Þá byrjar veislan og ekki er verra að bæði meistarflokksliðin okkar hefja leik sama dag sunnudaginn 7.október n.k.. Stúlkurnar taka á móti liði Hamars frá Hveragerði í 1.deildinni og hefst sá leikur kl.14.45
Og svo hefst Dominos deildin hjá strákunum kl. 19.15 og eru andstæðingar okkar Fjósadrengirnir frá Skallagrím.
Steini kokkur verður með Muurikka pönnuna á fullu frá klukkan 18.00 og eldar hamborgara "a la Steini" og er óhætt að segja að ,,þetta er ekki grill heldur ekta" :)
Stuðningsmannakortin verða til sölu á staðnum og eru þau seld á 15.000.- kr. Kortin gilda á alla leiki í hjá KFÍ í 1.deild kvenna, Dominosdeildinni og Lengjubikarnum auk unglingaflokks leikina. Einu leikirnir sem eru utanskyldir eru leikir okkar í bikarkeppni KKÍ. Í allt eru þetta 30 leikir sem gerir þá um 500.- kr. á leik sem er vel gert. Kortin eru mikil og góð fjáröflun fyrir okkur og inn í þeim er kaffi í hálfleik auk annarra tilboða sem verða kynnt á næstu dögum. Þeir sem vilja fá kortin fyrrir helgi bendum við á að hafa samband við Guðna gjaldkera í tölvupóst sem er gudnioli@gmail.com og við komum þeim í þínar hendur.
KFÍ-TV er að byrja einnig og verður sýna í HD í vetur samkvæmt áætlun okkar þar um. Strákarnir hafa í sumar sent út fótboltaleikina með góðum árangri og erum við að hefja sjötta árið í útsendingu frá Jakanum. Við hvetjum þá sem eru fjarri heimahögum og eiga ekki heimangegnt að vera við tölvuskjáinn og fá leikinn beint í æð. Útsending hefst kl.19.05 og eru það Gaui.Þ, Sturla Stígsson og Jakob Einar sjónvarpsstjóri sem stýra þessu ásamt fjölda aðstoðarmanna. Við lofum nýjungum í vetur.
Við hvetjum fólk að koma á leikina fá sér hamborgara og taka þátt í fjörinu með okkur
Áfram KFÍ
NánarÞað kom berlega í ljós að ekki eru margir sem spá okkur góðum árangri í vetur á fundi hjá KKÍ í dag og er það svo sem skiljanlegt komandi beint upp um deild og vitandi hvernig fór síðast 2010-11.
En það er eitt að spá og annað að láta spárnar rætast. Það er hugur í okkar félagi og það er enginn hér búinn með tímabilið 2.október. Það er svo vitað að mikil vinna liggur fyrir hjá okkur, en við erum ekki hræddir við vinnu, hún göfgar ef rétt er að henni staðið !
Skallagrímsdrengjum er einnig spáð niður í 1.deild og KR er samkvæmt spánni meistarar. En í körfunni getur rmargt gerst og þeir sem eru hér að skrifa fyrir síðuna okkar geta spáð hverjir verði meistarar og hverjir falla, enda leikur að tölum og spáin okkar er algjört leyndarmál, en verður gerð opinber 25.apríl 2013.
Það er þó skynsöm spá okkar að þessi deild verið mjög jöfn og spennandi og að það séu fjögur lið sem séu sigurstrangleg á pappírnum góða. En "note bene" þetta er pappír og hann vegur ekki þungt þegar komið er inn á gólfið.
Spáin er þessi og stig fyrir aftan.
Spá Dominos-deild karla:
Hæsta gildi 432 – Lægsta gildi 36
1. KR - 394
2. Stjarnan - 369
3. Grindavík - 368
4. Þór Þorl - 311
5. Snæfell - 295
6. Keflavík - 284
7. ÍR - 180
8. UMFN - 177
9. Tindastóll - 141
10. Fjölnir - 120
11. KFÍ - 86
12. Skallagrímur - 83
Í dag kl. 13.30 verður haldin fjölmiðlafundur fyrir upphaf Domino's deildanna sem hefjast á morgun miðvikudag hjá konum og sunnudaginn hjá körlum.
Fulltrúar, þjálfarar og fyrirliðar allra liða í Domin's deildunum verða á staðnum sem og fjölmiðlar og að venju verður spá þeirra kynnt.
Fundurinn verður haldinn í fyrirlestrar sal Laugardalshallarinnar og hefst klukkan 13:30. Gengið er inn um nýja anddyri Hallarinnar að framan.
