Fréttir - Körfubolti

Fyrsti leikurinn á föstudag hjá KFÍ

Körfubolti | 03.09.2013
Þessir eru klárir
Þessir eru klárir

Þá er komið að því. Karfan er að byrja og það mánuði fyrr en venjulega því að Lengjubikarinn var færður fyrr fram til að lengja tímabilið sem er mjög jákvætt fyrir alla. Sem sagt þá er fyrsti leikur okkar á Jakanum á föstudagskvöldið og hefst kl.19.15 og gestir okkar Stjarnan frá Garðabæ með snillingana Teit Örlygsson og Snorra Örn Arnaldsson í fararbroddi. Við erum spenntir að byrja og hlökkum mikið til að takast á við verkefni vetrarins.

 

KFÍ-TV mun nú sem endranær þjóna þeim fjölmörgu sem komast ekki á leikina og munu bjóða upp á nýjungar og skemmtilegheit.

 

Hér er smá upprifjun fyrir föstudaginn

 

Nánar

Körfufjör KFÍ á laugardaginn

Körfubolti | 03.09.2013

Nú er allt að fara á fullt hjá yngri flokkum KFÍ og skipulagning vetrarstarfsins vel á veg komin. Næsti laugardagur, 7. september, markar upphaf tímabilsins en þá efnir félagið til körfuboltaveislu í íþróttahúsinu á Torfnesi þar sem börnum og unglingum gefst kostur á að kynna sér starfsemi KFÍ og fá upplýsingar um það sem framundan er í vetur hjá félaginu. Einnig verður brugðið á leik með leikmönnum meistaraflokks karla og boðið upp á grillaðar pylsur og fleira góðgæti. Foreldrar eru hvattir til að koma með börnum sínum og taka þátt í körfufjörinu sem hefst kl. 10.30 og lýkur kl. 12.00.

Nánar

Vetrarstarfið að byrja

Körfubolti | 02.09.2013

Verið er að leggja lokahönd á æfingatöflu yngri flokka KFÍ og er stefnt að því að æfingar hefjist seinnipartinn í þessari viku. Þau allra yngstu hefja leikinn fyrst allra því æfingar í Krílakörfunni hefjast nú á miðvikudaginn, 4. september í íþróttahúsinu að Austurvegi kl 16.05. Sigríður Guðjónsdóttir, íþróttafræðingur og körfuboltakona, hefur umsjón með Krílakörfunni í vetur og eru allir krakkar á aldrinum 4-5 ára, jafnt stelpur sem strákar, hvattir til að kíkja og spreyta sig í körfu. Markmiðið með Krílakörfunni er að efla hreyfiþroska og boltafærni barnanna í gegnum skemmtilega leiki og einfaldar körfuboltaæfingar.

Nánar

Pavle Veljkovic á leið til KFÍ

Körfubolti | 30.08.2013
Mirko er að koma heim
Mirko er að koma heim

KFÍ hefur komist að samkomulagi við ungan leikstjórnanda frá Serbíu að nafni Pavle Veljkovic um að koma og spila með félaginu í vetur. Þetta er strákur fæddur ´92 og kemur hingað með Mirko og Jason í næstu viku. Þetta er enn ein viðbótin í hóp KFÍ og fögnum við þessu mjög. Nú fer að styttast í að tímabilið byrji og verður frétt um liðið og tímabilið sett inn á sunnudaginn þar sem við kynnum það sem framundan er. En það er búið að setja inn leikina hjá KFÍ í Lengjubikarnum inn hér til hægri á síðunni og byrjum við keppni hér heima n.k. föstudagskvöld 6 .september með leik gegn Stjörnunni.

 

Hér er myndband af Pavle

 

Áfram KFÍ

Nánar

Æfingatafla KFÍ alveg að verða tilbúin – æfingar hefjast í næstu viku.

Körfubolti | 28.08.2013
Gaman í körfu
Gaman í körfu

Þessa dagana er unnið að því innan HSV að setja saman tímatöflu í íþróttahúsunum á Ísafirði þar sem íþróttafélögin skipta með sér þeim takmörkuðu gæðum sem tímar í húsunum eru.  Þar sem HSV taflan er enn í vinnslu getur KFÍ ekki lokið við gerð æfingatöflu félagsins en vonast er til að þeirri vinnu ljúki á allra næstu dögum. Stefnt er að því að æfingar allra aldursflokka hefjist í næstu viku og verður æfingataflan birt hér á heimasíðunni okkar um leið og hún er tilbúin.

