Fréttir - Körfubolti

Fyrsti leikur okkar í Lengjubikarnum í kvöld

Körfubolti | 11.10.2012
Þeir eru tilbúnir drengirnir
Þeir eru tilbúnir drengirnir

Fyrsti leikur okkar í Lengjubikarnum í ár er gegn Hamri á Jakanum n.k. sunnudag kl.19.15 og eru það drengirnir hans Lalla Friðfinns úr Hveragerði sem koma og etja kappi við okkur. 

 

Lengjubikarinn er skemmtileg keppni sem veitir marga leiki inn í vertíðina hjá körfunni og gefur einnig 1.deildar liðum tækifæri. Þarna vorum við í fyrra og gékk vel hjá okkur. Það er ekkert annað á dagskrá en að gera vel þarna og hlakkar öllum til að mæta til leiks.

 

Steini mun verða með Muurikka pönnuna á sínum stað kl.18.15 ,,þetta er ekki grill. þetta er ekta" og galdra fram frábæra borgara.

 

KFÍ-TV og BB Sjónvarp verða á staðnum og verður bein útsending að sjálfsögðu frá KFÍTV  fyrir þá fjölmörgu sem fylgjast með. Við byrjum útsendingu kl.19.00 og leikur hefst kl.19.15.

 

Áfram KFÍ

Nánar

Fjölnir sprækari á öllum sviðum körfuboltans í kvöld

Körfubolti | 10.10.2012
Stebbi var flottur í kvöld
Stebbi var flottur í kvöld
1 af 2

Ekki var boðið upp á áferðafallegan körfubolta af okkur hálfu í kvöld. Drengirnir úr Grafarvogi voru einfaldlega miklu betri en við lungann úr leiknum og unnu sanngjarnan sigur. Lokatölur 67-95. 

 

Það var rétt í byrjun leiksins sem við vorum að gera hlutina rétt. Koma boltanum vel af stað, dreifa spilinu og fá opin skot. Og staðan eftir fyrsta leikhluta var 27-30. En svo fóru Fjölnismenn á flug og allir sem settir voru inn skiluðu sínu og vel það. Þeir tóku annan leikhluta 9-23 og héldu til leikhlés með góða forustu 53-36. Þegar þarna var komið héldu allir að við myndum hrista af okkur slénið og það reyndist rétt varnarlega fyrst um sinn í þriðja leikluta, en sóknarleikur okkar var einhæfur og einkenndist af miklu einspili. 

 

Þegar haldið var til síðasta leikhluta var staðan 46-69. Síðasti leikhlutinn var lauslega þýddur "jó-jó" þar sem boltinn fór fram og til baka, en varla mikil barátta til staðar nema hjá yngri strákunum sem börðust vel, en enginn meira en Stebbi Diego hjá okkur. Þar var hjartað og fær hann mikið lof fyrir frá okkur. leiklutinn fór 21-26 og voru allir hjá Fjölni að leggja sitt í púkkið. Lokatölur eins og áður kom fram 67-95 og þessi farinn, búinn, bless.

 

Það skal ekki dæma KFÍ strákana á þessum eina leik. Við vitum að það býr miklu meira í þessu liði og það sást greinilega að við erum ekki komnir jafn langt og Fjölnir í undirbúningnum og eru menn enn að læra á hvorn annan. Við eigum eftir að sjá allt annað lið í næstu leikjum, því menn eru ekkert að gefast upp og aðeins tveir leikir búnir af löngu tímabili.

 

Næsti leikur er hér á Jakanum n.k. sunnudag 14.október kl.19.15 og er sá leikur Í Lengjubikarnum gegn Hamri frá Hveragerði og það er klárt mál að þeir koma dýrvitlausir til leiks. Það munum við einnig gera.

