á Jakanum um helgina og er mótið frá 09.00-15.00 á laugardaginn

 

Við hvetjum alla að koma og sjá þá spila og fá sér kaffi og með því í leiðinni.

 

Áfram KFÍ

Nánar