Fréttir - Körfubolti

Borce valinn þjálfari ársins í 1. deild

Körfubolti | 02.05.2010
Borce - þjálfari ársins í 1. deild
Borce - þjálfari ársins í 1. deild
1 af 2
Á lokahófi KKÍ í gærkvöldi var Borce Iliveski valinn þjálfari ársins af þjálfurum hinna liðanna. 

Við óskum Borce hjartanlega til hamingju með verðlaunin.


Mikið var um dýrðir á lokahófi KKÍ og má sjá myndir og upplýsingar um verðlaunahafa á heimasíðu KKÍ og á Karfan.is. Nánar

Pappírssala

Körfubolti | 27.04.2010 KFÍ stendur fyrir söluátaki á WC pappír og eldhúsrúllum á föstudagskvöldið, 30. apríl.  Hver iðkandi selji amk 3 pakkningar af pappír. Sölumenn nálgist pappírinn hjá Steina í Gúmmíbátaþjónusutinn kl. 18:00.

Stuðnings- og styrktarmenn mjög velkomnir á svæðið.  

Hægt að leggja inn pantanir í síma 660-5094 & 856-0836
Heimsendingarþjónusta. Nánar

Ársþing HSV

Körfubolti | 26.04.2010 10. Ársþing HSV 2010 verður haldið miðvikdaginn 28.apríl kl 18:00 á 4.hæð stjórnsýsluhússins á Ísafirði.  Dagskrá er hefðbundin samkvæmt lögum sambandsins.  Lög sambandsins má sjá á síðu HSV. Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2010: Skráningar hefjast á mánudag - Einnig þjálfaranámskeið

Körfubolti | 23.04.2010
(Ljósm. Helgi Kr. Sigmundsson)
(Ljósm. Helgi Kr. Sigmundsson)
Minnum á að skráningar í búðirnar hefjast á mánudag.  Eftirspurn er mikil og viljum við því benda fólki á að vera tilbúið með skráningar á mánudag.

Samhliða búðunum verður boðið upp á þjálfaranámsskeið, sjá hér í meira:

Skráningar í búðirnar og á þjálfaranámsskeiðið sendist á netfangið hsv@hsv.is, einnig hægt að skrá í síma 450-8450 eða 861-4668. Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2010

Körfubolti | 17.04.2010
Frá búðunum í fyrra  (Ljósm. Helgi Kr. Sigmundsson)
Frá búðunum í fyrra (Ljósm. Helgi Kr. Sigmundsson)

Eins og áður hefur komið fram á síðunni verða körfuboltabúðir KFÍ haldnar dagana 6. - 12. júní. Undirbúningur er kominn á fullt og verður byrjað að taka við pöntunum mánudaginn 26. apríl.
Nánari upplýsingar má sjá hér í meira:

Nánar

Nýr þjálfari KFÍ

Körfubolti | 15.04.2010
Bob Jerome
Bob Jerome "BJ" Aldridge
Stjórn KFÍ hefur ákveðið að semja við Bob Jerome Aldridge  (BJ)  til að taka við þjálfun meistarflokks karla KFÍ,  auk þess mun hann verða yfirþjálfari yngri flokka félagsins og þjálfa drengjaflokk.  BJ er 31 árs Bandaríkjamaður sem hefur reynslu af þjálfun í háskólaboltanum í bandaríkjunum.  Sem stendur er hann að ljúka störfum við Ashland háskóla sem aðstoðarþjálfari.

Hann hefur reynslu af því að þjálfa upp unga leikmenn og hefur aðstoðað marga leikmenn við að þróa og þroska leik sinn.  Hann hefur unnið titla með liðum sem hann hefur þjálfað, hjá Southern Indiana Generals sem aðalþjálfari og sem aðstoðarþjálfari hjá Georgetown College.  Hann hefur þróað körfuboltabúðir fyrir 110 lið og 957 leikmenn og hefur skipulagt viðburði og fjáraflanir fyrir þau lið og háskóla sem hann hefur starfað fyrir.  Auk þess að hafa víðtæka reynslu sem körfuboltaþjálfari hefur BJ meistaragráðu í íþróttastjórnun og  íþróttakennaragráðu.  Hann lítur á KFÍ sem tækifæri til að öðlast reynslu sem aðalþjálfari fyrir utan Bandaríkin og hlakkar til þeirra áskorana sem KFÍ stendur frammi fyrir í keppni meðal hinna bestu.

Með vali sínu á þjálfara leggur KFÍ áherslu á áframhaldandi uppbyggingu yngri leikmanna liðsins og horfir til þeirrar hugmyndafræði sem notast er við þjálfum leikmanna á menntaskólastigi og á háskólastigi í Bandaríkjunum.

BJ er væntanlegur til landsins í byrjun ágúst.

Nánari upplýsingar um BJ (á ensku) er að finna á eftirfarandi hér.

Kveðja,

Stjórn KFÍ
Nánar

Minningarleikur Þóreyjar Guðmundsdóttur

Körfubolti | 09.04.2010
Mummi, Ella og Þórir við myndina af Þórey.  Bikarinn fyrir 1. deildina kominn í skápinn.
Mummi, Ella og Þórir við myndina af Þórey. Bikarinn fyrir 1. deildina kominn í skápinn.
1 af 5

Á Skírdag fór fram minningarleikur Þóreyjar Guðmundsdóttur.  Minningarsjóður Þóreyjar stóð fyrir leik þar sem núverandi 10. flokkur KFÍ lék gegn leikmönnum sem léku með Þóreyju á sínum tíma.  Glæsileg tilþrif sáust og skemmtu leikmenn og hinir fjölmörgu gestir sem lögðu leið sína í Torfnesið sér vel.

Nánar

Páskaeggjamót KFÍ og Nóa Siríus

Körfubolti | 09.04.2010
Bensi og Haukur sigruðu í minniboltanum
Bensi og Haukur sigruðu í minniboltanum
1 af 4

2 á 2 mót KFÍ og Nóa Siríus fór fram á Skírdag með glæsibrag.  29 lið tóku þátt í mótinu og hafa sjaldan eða aldrei verið jafn margir keppendur.

Nánar

Takk fyrir helgina

Körfubolti | 06.04.2010 Nú er afstaðin frábær páskahelgi þar sem hátíðin Aldrei Fór Ég Suður var haldin með miklum myndarbrag.  KFÍ lagði hönd á plóginn við að gera þessa hátíð minnisstæða.  Iðkendur, foreldrar iðkenda og félagsmenn unnu við sölu á veitingum og varningi og vill stjórn KFÍ færa öllum þeim sem tóku þátt í vinnunni hinu bestu þakkir fyrir vel unnin störf í nafni KFÍ.  Einnig vill stjórn þakka frumkvöðlum og aðstandendum hátíðarinnar fyrir þá ánægju að fá að taka þátt í þessum merkisviðburði.

KFÍ Kveðja

Stjórn KFÍ

Nánar

Minningarleikur

Körfubolti | 30.03.2010
Þórey Guðmundsdóttir
Þórey Guðmundsdóttir

Minningarsjóður Þóreyjar Guðmundsdóttur stendur fyrir minningarleik á milli núverandi leikmanna KFÍ gegn eldri og fyrrverandi leikmönnum KFÍ sem léku með Þóreyju.  Leikurinn verður kl. 14:00  fimmtudaginn 1 apríl, á Skírdag, í íþróttahúsinu á Torfnesi að loknu páskaeggjamóti KFÍ.  Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir.

 

Nánar