 

Hér er Myndbrot frá Fjölni Baldrussyni og BB Sjónvarpi frá leiknum

 

Áfram KFÍ

 

Tölfræði leiksins

Nánar

KFÍ-Fjölnir á miðvikudag í Dominos deildinni

Körfubolti | 10.10.2012
Næsti kominn
Næsti kominn

Það er ekki löng bið í næsta leik hjá drengjunum okkar. Næsti leikur er eftir tvo daga eða n.k miðvikudag 10.október og gestir okkar strákarnir hans Hjalta Vilhjálmssonar úr Grafarvogi, en þeir gerðu sér lítið fyrir og skelltu KR í gærkvöld og sýna rétt eins og við hér á KFÍ síðunni höfum þó vitað að þeir ætla sér stóra hluti í vetur og hafa allt til þess að bera með jöfnum og skemmtilegur hóp úr að moða.

 

Við ætlum að gera þennan leik fjölskylduvænan og mun Steini koma með Muurikka pönnuna "þetta er ekki grill, þetta er ekta" og galdra fram hamborgara eins og honum er einum lagið. Grillið hefst kl. 18.15 og er þetta frábær leið til að þurfa ekki að kaupa sér í matinn, elda og vaska upp. Bara koma með famelíuna og skella í sig borgara "a la Steini og Eva"

 

Við fengum frábæra áhorfendur á Jakann í gærkvöld og viljum fá þennan hóp aftur og fleiri til !

 

KFÍ-TV verður á sínum stað og sendir frá leiknum til áhorfendaþyrstra aðdáenda vís vegar um heim. En áhorf á siðasta leik var vo magnað að serverinn okkar fór á hvolf. Það er búið að gera vieigandi rástafanir til að þetta gerist ekki aftur, en við á netsjónvarpinu erum afar þakklátir fyrir stuðninginn sem við erum að fá og lofum miklum og góðum nýjungum á næstunni.

 

Hér er bútur frá leiknum gegn Skallagrím sem Fjölnir Baldirsson  hjá BB Sjónvarp setti inn

 

Ástæða þess að leikurinn er á miðvikudag en ekki á fimmtudag eins og ráðgert var, er vegna Íslandsmeistaramóts í Bocchia sem haldið er hér 11-13.október á Jakanum og ber að fagna þessu framtaki.

 

Áfram KFÍ

Nánar

KFÍ og Sjúkraþjálfun Vestfjarða í samstarf

Körfubolti | 09.10.2012
Hér eru Sævar Óskarsson, Guðni Ó. Guðnason, Ólafur Halldórsson, Atli Jakobsson og Tómas Emil kátir.
Hér eru Sævar Óskarsson, Guðni Ó. Guðnason, Ólafur Halldórsson, Atli Jakobsson og Tómas Emil kátir.

Í dag var skrifað undir samning Sjúkraþjálfun Vestjarða og KFí um samstarf. SV mun sjá um umönnun á íþróttafólki okkar og vera okkur stoð og stytta á leikjum ásamt því að setja faglega þekkingu í alla þætti starfs okkar er lítur að þjálfun og eftirfylgni á meiðslum fólks okkar.

 

Það er ómetanlegt að hafa svona fólk með okkur. Mikið álag er á skrokkum og töluverð meiðsli eru fylgifiskur íþrótta. Ekkert er betra en að hafa fólk á bak við starfið sem metur og ráðleggur félagi hvernig á að fyrirbyggja meiðsl, byggja upp og styrkja líkamann.

 

Það er mikil gleði í herbúðum okkar með þennan samning,  en hjá Sjúkraþjálfun Vestfjarða er einvalalið að störfum og hafa tveir Ísfriðingar nýlega flutt heim á ný og hafið hér störf. Það eru þeir Atli Jakobsson og Tómas Emil Guðmundson Hansen. Ólafur Halldórsson er aðalmaður SF og hefur verið okkur innan handa í mörg ár.

