Fréttir - Knattspyrna

BÍ/Bolungarvík snéri taflinu við í seinni hálfleik

Knattspyrna | 13.07.2011 BÍ/Bolungarvík 2 - 1 KA
0-1 Elvar Páll Sigurðsson ('19)
1-1 Matthías Króknes Jóhannsson ('73)
2-1 Tomi Ameobi ('79)

Boðið var uppá landsbyggðarslag af bestu gerð á Torfnesvelli í kvöld þegar Akureyringar, Ísfirðingar og Bolvíkingar leiddu saman sína bestu hesta. Við stjórnvölin hjá báðum liðum eru svo þjálfarar frá knattspyrnubænum Akranesi, hinn afskaplega vel nefndi Gunnlaugur Jónsson og Guðjón Þórðarson. Uppskriftin fyrir einstaklega góðri knattspyrnu var því til staðar. Raunin varð þó önnur. Nánar

Fótbolti og drulla 2011

Knattspyrna | 11.07.2011 Helgina 23.-24. júlí verður hið árlega Vestfjarðamót, ef svo mætti kalla, haldið í Bolungavík og á Ísafirði. Hefðbundinn fótbolti verður leikinn á laugardeginum í Bolungarvík, þar munu 4.-8. flokkar leiða saman hesta sína. Sunnudaginn 24. verður þetta aðeins öðruvísi, þá verður alheimsmót Landsbankans í drullubolta haldið í Tungudal við Skutulsfjörð. Þar mega leikmenn 4.-7. flokks etja kappi. Reynt verður að raða leikjum þannig upp að hver flokkur dembi sér í drulluna og ljúki sér af sem fyrst svo að enginn verði alvarlega kaldur. Þátttökugjald fyrir bæði mót er kr. 3000 en kr. 6000 með gistingu. Nánar

Mörkin og færin í Ólafsvík

Knattspyrna | 09.07.2011 Nánar

Tap gegn Ólafsvík

Knattspyrna | 09.07.2011 BÍ/Bolungarvík hélt til Ólafsvíkur í gær til að taka á móti heimamönnum í Víking. Fyrir leikinn voru liðin í svipaðri stöðu um miðja deild og því var mikilvægt fyrir bæði lið að vinna leikinn og skilja við botnbaráttuna. Aðstæður voru sæmilegar í Ólafsvík, sól en töluverður vindur. Völlurinn var sléttur en þó töluvert harður.

BÍ/Bolungarvík stillti upp í 5-3-2 leikkerfi og var dagskipunin að bíða eftir Ólsurum sem vilja sjálfir liggja tilbaka og beita skyndisóknum. Byrjunarliðið var þannig skipað: Nánar

Nicholas Anthony Efstathiou í BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 06.07.2011 BÍ/Bolungarvík hefur samið við suður-afríska miðjumanninn Nicholas Anthony Efstathiou. Nicholas er 22 ára gamall og kemur úr unglingaliði Ajax Cape Town. Nicholas kom til Reykjavíkur i gær og lenti á Ísafirði í morgun. Nicholas mun hitta liðsfélaga sýna í kvöld þegar að hann mætir á sína fyrstu æfingu kl 18:00 á Skeiðisvelli. Hann verður kominn með leikheimild þegar það opnast aftur fyrir félagaskipti þann 15.júlí.

Stjórn BÍ/Bolungarvíkur býður Nicholas velkominn og vonandi á hann eftir að láta ljós sitt skína í búningi félagsins. Hann klárlega styrkja liðið í þeirri baráttu sem við eigum fyrir höndum.

Aðrar fréttir af leikmannamálum eru að Goran Vujic mun væntanlega ekki vera meira með á þessum tímabili vegna meiðsla, þá er Óttar Kristinn Bjarnason einnig meiddur og Jónmundur Grétarsson er hættur. Nánar

Búningar tilbúnir til afgreiðslu í Leggur og skel

Knattspyrna | 05.07.2011 Þá eru búningarnir tilbúnir til afgreiðslu í Leggur og skel, frá og með miðvikudeginum 6.júlí. "Nýr styrktaraðili" kom óvænt fram þegar hefja átti prentun á búningunum í síðustu viku. Steiniðjan ehf. sem er eigandi Sólsteina, festi kaup á S.Helgason í síðustu viku. Og þ.a.l. verður S.Helgason framan á búningum yngri flokka félagsins.
Allir iðkendur sem hafa pantað sér búning, hafa fengið niðurgreiðslumiða frá félaginu. Hver iðkandi verður að afhenda miðann í versluninni til að fá búningin afhentan og einnig til að fá niðurgreiðsluna. Þeir iðkendur sem ekki hafa fengið niðurgreiðslumiða afhenta, geta nálgast þá á skrifstofu félagsins Vallarhúsinu, miðvikudaginn 6.júlí milli 10:00-12:00. 
Nánar

BÍ/Bolungarvík í undanúrslit

Knattspyrna | 03.07.2011 BÍ/Bolungarvík 3 - 2 Þróttur
0-1 Guðfinnur Þórir Ómarsson ('1)
1-1 Nicholas Deverdics ('4)
2-1 Alexander Veigar Þórarinsson ('9)
3-1 Nicholas Deverdics ('65)
3-2 Sveinbjörn Jónasson ('66)

Brekkan við Torfnesvöll var þétt setin af bæði heimamönnum sem og þónokkrum Kötturum sem gerðu sér ferð vestur á leik BÍ/Bolungarvíkur og Þróttar. Í deildinni eru liðin á svipuðu róli og aðeins munar einu stigin á liðunum. Það er hins vegar ekki spurt um stöðu í deild þegar kemur að bikarkeppninni eins og bæði þessi lið sönnuðu í 16-liða úrslitunum þegar þau lögðu úrvalsdeildarliðin Fram og Breiðablik að velli. Nánar

Mörkin úr leiknum við Selfoss

Knattspyrna | 03.07.2011 Nánar

Upphitun fyrir bikarleik

Knattspyrna | 02.07.2011 Það verður hörkustuð á Silfurtorgi fyrir leikinn gegn Þrótti á sunnudaginn. Stuðningsmannaklúbburinn "Blár og Marinn" ætla að koma fólki í gírinn með eftirfarandi dagskrá:
  Nánar