Fréttir - Körfubolti

Körfuboltabúðum Vestra 2020 aflýst

Körfubolti | 30.07.2020

Í ljósi nýjustu tilskipana yfirvalda vegna Covid-19 hefur Körfuboltabúðum Vestra 2020 verið aflýst. Framkvæmdastjórn búðanna tók þessa erfiðu ákvörðun á fundi í hádeginu í dag í kjölfar þess að ríkisstjórnin ákvað í morgun að herða á ný reglur um samkomuhald og sóttvarnir.

Nánar

Vestri teflir fram meistaraflokki kvenna í körfu í fyrsta sinn

Körfubolti | 09.06.2020
Stúlknaflokkur Kkd. Vestra verður uppistaðan í hinum nýja meistaraflokki Kkd. Vestra sem tekur slaginn í 1. deild á komandi leiktíð. Ljósmynd tekin tímabilið 2018-2019. Þjálfari Yngvi Páll Gunnlaugsson.
Stúlknaflokkur Kkd. Vestra verður uppistaðan í hinum nýja meistaraflokki Kkd. Vestra sem tekur slaginn í 1. deild á komandi leiktíð. Ljósmynd tekin tímabilið 2018-2019. Þjálfari Yngvi Páll Gunnlaugsson.

Körfuknattleiksdeild Vestra teflir fram meistaraflokki kvenna í 1. deild á næsta leiktímabili og er það fyrsti kvennameistaraflokkurinn í sögu deildarinnar. Stjórn kynnti ákvörðun sína á nýafstöðnum aðalfundi. Forveri kkd. Vestra, Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar, á sér langa sögu í kvennaboltanum en nú eru fimm ár síðan að síðast var starfræktur meistaraflokkur kvenna í körfunni fyrir vestan. Þá lauk liðið keppni í þriðja sæti 1. deildarinnar með bandaríska leikmanninn Labrenthiu Murdoch Pearson í broddi fylkingar.

Nánar

Arnar Smári, Blessed, Friðrik og James skrifa undir

Körfubolti | 07.06.2020
Leikmennirnir fjórir ásamt Pétri Má Sigurðssyni þjálfara Vestra.
Leikmennirnir fjórir ásamt Pétri Má Sigurðssyni þjálfara Vestra.
1 af 3

Um helgina skrifuðu fjórir ungir og efnilegir leikmenn undir samning við Körfuknattleiksdeild Vestra. Þetta eru þeir Arnar Smári Bjarnason, sem kemur frá Skallagrími, Blessed Parilla, Friðrik Heiðar Vignisson og James Parilla sem allir eru uppaldir Vestramenn.

Nánar

Fjölbreytt sumar í körfunni

Körfubolti | 05.06.2020
Sumaræfingar Kkd. Vestra 2020.
Sumaræfingar Kkd. Vestra 2020.

Sumaræfingar Kkd. Vestra hefjast á mánudaginn kemur og standa til 9. júlí. Hefur framboð á sumaræfingum fyrir iðkendur félagsins aldrei verið meira. Alls er boðið upp á fjórar æfingar í viku í samfellt fimm vikur. Æft er í þremur aldurshópum og eru yngstu iðkendurnir fæddir 2010, en það eru verðandi fimmtubekkingar í grunnskóla. Stelpur og strákar æfa saman. Alla æfingatímana má sjá á meðfylgjandi mynd.

 

Nánar

Marko Dimitrovic framlengir

Körfubolti | 27.05.2020
Marko Dmitrovic tekur slaginn með Vestra á næsta tímabili. Ljósmynd: Anna Ingimars.
Marko Dmitrovic tekur slaginn með Vestra á næsta tímabili. Ljósmynd: Anna Ingimars.

Króatíski miðherjinn Marko Dimitrovic hefur framlengt samning sinn við Körfuknattleiksdeild Vestra. Marko kom til liðs við Vestra síðastliðið haust og lék í stöðu miðherja og framherja jöfnum höndum.

Nánar

Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar 2020

Körfubolti | 26.05.2020

Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar Vestra 2020 verður haldinn þriðjudaginn 2. júní. Fundurinn fer fram í Vallarhúsinu á Torfnesi og hefst kl. 18:00. 

Nánar

Gabriel Adersteg gengur til liðs við Vestra

Körfubolti | 26.05.2020
Gabriel Adersteg í leik með Snæfelli á síðasta tímabili. Ljósmynd: Karfan.is
Gabriel Adersteg í leik með Snæfelli á síðasta tímabili. Ljósmynd: Karfan.is

Sænski framherjinn Gabriel Adersteg hefur skrifað undir samning við Vestra. Gabriel lék síðasta tímabil með Snæfelli í fyrstu deildinn en lék þar áður í Ítölsku C deildinni. Gabriel er vinnusamur og fjölhæfur leikmaður sem getur leyst margar stöður á vellinum og er mikill liðsspilari. Körfuknattleiksdeild Vestra býður Gabriel velkominn til leiks og hlakkar til samstarfsins.

Nánar

Nemanja áfram með Vestra

Körfubolti | 07.05.2020
Nemanja Knezevic tekur slaginn með Vestra á næsta tímabili.
Nemanja Knezevic tekur slaginn með Vestra á næsta tímabili.

Miðherjinn Nemanja Knezevic hefur framlengt samning sinn við Körfuknattleiksdeild Vestra og leikur því með liðnu á komandi tímabili.

Nánar

Sýndarleikur Vestra: Fyllum Jakann

Körfubolti | 21.04.2020

Kæru stuðningsmenn og velunnarar Körfuknattleiksdeildar Vestra. Eins og flestum er kunnugt kemur hið fordæmalausa ástand, sem öll heimsbyggðin upplifir nú, afar illa niður á íþróttafélögum. Við vitum að karfan á Ísafirði á stóran hóp af fyrrum leikmönnum, stjórnarfólki og stuðningsmönnum um allt land, og jafnvel víðar. Því langar okkur að freista þess að leita eftir aðstoð ykkar við að rétta fjárhaginn þannig við að loka megi rekstri tímabilsins með viðunandi hætti og koma þannig sterkari til leiks í haust.

Nánar

BREYTT DAGSETNING VESTRABÚÐANNA 2020

Körfubolti | 09.04.2020

Stjórn Körfuboltabúða Vestra hefur ákveðið að fresta búðunum um tvo mánuði í ljósi aðstæðna vegna Covid-19. Búðirnar munu fara fram dagana 6.-11. ágúst með sama sniði og síðustu tólf ár. 

Nánar