 

Sjúkraþjálfun Vestfjarða er ríkulega tækjum búin í alla staði. Stofan hefur að geyma, ásamt hefðbundum tækjum til sjúkraþjálfunar, fullbúinn tækjasal sem gefur frábæra möguleika til þjálfunar. Við skorum á þá sem ekki þekkja til að kynna sér starfsemi þeirra.

Nánar

Þvílík skemmtun og spenna á Jakanum er KFÍ lagði Skallagrím

Körfubolti | 07.10.2012
BJ komst vel frá sínu í kvöld. Mynd Halldór S. BB.is
BJ komst vel frá sínu í kvöld. Mynd Halldór S. BB.is
1 af 2

Það er óhætt að skrifa hér að allt hafi verið í boði í kvöld. Drama spenna, skúffelsi og fagnaður, en það fer eftir hver á í hlut hvað átt er við. En KFÍ lagði Skallagím í sínum fyrsta leik í Dominos deildinni. Lokatölur 95-94 eftir að framlengja þurfti leikinn að lokum venjulegum leiktíma 84-84.

 

Það var ekkert sem benti til þess að við værum tilbúnir í leikinn í bryjun og klaufaleg mistök ásamt ágætis skammti af værukærð gerði það að verkum að Skallarnir náðu fínu áhlaupi og komust í 6-18 eftir fimm mínútna leik og aftur í 18-28 og var paxle burjaður að hrella mann og annan með hittni sinni og herkænsu. Staðan að lokum fyrsta leikhuta var 20-28 og Pétri ekki skemmt á hliðarlínunni.

 

Smá saman fóru menn þó að spila sig betur saman og var innkoma yngri drengjanna mikilvæg þar. Gummi, Leó og Stebbi hentust af bekknum með látum og gáfu engan grið. Borgnesingarnir voru þó alltaf á undan með Paxel í ham og fóru til hálfleiks með sex stiga forskot 37-43.

 

Seinni hálfleikur byrjaði eins sá fyrri með mikilli baráttu og villurnar hrönnusðust upp og tæknivíti voru gefinn á bæði lið sem grátbáðu um þau. En leikruinn jafnaðist og um lok þriðja leikhluta komust drengirnir á Jakanum loks yfir 58-57 og bros að færast yfir mannskapinn. Eftir þriðja leikhluta var jafnt 60-60 og spennan farin að segja til sín.

 

Fjórði leikhlutinn var skemmtilegur fyrir suma og aðra ekki. BJ og Chris lentu í villuvandræðum, en Gummi og Léo stigu upp heldur betur þarna og ulluðu á sér eldri og reyndari menn.  Það er skemmst frá því að segja að háspenna lífshætta var á lokamínútunum þar sem allir héldu að fjósadrengirnir væru að sópa sigrinum með sér, en BJ náði að jafna leikinn á vítalínunni þegar þrjár sekúndur voru eftir af leiknum og hefði getað komið okkur fyrir en geigaði og framlengt 84-84.

 

Þarna var enn og aftur var vasaklúturinn kominn upp hjá sumum til að þerra svitann á pöllunum og menn og mýs að missa sig úr spenningi.  Og þessi fjórðungur bauð upp á allt sem hægt er að panta í þessum frábæra leik sem karfan er. Og leiðin skiptust á að skora. En Paxel var farinn að komast í dýrðlingartölu hjá Borgnesingum en hann hreinlega vildi ekki hætta að skora úr öllum færum og koma þeim í færi á að taka leikinn. En Leó, Mirko og Gummi voru á örðu máli og spiluðui frábærlega í restina með fráköst og góðar körfur. Þarna voru BJ og Chris komnir í fimm villur og þá er stóra sviðið þeirra sem vilja sýna sig. Og KFÍ vildi sýna þeim fjölmörgu er komu til leiks að það yrði gaman í vetur og kláruðu leikinn. Lokatölur 95-94 og fyrsti sigur í Dominos deildinni staðreynd.

