Fréttir - Knattspyrna

Æfingaleikur í kvöld

Knattspyrna | 29.03.2010

BÍ/Bolungarvík spilar æfingaleik í kvöld við Ýmir en leikurinn fer fram í kórnum Kl 19 30.

Nánar

Sigur í kvöld

Knattspyrna | 27.03.2010

BÍ/Bolungarvík heldur sigurgöngu sinni áfram í Lengjubikarnum eftir 4-2 sigur gegn KV. Okkar menn mættu grimmir til leiks og náðu forystu snemma leiks með marki Alfreðs. Næst var það Andri sem skoraði. Á síðustu andartökum fyrri hálfleiks bætti svo Pétur Geir þriðja markinu við.  Staðan var vænleg fyrir okkar menn í hálfleik 3-0.

Nánar

Sigur í kvöld

Knattspyrna | 27.03.2010

BÍ/Bolungarvík heldur sigurgöngu sinni áfram í Lengjubikarnum eftir 4-2 sigur gegn KV. Okkar menn mættu grimmir til leiks og náðu forystu snemma leiks með marki Alfreðs. Næst var það Andri sem skoraði. Á síðustu andartökum fyrri hálfleiks bætti svo Pétur Geir þriðja markinu við.  Staðan var vænleg fyrir okkar menn í hálfleik 3-0.

Nánar

Sigur í kvöld

Knattspyrna | 26.03.2010 Bí/Bolungarvík heldur sigurgöngu sinni áfram í Lengjubikarnum eftir 4-2 sigur gegn KV.
Okkar menn mættu grimmir til leiks og náðu forystu snemma leiks með marki Alfreðs. Næst var það Andri sem skoraði. Á síðustu andartökum fyrri hálfleiks bætti svo Pétur Geir þriðja markinu við.  Staðan var vænleg fyrir okkar menn í hálfleik
 3-0.
Í byrjun seinni hálfleiks breyttu KV stöðunni í 3-1.  Pétur Geir jók svo muninn á ný í þrjú mörk, staðan orðin 4-1 fyrir BÍ/Bolungarvík.  Þegar langt var liðið á seinni hálfleik skoruðu KV annað mark sitt. Síðustu mínútur voru algjörlega í okkar höndum og við hefðum getað aukið muninn enn frekar. 
Byrjunarlið Bí/Bolungarvík í kvöld var þannig skipað:
                                                                   Róbert
              
                                        Hafþór          Guðni        Sigurgeir         Gunnlaugur

                                       Andri              Sigþór       Gunnar            Addi

                                                           Alfreð        Pétur Geir

Allir okkar varamenn komu við sögu í leiknum.
Guðmundur kom inn fyrir Alfreð.
Óttar kom inn fyrir Sigurgeir sem meiddist lítillega.
Þorgeir kom inn fyrir Adda.
Svo var það Hinrik Jónsson sem spilaði sinn fysta meistaraflokksleik en hann kom inn fyrir Hafþór.

KV 2 - 4 BÍ/Bolungarvík
0-1 Alfreð Elías Jóhannsson
0-2 Andri Rúnar Bjarnason
0-3 Pétur Geir Svavarsson
1-3 Einar Njálsson
1-4 Pétur Geir Svavarsson
2-4 Örn ArnaldssonNánar

Heimsókn FH-inga frestað

Knattspyrna | 25.03.2010 Heimsókn FH-inga til okkar hefur verið frestað þar sem leikmennirnir sem ætluðu að koma með með, þeir Matthías Vilhjálmsson og Atli Guðnason munu skila sér tilbaka úr landsliðsferð til Mexíkó á morgun og voru ekki nægilega vel upplagðir til að leggja í aðra ferð með svo stuttum fyrirvara.Við höfum fullan skilning á því, ferðalagið er langt og strákarnir stóðu sig með prýði auk þess sem þeir eru að heimsækja okkur af eigin sjálfsdáðum. Í staðinn er áætlað að þeir heimsæki okkur helgina eftir páska, þ.e. 9.-10. apríl. Við skulum þá taka þeim fagnandi og skulum við öll taka þá daga frá til fylgjast með starfinu í heimsókninn. Svo ætlum við auðvitað öll að mæta á fundinn með þeim félögum sem yrði þá föstudagskvöldið 9. apríl ef áætlanir standast. Nánar

Meistaraflokkur í Æfingaferð

Knattspyrna | 25.03.2010

Meistaraflokkur Bí/Bolungarvík heldur af stað til Reykjavíkur í dag þar sem við ætlum að vera fram að Páskum.
Byrjum á því spila á morgun föstudag í egilshöll við KV (knattspyrnufélag vesturbæjar)
en sá leikur er í Deildarbikar og hefst kl 21.
Svo eru æfingar á laugadag og sunnudag,Æfingaleikur á mánudagskvöld við ýmir kl 1930.
Æfingar á þriðjudag og miðvikudag svo er það Æfingaleikur á fimmtudagsmorgun
við augnablik kl 11
Æfingar og Æfingaleikir eru í Kórnum (kópavogi)

Nánar

Æfingaferð

Knattspyrna | 25.03.2010

Meistaraflokkur BÍ/Bolungarvík heldur af stað til Reykjavíkur í dag þar sem við ætlum að vera fram að Páskum.