 

Unglingaráð

Nánar

Enginn meistaraflokkur kvenna í vetur

Körfubolti | 26.08.2013
Það er mikil eftirsjá af stelpunum en koma tímar, koma ráð
Það er mikil eftirsjá af stelpunum en koma tímar, koma ráð

Eftir nokkur frábær ár hjá meistaraflokki kvenna KFÍ, sem keppt hefur í 1. deild með eftirtektarverðum árangri, hefur sú ákvörðun verið tekin af stjórn félagsins að tefla ekki fram meistaraflokki kvenna til keppni í vetur. Margar þeirra stúlkna sem hafa verið burðarás liðsins undanfarin tímabil hafa ýmist lokið skólagöngu hér á Ísafirði eða snúið til starfa á öðrum vettvangi. Stjórn KFÍ færir stúlkunum sem skipað hafa meistaraflokk kvenna undanfarin ár bestu þakkir fyrir öflugt starf og óskar þeim gæfu og góðs gengis í öllu því sem þær taka sér fyrir hendur.

 

Í íþróttafélögum í minni samfélögum á landsbyggðinni getur nýliðun verið afar misjöfn milli ára og er óhætt að fullyrða að aðstöðumunur félaga á höfuðborgarsvæðinu annarsvegar og á landsbyggðinni hinsvegar sé gríðarlegur. Hjá KFÍ er staðan sú að nokkur bið verður nú á því að nægilega stór hópur stúlkna komi upp í meistaraflokk félagsins. KFÍ mun þó hér eftir sem hingað til bjóða upp á körfuknattleiksæfingar fyrir stúlkur og er vetrarstarfið óðum að taka á sig mynd. Unnið er að tímaúthlutun í íþróttahúsum á vegum HSV og munu æfingatöflur liggja fyrir innan nokkurra daga.

 

 

Sævar Óskarsson

Formaður

Nánar

Ágúst Angantýrsson í raðir KFÍ

Körfubolti | 23.08.2013
Ágúst fann á sér að hann væri á leiðinni þegar hann spilaði í KFÍ búning gegn okkur s.l. vetur
Ágúst fann á sér að hann væri á leiðinni þegar hann spilaði í KFÍ búning gegn okkur s.l. vetur

Þær góðu fréttir voru að berast kfi.is að hinn mjög svo geðþekki og góði drengur Ágúst Angantýrsson væri búinn að ganga frá samning við okkur og spilar með okkur í vetur. Þetta eru mjög góðar fréttir fyrir félagið en við vitum hvaða mann þessi strákur hefur að geyma og bjóðum hann hjartanlega velkominn í félagið. Ágúst hefur verið á mála hjá KR en hann er Vestfirðingur að upplagi frá Þingeyri þannig að hann er að koma heim að spila.

Það eru fleiri fréttir að berast í hús á næstu dögum og verðum við með allt klárt fyrir veturinn. Hér er hlekkur á góð tilþrif frá Gústa

Áfram KFÍ

 

 

Nánar

Gautur Arnar skrifar undir

Körfubolti | 08.08.2013

Enn eru strákarnir að skrifa undir og núna er það Gautur Arnar sem setti sitt nafn á pappírinn góða. Við verðum með fréttir næstu daga um fleiri kvittanir en drengirnir eru að týnast heim eftir vinnutarnir og frí. 

 

Áfram KFÍ

Nánar

Strákarnir skrifa undir

Körfubolti | 07.08.2013
Jón Hrafn með Bigga þjálfara og Sævari formanni
Jón Hrafn með Bigga þjálfara og Sævari formanni
1 af 5

Þá erum við komnir á skrið. Strákarnir okkar skrifuðu undir nýja samninga við KFÍ og erum við á leið í góða vegferð með Bigga þjálfara og er von á fleiri góðum fréttum innan fárra daga. Þeir sem settu penna á blað í kvöld voru þér Leó Sigurðsson, Jón Hrafn Baldvinsson, Óskar Kristjánsson, Jón Kristinn Sævarsson og Hákon Halldórsson.

 

Áfram KFÍ

Nánar

Hraunar Karl Guðmundsson í KFÍ

Körfubolti | 25.07.2013
Hraunar ásamt Sævari formanni og Birgir Erni þjálfara
Hraunar ásamt Sævari formanni og Birgir Erni þjálfara

Nú fyrir stundu gekk Hraunar Karl Guðmundsson til liðs við okkur í KFÍ. Hraunar lék undir stjórn Borce okkar í Breiðablik í haust og erum við kampakát yfir að fá þennan eðaldreng í okkar raðir. Hann var með 13 stig, 3 fráköst og 3 stoðsendingar síðasta vetur með Blikum og er feykilega duglegur drengur.

 

Við erum að safna liði og væntum frekari frétta á næstu dögum. En eins og við sögðum dropinn holar steininn.

 

Við bjóðum Hraunar innilega velkominn í KFÍ.

Nánar