 

Þess má geta hér að KFÍ-TV sýndi beint frá leiknum og var atgangurinn svo mikill að kerfið fór næstu á hvolf. En þetta reddaðist að lokum og var gríðarlegt áhoft sem er skemmtilegt og spennandi.

 

Næsti leikur okkar er á miðvikudagskvöldið 10.október en þá koma Fjölnisstrákarnir í heimsókn en þeir gerðu sér lítið fyrir og tóku KR í kvöld í hökuleik.

 

 

KFÍ-Skallagrímur 95-94 (20-28, 17-15, 23-17, 24-24, 11-10)
 
KFÍ: Bradford Harry Spencer 25, Mirko Stefán Virijevic 21/6 fráköst, Christopher Miller-Williams 18/12 fráköst, Jón Hrafn Baldvinsson 11/9 fráköst, Guðmundur Jóhann Guðmundsson 8/8 fráköst, Leó Sigurðsson 6, Pance Ilievski 6/4 fráköst, Óskar Kristjánsson 0, Jón Kristinn Sævarsson 0, Gautur Arnar Guðjónsson 0, Stefán Diegó Garcia 0.
 
Skallagrímur: Páll Axel Vilbergsson 45/5 fráköst, Carlos Medlock 18, Hörður Helgi Hreiðarsson 8/5 fráköst, Egill Egilsson 6/5 stoðsendingar, Sigmar Egilsson 5, Trausti Eiríksson 5/10 fráköst, Orri Jónsson 4, Davíð Ásgeirsson 2, Birgir Þór Sverrisson 1, Davíð Guðmundsson 0, Atli Aðalsteinsson 0, Andrés Kristjánsson 0.
 
Dómarar: Jón Guðmundsson, Georg Andersen, Ísak Ernir Kristinsson og eins og bæði lið áttu þeir sína feila, en komu heilt út vel rá þessum erfiða leik og sýndu að þriggja dómara reglan er áhugaverð og nauðsynleg viðbót við þennan frábæra leik sem karfan er.
Nánar

Tap í fyrsta leiknum hjá stelpunum

Körfubolti | 07.10.2012
Stelpurnar verða klárar í vetur
Stelpurnar verða klárar í vetur

Stelpurnar í KFÍ voru að ljúka fyrsta leik sínum í 1.deildinni og voru það stúlkurnar úr Hamar sem komu sáu og sigruðu örugglega. Lokatölur 51-82.

Nánar

Beinar útendingar á morgun frá báðum leikjum KFÍ

Körfubolti | 06.10.2012
Tveir leikir á morgun
Tveir leikir á morgun

KFÍ-TV ætlar að senda beint frá báðum leikjum meistaraflokks félagsins. Fyrri leikurinn er leikur í 1.deild kvenna og eru gestir okkar Hamar frá Hveragerði og er leikurinn hefst kl.14.45 og munum við byrja að senda út kl.14.35.

 

Seinni leikur í beinni er leikur meistaflokks karla í Dominos deildinni. Það koma drengirnir frá Skallagrím og hefst sá leikur kl.19.15 og byrjum við útsendingu kl.19.00.

 

Strákarnir á KFÍ-TV og BB sjónvarp með meistarann Fjölni Baldursson verða klárir og verða viðtöl og annað skemmtilegt sent út og tekið til.

 

For the wiewers abroad that want to see the game KFÍ-Skallagrímur there is a link here below. We start the live feed 19.00 local time.

 

Hér er slóðin á útsendinguna www.kfitv.is

Nánar

Pétur í viðtali á Mbl.is

Körfubolti | 05.10.2012
Pétur er alltaf tilbúinn í viðtöl
Pétur er alltaf tilbúinn í viðtöl

Pétur Már þjálfari var tekinn í vital hjá mbl.is og hér er drengurinn flottur, svona eins og venjulega þegar hann kemur í viðtal.