Nánar

Æfingaferð

Knattspyrna | 25.03.2010

Meistaraflokkur BÍ/Bolungarvík heldur af stað til Reykjavíkur í dag þar sem við ætlum að vera fram að Páskum. 

Nánar

Dagskráin fyrir heimsókn FH komin

Knattspyrna | 24.03.2010 Krakkar í 3.-5. flokki eru boðnir á æfingar hjá Heimi Guðjónssyni, þjálfara meistaraflokks FH og Ingvari Jónssyni, yfirþjálfara yngri flokka FH. Dagskráin verður sem hér segir:

Föstudagur 26. mars:

Íþróttahúsið við Torfnes:
Kl. 16:00-16:50 æfing 3. flokkur stelpna
Kl. 16:50-17:40 æfing 4. flokkur stráka
Kl. 17:40-18:30 æfing 3. flokkur stráka


Kl. 20:00 Opinn fundur með FH-ingum og áhugamönnum um knattspyrnu, iðkendum, foreldrum og þjálfurum. Fyrirspurnir til FH-inganna. Allir velkomnir. Molakaffi fyrir mannskapinn.

 

Laugardagur 27. mars:

 

Íþróttahúsið við Torfnes:
Kl. 11:00-11:50 æfing 4. og 5. flokkur stelpna
Kl. 11:50-13:00 æfing 5. flokkur stráka
Hlé
Kl. 14:00-14:45 æfing 3. flokkur stelpna
Kl. 14:45-15:30 æfing 3. flokkur stráka

 

Við hvetjum alla, foreldra og áhugamenn um knattspyrnu, að mæta á fundinn enda mun umræðuefnið vera uppbyggingarstefna FH, hvað þeir vita og við getum notað og svo auðvitað hvað við vitum og þeir geta notað.

Það er tilvalið fyrir foreldra að fara á árshátíðarsýningu grunnskólans á fimmtudag eða föstudagsmorgun til að geta komist á fundinn á föstudagskvöldið.

Stjórn BÍ88 er afar ánægð með komu FH-inga hingað vestur, stóru liðin hafa ekki sýnt okkur litlu liðunum mikinn áhuga hingað til, nema þegar um efnilega leikmenn er að ræða. Nú vilja þeir hins vegar gefa meira af sér til okkar og erum við eitt þriggja félaga sem FH ætlar að eiga samstarf við á landsbyggðinni. Hin félögin eru Höttur á Hornafirði og Völsungur á Húsavík. Við eigum von á góðu með samstarfi við FH, enda eru þeir búnir að sanna sig sem margfaldir meistarar fyrir fullt og fast í efstu deild íslensku knattspyrnunnar.

Nánar

Flottur sigur í Fysta Deildarbikarleik

Knattspyrna | 23.03.2010 Hvöt 2-4 BÍ/Bolungarvík                                                                                                                  
0-1 Guðni Páll Viktorsson
1-1 Jón Kári Ívarsson (víti)
2-1 Jón Kári Ívarsson (víti)
2-2 Pétur Geir Svavarsson
2-3 Andri Bjarnason (víti)
2-4 Andri Bjarnason (Víti) 

Hvöt og Bí/Bolungarvík mættust í Akraneshöllinni 12 mars,
 B-deild Lengjubikarsins

Guðni Páll Viktorsson kom okkur yfir í leiknum eftir hornspyrnu en Jón Kári Ívarsson sem var valinn efnilegasti leikmaður 2. deildar á síðustu leiktíð er hann var með Hamri svaraði svo og kom Hvöt yfir með tveimur mörkum úr vítaspyrnum.

Pétur Geir Svavarsson jafnaði þá metin fyrir okkur svo var það  Andri Bjarnason sem tryggði okkur sigurinn með tveimur mörkum úr vítaspyrnum.

Eftir þetta fékk Hvöt reyndar sína þriðju vítaspyrnu en í þetta skiptið sá Róbert Örn Óskarsson markvörður við honum og varði. Lokastaðan því 2-4.
 
Þetta var Góður sigur hjá strákunum og vonum að þetta sé það sem koma skal ;)


Byrjunarlið BÍ/Bolungarvík í þessum leik var:
                                                                Róbert 
       
                             Hafþór            Guðni páll        Sigurgeir           Guðlaugur

                             Addi               Emil                  Gunnar             Andri

                                                  Pétur geir          Goran

Goran Vujic  meiddist illa á hné í leiknum á 38 min og inná fyrir hann kom Guðmundur, 
Sigþór Kom inn fyrir Guðna páll á 46 min,
Matthías fyrir Adda á 71 min,
Þorgeir Jónsson spilaði sinn fysta Meistaraflokksleik er hann kom ínná fyrir Andra.

Nánar