Körfufjör KFÍ fór fram með pompi og prakt á laugardaginn var.
Um 60 börn komu og prófuðu körfubolta undir öruggri handleiðslu þjálfara KFÍ.
Farið var í gegnum ýmsar æfinar og þrautir og körfubolti spilaður.
Það voru síðan þreyttir og ánægðir krakkar sem færðu sig yfir í menntaskóla eftir um tveggja tíma körfufjör. Þar var boðið upp á pizzur og drykki og fylgst með landsleik Íslendinga og Svertfellinga í körfu og einnig var horft á körfuboltamynd.
Dagurinn tókst mjög vel og gaman að sjá hversu margir komu og prófuðu okkar skemmtilega leik.
Fleiri myndir frá deginum er hægt að finna hér.
Nánar
Mikil körfuboltaveisla verður haldin í íþróttahúsinu á Torfnesi á morgun, laugardaginn 8. september, þar sem Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar mun halda einskonar mini-körfuboltabúðir til að kynna grunnskólanemum þessa skemmtilegu íþrótt. Allir eru velkomnir en sérstaklega er horft til nemenda í 4-8. bekk sem hafa áhuga á körfu og vilja kynnast henni betur.
Körfufjörið hefst kl. 13 þar sem þjálfarar félagsins stýra stöðvaþjálfun og körfuboltaleikjum. Holl hressing verður á staðnum en að afloknum æfingum verður krökkunum boðið í pizzuveislu og skemmtilegheit í Gryfjunni í Menntaskólanum á Ísafirði. Þar verður einnig skemmtilega körfuboltamynd á skjánum sem og bein útending frá leik Íslands og Svartfjallalands með Þjálfara KFÍ sem er aðstoðarþjálfari Íslands og þar eru einnig Jón Arnór, Jakob Sigurðarson og Hlynur Bæringsson á meðal leikmanna, en þessir drengir komu hingað í æfingabúðir KFÍ í sumar og létu að sér kveða.
Segja má að þetta séu einskonar mini-körfuboltabúðir þar sem krökkum gefst kostur á að kynnast starfsemi KFÍ og fá upplýsingar um starfið framundan í vetur. Foreldrar eru sérstaklega hvattir til að koma og fylgjast með æfingum krakkanna en heitt verður á könnunni auk þess sem hægt verður að nálgast upplýsingabækling um starfið framundan í yngri flokkunum í vetur. Það er unglingaráð KFÍ sem stendur fyrir Körfufjörinu og er það von ráðsins að sem flestir kíki við á Torfnesi á laugardag til að kynna sér hvað KFÍ hefur upp á að bjóða fyrir yngri aldurshópa.
NánarUnnið er hörðum höndum að undirbúning keppnisdagagatalinu hjá KFÍ. Við byrjum tímabilið hér heima 7.október og svo hefst veislan. Við munum keppa rúmlega 50 heimaleiki í öllum flokkum og um svipað magn af útileikjum. Það verður því nóg að gera hjá KFÍ fjölskyldunni og er stjórn og þjálfarar í óða önn að klára þetta púsluspil. Það er að mörgu að hyggja enda erum við að keppa um allt land og má nefna hér nokkra staði. Akureyri, Sauðárkrókur, Stykkishólmur, Reykjavík, Grindavík. Keflavík, Njarðvík, Ólafsvík, Hella, Hveragerði, Laugarvatn, Borgarnes, Akranes, Hafnarfjöðru, Kópavogur.
Það sýnir á þessari upptalningu að mikið er um að vera og þurfum við að fá stuðning allra til að vel takist til. Svona dagskrá útheimtir mikla vinnu sem margir koma að. Við hvetjum ykkur að fylgjast með og mæta á leikina okkar. Við verðum með yngri flokkana frá minnibolta upp í unglingaflokk og svo meistaraflokka kvenna, karla og KFÍ-b.
Áfram KFÍ.
NánarÆfingatafla yngriflokka er klár.
Hægt að nálgast hana hér.
Endanleg tafla sem inniheldur meistaraflokka verður komin á vefinn innan skamms.
NánarIðkendur okkar orðnir óþreyjufullir að hefja æfingar. Búið er að opna íþróttahúsið eftir sumarfrí og æfingar hefjast af fullum krafti strax á morgun.
Ekki er enn urt að birta endanlega æfingatöflu þar sem örfá atriði eru ekki endanlega klár.
Eftirfarandi flokkar hefja leikinn á morgun og munu hafa þessa tíma á þriðjudögum í vetur.
Minnibolti stúlkna (10-11 ára) 15.35 - 16.25
8. flokkur drengja (12-13 ára) 15.35 - 16.25
8. flokkur stúlkna (12-13 ára) 15.35 - 16.25
11. flokkur drengja (14-16 ára) 17.20 - 18.20
Fylgist með hér á kfi.is, restin af töflunni fer í loftið innan skamms
NánarNú þegar skólar eru komnir í gang styttist í að æfingatafla vetrarins birtist.
KFÍ mun bjóða upp á æfingar fyrir stráka og stelpur frá 10 ára aldri í Torfnesi og frá leikskólaaldri að Austurvegi.
Fyrir liggur að 7 yngri flokkar munu taka þátt í íslandsmóti, minniboltahópar munu fara á sín mót og að ógleymdum meistaraflokkunum okkar. Spennandi vetur er framundan í úrvalsdeild hjá meistaraflokki karla og í 1. deild hjá meistaraflokki kvenna.
Æfingatafla ætti að vera klár strax í byrjun næstu viku og viljum við biðja alla að fylgjast vel með hér á kfi.is.
Öflugir þjálfarar undir öruggri stjórn Péturs Más Sigurðssonar yfirþjálfara félagsins og aðstoðarlandsliðsþjálfara munu sinna þjálfun.
Nánar
Dagbjartur Jónsson náði silfri í spjótkasti á ULM um verslunarmannahelgina. Við erum stolt af pilti en hann er að sjálfsögðu að æfa og keppa með KFÍ og faðir hans hinn síungi Jón Oddsson er aðstoðarþjálfari meistaraflokks og móðir hans Marta Ernstdóttir er í unglingaráði. Þau eru að sjálfsögðu landsþekkt í íþróttaheimnum og strákurinn ætlar greinilega að fylgja þeim fast á eftir
Til hamingju með árangurinn
NánarÍ dag var dregið í riðla í Lengjubikarnum og erum við í B-riðli ásamt KR, Snæfell og 1.deildarliði Hamars úr Hveragerði. Borce fyrrum þjálfari KFÍ fær að keppa gegn Tindastól með sínu nýja liði Breiðablik. Leikið er heima og að heiman og hefjast leikirnir 14.október
NánarÁ sunnudagskvöldið kom skip HG, Júlíus Geirmundsson eftir að setja nytt met en þeir komu á land með aflaverðmæti upp á 360 milljónir króna eftir 39 daga veiðiferð. KFÍ setti upp grill og sá um að gefa áhöfn Júllans, fjölskyldur þeirra og gesti að borða en boðið var upp á pylsur og hamborgara.
Til hamingju HG og áhöfn Júlíusar Geirmundssonar
NánarPance Ilievski er genginn aftur í raðir Ísfirðinga eftir að hafa leikið síðasta tímabil með Bolungarvík. Pance er flestum áhangendum KFÍ kunnur enda lék hann með liðinu á árunum 2006-2011 og sigraði með þeim í 1. deildinni árið 2010.
Nánar