 

Nánar

KFÍ-TV og BB Sjónvarp í samstarf

Körfubolti | 05.10.2012
Meira og betra er gott mottó
Meira og betra er gott mottó

Samningar hafa náðst milli BB og KFÍ-TV um samstarf í útsendingum frá KFÍ-TV í vetur. Heimaleikir KFÍ verða því sýndir í beinni útsendingu á KFÍ-TV og BB sjónvarpi . Sýnt verður frá öllum heimaleikjum meistaraflokks karla og einnig frá völdum leikjum kvennaliðsins, sem leikur í 1. deild.

 

Þetta er gott fyrir báðar stöðvar en við fáum þarna galdramanninn Fjölnir Baldursson með í lið sem hefur verið með okkur s.l. vetur, en hann mun ásamt okkur vera með viðtöl fyrir og eftir leiki, þætti og margt annað sem mun koma verulega á óvart.  Það er mikil tilhlökkun að hefja leik bæði á gólfi og á svölum.

 

Sérstök heimsíða KFÍ-TV er í smíðum og er væntanleg í loftið innan tíðar, en þar munu verða ýmsar nýjungar.

 

Fjörið hefst á sunnudag þegar meistaraflokkur karla tekur á móti geysisterku liði Skallagríms úr Borgarnesi, en bæði lið léku í 1. deild á síðustu leiktíð.

 

Leikurinn hefst kl. 19.15 og útsending hefst 19.05 og verður eins og áður sagði, í beinni útsendingu á vef  KFÍ-TV og BB Sjónvarps

Nánar

Vertíðin byrjar um helgina hjá KFÍ

Körfubolti | 03.10.2012

Þá byrjar veislan og ekki er verra að bæði meistarflokksliðin okkar hefja leik sama dag sunnudaginn 7.október n.k.. Stúlkurnar taka á móti liði Hamars frá Hveragerði í 1.deildinni og hefst sá leikur kl.14.45

 

Og svo hefst Dominos deildin hjá strákunum kl. 19.15 og eru andstæðingar okkar Fjósadrengirnir frá Skallagrím.

 

Steini kokkur verður með Muurikka pönnuna á fullu frá klukkan 18.00 og eldar hamborgara "a la Steini" og er óhætt að segja að ,,þetta er ekki grill heldur ekta" :)

 

Stuðningsmannakortin verða til sölu á staðnum og eru þau seld á 15.000.- kr. Kortin gilda á alla leiki í hjá KFÍ í 1.deild kvenna, Dominosdeildinni og Lengjubikarnum auk unglingaflokks leikina. Einu leikirnir sem eru utanskyldir eru leikir okkar í bikarkeppni KKÍ. Í allt eru þetta 30 leikir sem gerir þá um 500.- kr. á leik sem er vel gert. Kortin eru mikil og góð fjáröflun fyrir okkur og inn í þeim er kaffi í hálfleik auk annarra tilboða sem verða kynnt á næstu dögum. Þeir sem vilja fá kortin fyrrir helgi bendum við á að hafa samband við Guðna gjaldkera í tölvupóst sem er gudnioli@gmail.com og við komum þeim í þínar hendur.

 

KFÍ-TV er að byrja einnig og verður sýna í HD í vetur samkvæmt áætlun okkar þar um. Strákarnir hafa í sumar sent út fótboltaleikina með góðum árangri og erum við að hefja sjötta árið í útsendingu frá Jakanum. Við hvetjum þá sem eru fjarri heimahögum og eiga ekki heimangegnt að vera við tölvuskjáinn og fá leikinn beint í æð. Útsending hefst kl.19.05 og eru það Gaui.Þ, Sturla Stígsson og Jakob Einar sjónvarpsstjóri sem stýra þessu ásamt fjölda aðstoðarmanna. Við lofum nýjungum í vetur.

 

Við hvetjum fólk að koma á leikina fá sér hamborgara og taka þátt í fjörinu með okkur

 

Áfram KFÍ

Nánar