-kki.is
NánarLoksins er vetrarstarfið að hefjast og það af fullum krafti. Stelpurnar í meistaraflokki KFÍ hefja leik í 1.deild á sunnudaginn og leika gegn hinu feykisterka liði Hamars úr Hveragerði sem féll úr efstu deild í fyrra og ætla sér beint upp aftur. -
NánarÞriðji og síðasti leikur KFÍ í æfingarferð okkar suður þessa helgi var gegn Breiðabliksdrengjum Borce og unnum við sigur þar. Lokatölur 74-66. Allir komust vel frá sínu, en við vorum í miklum villuvandræðum allan leikinn. En það er ekkert töff við að vera villulaus og þannig rúllum við ekki. Pétur notaði skiptimiðann vel í þessum leik og voru ungu strákarnir flottir. Það er gaman að sjá hve vel þeir eru að láta að sér kveða og ætla að sparka í dyrnar, ekkert bank þar.
Stighæstur okkar manna í dag var Pance með 22 stig.
Nánari fréttir verða settar inn í kvöld en núna er það sturta, matur og svo heim.
Áfram KFÍ
NánarFyrstu mínútur leiks Stjörnunnar og KFÍ gáfu þeim 6 gestum sem mættir voru til að horfa á, vísbendingu þess efnis að skollið væri loks á haust, þar sem bæði lið virkuðu afar ryðguð, ekkert flot í sóknarleiknum og miðið í skakkari kantinum, enda var staðan lengi vel 4-7 KFÍ í vil.
En um miðbik fyrsta leikhluta hrukku heimamenn að einhverju leyti í gang þar sem að kani Garðbæinga, Brian nokkur Mills fór mikinn en á stundum virtist hann vera allsstaðar og í öllum stöðum, þar sem að hann skoraði hverja körfuna á fætur annari, tróð að minnsta kosti tvisvar, stal boltum, tók fráköst og varði skot Ísfirðinga.
En þegar leiktíminn í fyrsta fjórðungi var við það að renna út og staðan var 25-8 Stjörnunni í vil, gerði Chris sitt besta til að kveikja neistann í sínu liði og skoraði flautukörfu og úr víti að auki. Staðan 25-11 Stjörnunni í vil.
NánarVið mættum til leiks í Borgarnes í kvöld og má segja að ryðgaðir drengir hafi tapað fyrir glaðbeittum fjósamönnum sem voru einfaldlega betri en við. Lokatölur 89-73, en við skulum samt muna að þetta er fyrsti leikur okkar þetta tímabilið með gjörbreytt lið mínus orkuboltann Kristján Pétur sem er að ná sér eftir uppskurð. Ljósi punktur kvöldsins var Gummi Gumm sem sýndi flotta takta ásamt Mirko Stefáni.
Þetta er byrjun en enginn endir og við öskrum okkur saman næstu vikuna. Næsti leikur okkar er gegn Stjörnunni og síðan endum við helgina með leik gegn Borce og hans lærisveinum á sunnudag.
Áfram KFÍ
NánarMeistaraflokkur karla heldur í æfingarferð á helginni og mætir þremur liðum á þremur dögum, Skallagrím, Stjörnunni og Breiðablik.
NánarÞá er þetta að bresta á hjá KFÍ. Í morgun komu B.J. Spencer og Chris M.W. heim og eru að leggja sig eftir strembið ferðalag. En þeir voru báðir með bros á vör og hlakka til vetrarins.
Í morgun var einnig gengið frá samningum við dreng að nafni Momcilo Latinovic. Hann útskrifaðist frá New Mexico Highland University núna í vor þar sem hann var með 14.5 stig og 3.5 fráköst í leik. Hann er 198 cm. á hæð og getur spilað flestar stöður á vellinum. Hann er mikil skytta og var með 44% þriggja stiga nýtingu s.l. vetur.
Momcilo er væntanlegur á næstu dögum og hér má sjá myndband af kappanum.
Kristján Pétur fór í aðgerð á hné fyrir helgina og er kominn í sjúkraþjálfun og kemur vonandi til baka fljótt, en hann er í öruggum höndum hjá frábærum sjúkraþjálfurum hér fyrir Vestan.
Þá er allt að verða klárt hjá mfl. karla og tilhlökkun að fara að byrja tímabilið.
NánarÞá er allt að komast í eðlilegt horf á Jakanum. Pétur þjálfari er kominn heim eftir ansi langt og erfitt verkefni með landsliðinu út um alla Evrópu. Það er gott að fá hann til baka og núna eru erlendu leikmenn okkar þeir Chris og B.J. Spencer að koma á næstu dögum sem og að Mirko er að detta í hús og er þá hópurinn að verða klár fyrir veturinn.
Þetta verður mjög krefjandi vetur hjá KFÍ í öllum flokkum, en öllum er farið að hlakka til verkefna tímabilsins. KFÍ-TV er búið að vera í útsendingum í allt sumar með fótboltanum og eru komnir með ýmislegt nýtt sem áhugavert verður að sjá.
Yngri flokkar okkar eru komnir á fullt og stjórn KFÍ og unglingaráð eru á fullu. Sem sagt allt að gerast hjá okkur og tilhlökkun í hverju horni.
Áfram KFÍ
Nánar