Fréttir - Körfubolti

Við reddum öllu fyrir Vestan

Körfubolti | 07.06.2012
Góð þjónusta
Góð þjónusta

það kemur ýmislegt upp á í svona stóru heimili. Eitt afþví er þegar krakkar slíta skóm sínum vegna stanslausra æfinga, eða þá að þau einfaldlega eru vaxinn upp um svona 1-2 númerum.Og þá er bara farið í Hafnarbúðina og málinu reddað fyrir krakkana. Það er gott að eiga góða að með flotta þjónustu og kunnum við þeim í Hafnarbúðinni bestu þakkir fyrir góða hjálp og svona stundum.

Nánar

Dagur 2: ,,Ready, steady, go"

Körfubolti | 07.06.2012
Tilbúin !
Tilbúin !
1 af 10

Krakkarnir vöknuðu tímanlega kl.06.45 og fóru í morgunmat og voru svo komin á hurðarsnerilinn vel fyrir kl.08.00 áköf í að byrja daginn. Það var fjör hér á Jakanum þegar þjálfararnir þeir Arnar, Borce, Scott, Finnur, Hjalti og Patechia settu upp stöðvaræfingarnar fyrir hópa 1-3 sem byrjuðu kl.08.00 og svo koma hópar 4-5 kl.09.30.

 

Síðan er dagskrá alveg á fullu í allan dag með séræfingum sem settar verða upp fyrir eldri "púkana"

 

,,La vita é bella"

Nánar

Dagskrá Körfuboltabúðana

Körfubolti | 06.06.2012

Dagskrá Körfuboltabúðana má nú nálgast hér fyrir neðan

 

Dagskrá

Nánar

Myndir frá byrjun

Körfubolti | 06.06.2012
Sumir byrja fyrr en aðrir
Sumir byrja fyrr en aðrir
1 af 6

Hér eru nokkrar myndir fyrir þá sem eru að fylgjast með krökkunum sínum. Fréttir ogmyndir munu koma inn reglulega, þannig að verið dugleg að kíkja inn :)

Nánar

Þá eru búðirnar komnar af stað

Körfubolti | 06.06.2012
Krakkarnir spenntir að hlusta á Finn
Krakkarnir spenntir að hlusta á Finn

Núna eru búðirnar hafnar og mikið fjör. Um helmingur af krökkunum eru mætt og restin á ferðinni og mæta um eða eftir hádegi og fram á kvöld. Við hvetjum sem felsta að koma upp í íþróttahús og sjá "Púkana" í aktíon :)

Nánar

Nú er talið niður í búðirnar

Körfubolti | 04.06.2012
Jón Arnór  og Hlynur eru á leiðinni
Jón Arnór og Hlynur eru á leiðinni

Það hefur ekki gerst áður hjá okkur að allt gistrými er fullt og metaðsókn er í búðirnar hjá okkur. Þetta eru frábærar fréttir en allt frá því að við hófum þetta 2009 reyndum við að koma með "útlönd" heim og það er aldeilis að takast. Þjálfarar og gestir okkar eru að týnast í hlað á miðvikudag og þá hefst fjörið.Við munum vera með fréttir á hverjum degi með myndum til að foreldrar og vinir geti fylgst með.

 

Búið er að ganga frá heimavistinni hjá okkur, kaupa kjúlla, fisk, ávexti og með því og eru sjálfboðaliðar okkar að skrifa sig á vaktir. Um 50 manns koma að þessum búðum og erum við þakklát fyrir þá óeigingjörnu vinnu sem það er til að leggja a sig. Það er meira en að segja a halda út svona batteríi og eru þó nokkrir að taka út sumarfrí til að vinna fyrir okkur. Svo væri ekki hægt að gera þetta nema að hafa Ísafjarðarbæ, Menntaskólann á Ísafirði og sérstaklega starfsfólk íþróttahússins á Torfnesi með okkur.

 

Við byrjum kl. 10.00 í fyrramálið 6.júní, en fólk er að týnast inn allan daginn og munu engir missa af neinu, við sjáum til þess. Dagskrá mun verða sett saman á morgun þegar þjálfarar eru búnir að velja í hópa. Nú er bara að bretta upp ermar og taka á því :) Svo verða allir komnir á fullt um kvöldið og næstu daga !

