Fréttir - Blak

Æfingin fellur niður í kvöld

Blak | 03.03.2009 Þar sem Íþróttahúsið á Torfnesi verður lokað það sem eftir lifir dags vegna veðurs og ófærðar þá fellur æfingin í kvöld niður :(
Nánar

Til foreldra krakka í krakkablaki

Blak | 26.02.2009

Krakkarnir í blakinu eru búnir að vera mjög duglegir í vetur og öllum hefur farið mikið fram.

Við viljum kanna möguleika og áhuga á því að fara með blak-krakkana í helgarferð á Snæfellsnes til að heimsækja liðin þar, en á Snæfellsnesi er mjög öflugt krakkablakstarf. Við viljum gjarnan heyra frá ykkur foreldrum varðandi þessa hugmynd.

Nánar

Breyttur æfingatími hjá 3.- 4.bekk á Ísafirði

Blak | 26.02.2009

Athugið að æfingatími hefur breyst á fimmtudögum hjá 3.-4. bekk á Ísafirði. Æfingar eru nú klukkan 13-13:50, þannig að krakkarnir þurfa að hlaupa beint yfir eftir skóla.
Tíminn á þriðjudögum er óbreyttur.

Nánar

Íslandsmótið í blaki, 3.deild kvenna

Blak | 19.02.2009 Þá er komið að seinni umferð riðlakeppninnar á Íslandsmótinu, en hún fer fram í Ólafsvík á morgun og laugardaginn.
Frekar er nú dræm þátttaka hjá blakkonum í Skelli en einungis sex konur fara til Ólafsvíkur s.s. enginn varamaður í þetta sinn. Við vonum að þær verði allar vel sprækar og fullar af orku því  það verða spilaðir 6 leikir á tæpum sólarhring.
Í 3.deildinni eru skráð til leiks 23 lið, 4 lið spila í riðli fyrir norðan, 5 lið fyrir austan og 14 lið spila í 2 riðlum fyrir sunnan.
Úrslitakeppnnin verður svo á Álftanesi helgina 20.-21. mars.
Leikjaplanið má skoða með því að smella hér
Nánar

Nýr þjálfari í krakkablaki og breyttur æfingatími

Blak | 21.01.2009 Sirrý hefur nú hætt þjálfun 5.-7. bekks á Ísafirði sökum stigvaxandi óléttu. Birna Jónasdóttir hefur tekið við, en Birna er þrautreyndur íþróttaþjálfari.  
Tímarnir á fimmtudögum hjá krökkunum í 3.-4. bekk á Ísafirði hafa breyst.  Hér eftir verða fimmtudagstímarnir kl. 13, en tímarnir á þriðjudögum eru áfram kl. 13:50. 
Æfingagjöldin fyrir vorönn verða þau sömu og áður. Nánar

Þorgerður fertug í dag

Blak | 03.01.2009 Þorgerður Karlsdóttir skella til margra ára og þjálfari í krakkablakinu á Suðureyri er fertug í dag.
Við sendum henni hamingjuóskir í tilefni dagsins og vonum að hún njóti dagsins í sólinni á Kanaríeyjum :) Nánar

Gleðilegt nýtt ár

Blak | 01.01.2009 Blakfélagið Skellur óskar öllum gleðilegs nýs árs, þökkum iðkendum og foreldrum fyrir skemmtilegt og árangursríkt starf á liðnu ári. Félagið vill einnig þakka sérstaklega öllum þeim fjölmörgu sem komu að undirbúningi og vinnu eða styrktu á einn eða annan hátt framkvæmd 33.Öldungamóts BLÍ sem félagið hélt á síðasta ári.
Æfingar hefjast svo á nýju ári hinn 4.janúar n.k. samkvæmt æfingagtöflum.
Nánar

Fullorðinsblak- æfingar

Blak | 19.12.2008 Síðasta æfing fyrir jól verður á sunnudaginn kl.15:40, síðan verður létt æfing (spiltími) 30.desember kl.21:00 :)
Æfingar hefjast svo aftur samkvæmt æfingatöflu 4.janúar.
Nánar

Jólafrí í krakkablakinu

Blak | 19.12.2008

Nú er komið jólafrí í krakkablakinu,  æfingar hefjast svo aftur 5.janúar.

Nánar

Jólamót Vestfjarða í krakkablaki velheppnað

Blak | 17.12.2008

Jólamót Vestfjarða fór fram á Þingeyri laugardaginn 13. desember.  Tæplega 60 krakkar frá Þingeyri, Suðureyri og Ísafirði tóku þátt og voru keppendur á aldrinum frá 7 og upp í 16 ára. Mótið heppnaðist einstaklega vel og ótrúlegt hvað krakkarnir eru orðnir duglegir í blaki. Spilað var á stigi 1, 2 og 3.  Á stigum 1 og 2 er boltanum kastað yfir netið en á stigi 2 þarf þó að taka blakslag og grípa til að frelsa liðsfélaga sinn. Á þriðja stigi er spilað venjulegt blak, nema að annar bolti er gripinn og það verða að vera þrjár snertingar hjá hvoru liði.   Elstu krakkarnir á Þingeyri eru komin mjög langt í blakinu og í lok mótsins bauð úrvalslið þeirra í þjálfarana. Þá var spilað krakkablak á 4. stigi sem er venjulegt blak með fjórum leikmönnum í liði á badmintonvelli. Þjálfararnir unnu í þetta sinn, en það er ljóst að ef leikurinn verður endurtekinn að ári gætu úrslitin orðið allt önnur.   Eftir mótið fengu allir úlnliðsband merktu sínu félagi, samlokur, ávexti og smákökur. 
Margir brugðu sér í laugina áður en haldið var heim á leið.  

Nánar