Fréttir - Körfubolti

Toni Jelenkovic til liðs við Vestra

Körfubolti | 26.12.2019
Toni Jelenkovic er gengin til liðs við Vestra.
Toni Jelenkovic er gengin til liðs við Vestra.

Körfuknattleiksdeild Vestra hefur samið við bakvörðinn Toni Jelenkovic um að leika með liðinu það sem eftir er af tímabilinu.

Nánar

Jólakarfa Vestra

Körfubolti | 22.12.2019

Hin árlega jólakarfa Vestra verður á sínum stað að venju á aðfangadag. Löng hefð er fyrir því að körfuboltakappar mæti á aðfangadagsmorgun á Torfnes og hiti þannig upp fyrir jólahátíðina. Að þessu sinni er jólakarfan fyrir iðkendur frá 10. bekk og upp úr. Fjörið hefst klukkan 10:30 og stendur til kl. 11:45.

Nánar

Stuð í Jólakörfu yngri flokka

Körfubolti | 17.12.2019
Það var myndarlegur hópur sem mætti í Jólakörfu yngri flokkanna í gær og allir virtust skemmta sér hið besta.
Það var myndarlegur hópur sem mætti í Jólakörfu yngri flokkanna í gær og allir virtust skemmta sér hið besta.

Það var sannarlega jólastuð á Torfnesi í gærkvöld þegar yngri flokkar Körfuknattleiksdeildar Vestra blésu til Jólakörfu þar sem yngstu og elstu iðkendurnir skemmtu sér saman með þjálfurum yngri flokka. Settar voru upp allskyns stöðvar og svo var skipt í lið og spilað dágóða stund. Allir voru leystir út með mandarínum að sprellinu loknu.

Nánar

Báráttusigur á Selfossi

Körfubolti | 14.12.2019
Marko Dmitrovic var stigahæstur í liði Vestra.
Marko Dmitrovic var stigahæstur í liði Vestra.

Vestri tryggði sér fjórða sæti 1. deildarinnar með góðum sigri á á Selfossi í gær.

Nánar

Bikarleikur gegn úrvalsdeildarliði Fjölnis

Körfubolti | 03.12.2019
Meistaraflokkur Vestra mætir Fjölni í 16 liða úrslitum Geysisbikarsins. Ljósmynd: Ágúst Atlason.
Meistaraflokkur Vestra mætir Fjölni í 16 liða úrslitum Geysisbikarsins. Ljósmynd: Ágúst Atlason.

Fimmtudaginn 5. desember mætir Vestri úrvalsdeildarliði Fjölnis í 16 liða úrslitum Geysisbikarsins í körfubolta. Nú þurfum við að fá alla stuðningsmenn í húsið til að hvetja strákana til sigurs. Leikurinn hefst kl. 19:15.

Nánar

Þrjú frá Vestra í æfingahópum landsliða

Körfubolti | 03.12.2019
Hilmir Hallgrímsson, Gréta Proppé Hjaltadóttir og Hugi Hallgrímsson taka þátt í æfingum með yngri landsliðum Íslands milli jóla og nýjárs.
Hilmir Hallgrímsson, Gréta Proppé Hjaltadóttir og Hugi Hallgrímsson taka þátt í æfingum með yngri landsliðum Íslands milli jóla og nýjárs.

Vestri á þrjá fulltrúa í æfingahópum yngri landsliða í körfubolta sem koma saman á milli jóla og nýjárs. Bræðurnir Hilmir og Hugi Hallgrímssynir eru í æfingahópi U18 drengja og Gréta Proppé Hjaltadóttir er í æfingahópi U16 stúlkna.

Nánar

Góður sigur gegn Snæfelli

Körfubolti | 02.12.2019
Hilmir Hallgrímsson átti fínan leik á föstudaginn. Ljósmynd: Anna Ingimars.
Hilmir Hallgrímsson átti fínan leik á föstudaginn. Ljósmynd: Anna Ingimars.
1 af 4

Síðastliðinn föstudag tók Vestri á móti Snæfelli í 1. deild karla í körfubolta. Leiknum lauk með öruggum sigri Vestra 96-77. Næsta verkefni er bikarleikur í 16 liða úrslitum gegn úrvalsdeildarliði Fjölnis fimmtudaginn kemur.

Nánar

Heimaleikur: Vestri – Snæfell í dag kl. 19:15

Körfubolti | 29.11.2019
Lið meistaraflokks karla 2019.
Lið meistaraflokks karla 2019.

Vestri tekur á móti Snæfelli í dag í 1. deild karla í körfubolta í íþrótthúsinu á Torfnesi í dag, föstudaginn 29. nóvember. Leikurinn hefst að vanda klukkan 19:15 en grillið verður orðið heitt um 18:30 með ljúffenga Vestraborgara.

Nánar

Skráning hafin í Körfuboltabúðir Vestra 2020

Körfubolti | 25.11.2019
Opnað hefur verið fyrir skráningar í Körfuboltabúðir Vestra 2020.
Opnað hefur verið fyrir skráningar í Körfuboltabúðir Vestra 2020.

Búið er að opna fyrir skráningar í næstu Körfuboltabúðir Vestra sem fara fram á Ísafirði dagana 4.-9. júní 2020. Búðirnar eru ætlaðar körfuknattleiksiðkendum af báðum kynjum sem fæddir eru árin 2004-2009. Þetta eru tólftu búðirnar sem haldnar eru en þær fóru fyrst fram vorið 2009 undir merkjum Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar.

Nánar

Stór hópur á leið á Sambíómótið

Körfubolti | 01.11.2019
Löng hefð er fyrir þátttöku vestfirskra körfuboltakempna á Sambíómótinu. Hér má sjá Dagnýju Finnbjörnsdóttur, þjálfara, með eitt liðanna sem tók þátt í Sambíómótinu í fyrra. Sex Vestralið eru á leið á mótið í ár.
Löng hefð er fyrir þátttöku vestfirskra körfuboltakempna á Sambíómótinu. Hér má sjá Dagnýju Finnbjörnsdóttur, þjálfara, með eitt liðanna sem tók þátt í Sambíómótinu í fyrra. Sex Vestralið eru á leið á mótið í ár.

Um 30 iðkendur Kkd. Vestra á aldrinum 6-9 ára, og enn fleiri aðstandendur, eru nú á leið á hið árlega stórmót Sambíómótið, sem fram fer í Grafarvogi í Reykjavík um helgina. Gestgjafinn er íþróttafélagið Fjölnir en áratugalöng hefð er fyrir þessu skemmtilega móti, sem ætlað er yngstu aldurshópum körfuboltans. Hafa vestfirskir iðkendur sótt það í fjölda ára og margir stigið þar sín fyrstu spor í keppni. Um 700 iðkendur eru skráðir til leiks í ár í 139 liðum.

Nánar