 

Við hvetjum sem flesta til að kíkja í búðirnar hjá okkur og sjá efnivið framtíðarinnar að leik og ekki er úr vegi að sjá þjálfarana sem koma að þessu með okkur að störfum. Þar er samankomið frábær mannskapur sem leggur mikið á sig til að koma hingað.

 

Einnig erum við þakklát þeim Jakobi Sig, Jón Arnóri, Hlyn Bærings, Heiðrúnu H. og Sigrúnu Á. að koma og hjálpa okkur. Það er ekki dónalegt að eiga svo fólk að.

 

Áfram körfubolti.

Nánar

Krakkar frá 18 félögum á leið í æfingabúðir KFÍ 2012

Körfubolti | 02.06.2012
Landsliðsmennirnir Jakob Sigurðarson og Hlynur Bæringsson eru að renna í hlað á næstu dögum
Landsliðsmennirnir Jakob Sigurðarson og Hlynur Bæringsson eru að renna í hlað á næstu dögum

Það er líf og fjör í skráningu í æfingabúðirnar okkar í ár.

 

Það eru rúmlega 100 iðkendur frá félagi skráð til leiks og þau koma frá. Þór Akureyri., Fjölni Grafarvogi, Hetti Egilstöðum, Herði Partreksfirði, Þór Þorlákshöfn, ÍR Reykjavík, KR Reykjavík, UMFH Flúðum, Sindra Hornafirði, Skallagrím Borgarnesi, ÍA Akranesi, Stjörnunni Garðabæ, Snæfell Stykkishólmi, Laugdælir Laugavatni, Afturelding Mosfellbæ, Haukar Hafnarfirði,  KFÍ Ísafjarðarbæ og frá UMFG Grindavík.

 

Þetta er alveg frábært og ekki loku skotið fyrir að nokkrir bætist í hópinn á morgun og mánudag en mikið er um fyrirspurnir. Það er gaman að segja frá því að Höttur frá Egilsstöðum og Sindri Hornafirði eru að senda krakka hingað og þegar keyrt er eins og Viðar  og Kristleifur gera þá eru þetta litlir 1650 km. í keyrslu frá Egilstöðum og þau frá Sindra leggja í 1796 km. til að taka þátt í þessum búðum og verður að dást að þessu fólki og reyndar að öllum þeim sem koma og taka þátt og verður vel tekið á móti öllum okkar gestum.

 

Við erum að leggja lokahönd á öll verkefni fyrir búðirnar, en þetta er gríðarlega stórt verkefni, en í senn algjör hátíð fyrir alla sem að þessu koma. Þjálfarar eru að klára dagskrá sem er send til iðkendanna í tölvupósti ásamt því sem við erum dugleg að senda póst með fréttum og ýmsum upplýsingum sem koma að notum.

 

Búðirnar hefjast miðvikudaginn 6. júní. og þeim lýkur mánudagskvöldið 11. júní. 

 

Enn er hægt að bæta við nokkrum krökkum, en allar nánari upplýsingar um þessa viku gefur Gaui.Þ í síma 896-5111 eða senda tölvupóst til hans á kfibasketball@gmail.com

 

Scott Stabler ABA í USA.

Hrafn Kristjánsson KR, Reykjavík.

Pétur Már Sigurðsson KFÍ, Ísafjörður. 

Hjalti Vilhjálmsson Fjölni, Reykjavík. 

Finnur Freyr Stefánsson KR, Reykjavík. 

Patecia Hartman WUBA, USA. 

Arnar Guðjónsson Aabyhoj Danmörk.

Jón Oddsson Frjálsíþróttaþjálfari, Ísafjarðarbær. 

Martha Ernstdóttir Sjúkraþjálfari, yogakennari og þjálfari, Ísafjarðarbær.

Borce Ilievski sem þjálfaði KFÍ og Tindastól. 

 

Og svo eru fjöldi gestaþjáfara sem taka þátt í búðunum og hjálpa til við æfingar og í leikjum.

 

Auk þessa hæfu þjálfara verða sérstakir gestir okkar meðal annars.

 

Hlynur Bæringsson Sundsvall, Svíðþjóð. 

Jakob Sigurðarson Sundsvall, Svíþjóð. 

Jón Arnór Stefánsson CAI Zaragoza, Spánn. 

Sigrún Ámundadóttir KR, Reykjavík.

Hafrún Hálfdánardóttir KR, Reykjavík

 

 

 

Nánari upplýsingar hér í meira

Nánar

Uppskeruhátíð yngri flokka KFÍ verður n.k. fimmtudag 17.maí

Körfubolti | 15.05.2012
Við stækkum öll og verðum betri
Við stækkum öll og verðum betri

Þá er komið að því að verðlauna krakkana okkar fyrir vetrarstarfið og verður það gert á fimmtudaginn n.k. 17.maí. Er hátíðin frá 11.00-13.00 og hvetjum við alla til að koma og taka þátt í að verðlauna krakkana og taka átt í ýsmsum lekjum og fjöri. Það eru allir velkomnir til okkar og verður hátíðin á Jakanum okkar (íþróttahúsið Torfnesi)

 

Um leið og við kveðjum veturinn fögnum við nýju tímabili, en eftir helgina byrjum vð á sameigilegum æfingum fyrir alla flokka okkar og verða þær frá og með 21.maí. Æfingatímarnir verða mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá 16.00-17.00 og er Pétur Már yfirþjálfari með þær auk þjálfara KFÍ sem munu aðstoða hann.

 

Það er óþarfi að segja það við duglega krakka, en við ætlum samt sem áður að skerpa á því hér að ef þið viljið verða betri og ná lengra þá er að æfa meira en aðrir gera. ,,Æfingin skapar meistarann" það er algjörlega satt og rétt og eru æfingar utan reglubundins tímabils algjör plús og gerir gæfumunin fyrir flesta. Þarna geta allir fengið aukna athygli og leiðbeiningar um hvað er hægt að laga og gera getur.

 

Áfram KFÍ

Nánar

100 manns á Vestfjarðamóti á Patreksfirði s.l. helgi

Körfubolti | 11.05.2012
Krakkarnir á Vestfjarðamótinu
Krakkarnir á Vestfjarðamótinu

Það var fríður hópur KFÍ fór til Patreksfjarðar á laugardag og voru krakkarnir frá 9-12 ára sem tóku þátt í Vestfjarðarmóti með heimamönnum og Kormáki frá Hvammstanga. og voru þar saman komin um 100 manns með þjálfurum og farastjórum. Mikil og vegleg dagskrá var plönuð af heimafólki sem samanstóð af leikjum innan og utan vallar, bíó, pizzuveislu og grill.

 

Þegar komið var á föstudagskvöldinu var haldið í Skjaldborgarbíó í boði Lionmanna og krökkunum boðið upp á popp og djús og svo var haldið til náða.

 

Leikar hófust á laugardagsmorgun en í hádeginu var haldið til pizzuveislu í boði fiskvinnslunar Odda á Parteksfirði og haldið var áfram eftir hádegi í keppni. Eftir keppni dagsins var síðan slegin upp grillveisla sem var í boði KFÍ og ýmissa styrktaraðila.

 

Að sögn Birnu Lárusdóttur var virkilega vel tekið á móti okkar krökkum og spilaður körfubolti á milli byggðarlaga og svo með blönduðum liðum. Það var ekki annað að sjá á krökkunum og öllum þeim er fylgdu með að allir hafi skemmt sér vel og viljum við koma þakklæti til aðstandenda mótsins, starfsfólks íþrótttamiðstöðvarinnar og stjórnendum grunnskólans. Öll aðstaða var til fyrirmyndar sagði Birna við fréttaritara kfi.is og tilhlökkun mikil að halda þetta mót að ári.

 

Það þarf varla að taka fram að krakkarnir okkar voru KFÍ og Ísafjarðarbæ til fyrirmyndar innan sem utan vallarins og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir sem og fararstjórum okkar og Þorsteini Tómassyni bíltstjóra okkar.

 

Það er oftar en ekki sagt að félagslíf sé hjarta íþróttastarfsemi þar sem leikur er huglægur og keppni eigi stundum að vera í öðru sæti. Þetta á við hér og var skipulagning á þessu móti til mikillar fyrirmyndar hjá öllum þeim er standa að þessu móti. Svona er þetta einfalt þegar allir leggjast á eitt.

 

Áfram KFÍ

Nánar

Lokahóf KFÍ tókst með eindæmum vel

Körfubolti | 07.05.2012
Sævar formaður býður alla velkomna
Sævar formaður býður alla velkomna
1 af 10

Það var margt um manninn á lokahófi mfl. og ufl. KFÍ s.l. föstudagskvöld og var Bryggjusalurinn í Edinborg þéttsetinn. Bræðurnir Sigurður og Guðmundur sem nýlega tóku við Edinborg sáu um veitingarnar og voru allir mjög ánægðir hvernig til tókst. Sævar Óskarsson endurkjörinn formaður KFÍ setti hátíðina og henti boltanum á veislustjóra kvöldins Shiran Þórissyni fyrrum leikmanni og þjálfara KFÍ og var hann heldur betur fæddur í þetta hlutverk og fuku brandarar hægri, vinstri frá honum.

 

Eftir þetta stóð Gaui.Þ upp og afhenti KFÍ peningagjöf frá Ísfólkinu og tók Sævar formaður við því og mátti sjá Guðna Ó. Guðnason gjaldkera muldra með sjálfum sér "My presious". Þá var komið að Pétri Má Sigurðsyni að veita viðurkenningar fyrir vetrarstarfið og hlutu eftirtaldið aðilar hnossið að þessu sinni.

 

Myndirnar sem fylgja eru teknar af Benedikt Hermannssyni myndameistara með meiru og kunnum við honum bestu þakkir skilið.

 

Unglingaflokkur karla:

Besti varnarmaðurinn. Hermann Óskar Hermannsson

Efnilegastur. Hlynur Hreinsson

MLÁ. Kristján Pétur Andrésson

 

Mfl. Karla:

Besti varnarmaðurinn. Jón Hrafn Baldvinsson

Efnilegastur. Kristján Pétur Andrésson

MLÁ. Ari Gylfason

 

Mfl. Kvenna:

Bestri varnarmaðurinn. Svandís Anna Sigurðardóttir

Efnilegastur. Eva Margrét Kristjánsdóttir

MLÁ. Sólveig Helga Gunnlaugsdóttir

 

Þegar Pétur steig úr pontu kom Sævar formaður upp og kallaði Pétur Má upp aftur, en í þetta skipti til að veita Pétri viðurkenningu fyrir frábært starf fyrir KFÍ.

 

Þá var komið að skemmtiatriðum karla og kvenna. Jón Hrafn og Kristján Pétur fóru á kostum í þeirra ræðum, en ekkert toppaði skemmtiatriði mfl. kvenna þetta kvöldið en þær voru með "power point" kynningu um Pétur Má þjálfara og mfl. karla og tóku einnig upp myndband þar sem aðalleikarar voru drengirnir og þekkt andlit úr boltanum. Það kútveltust allir úr hlátri og eru svona tilefni þau einu sem verðskulda ekki "línuhlaup" enda er þetta vettvangur til að skemmta sér og öðrum. Einnig veittu stelpurnar Óðni Gestssyni "Fararstjóra" viðurkenningu fyrir að vera með þeim í öllum ferðum og fékk hann forláta bol með yfirskriftinni ,,þú gerir ekki rassgat einn" og er það heilagur sannleikur í félagstarfi sem karfan er.

 

það fóru allir sáttir heim eftir frábært kvöld og viljum við í KFÍ þakka öllu kærlega fyrir frábæran vetur og hlakkar okkur til að byrja aftur á morgun, en þá hefjsat formlega æfingar hjá KFÍ og er stjórn og Pétur þjálfari að ganga frá leikmannamálum fyrir veturinn og má vænta frétta þegar líður á vikuna.

 

Áfram KFÍ.

Nánar