Lokahóf KFÍ verður haldið n.k. föstudagskvöld 4.maí í Bryggjusal Edinborgarhússins. Hófið hefst kl.19.00. Það eru bræðurnir frá Núpi þeir Sigurður og Guðmundur sem munu töfra fram kræsingar og kostar einungis 3000 íslenskar krónur inn og er þetta að sjálfsögðu opið öllum velunnurum félagsins og hvetjum við alla að koma og fagna með okkur. Skemmtiatriði kvöldsins eru í höndum meistaraflokka okkar og eru margir X-Factor snillingar þar á ferð sem hafa alltaf átt þá óks að geta látið ljós sitt skína. Þessi ósk verður uppfyllt þarna um kvöldið og er mælt með því að gestir mæti með myndavélar sínar.
Heyrst hefur að Jón Hrafn hafi samið sérstakt lag í tilefni teitisins og mun Kristján Pétur flytja það og Ari Gylfason spila undir á Hammond orgel, Guðni Páll spilar á bassa, Óskar Kristjáns þenur harmonikkuna og Pétur Már þjálfari mun ætla að prófa sig áfram á hörpu. Svo munu þau Sigmundur, Gautur, Anna Fía, Rósa og Lilja syngja bakraddir.
Það er auðvitað öllum ljóst að árangur KFÍ í vetur var hreint frábær og er yfir mörgu að gleðjast. Við hvetjum ykkur til að hafa samband við Birnu Lárusdóttur í síma 896-3367 og taka frá miða á lokahóf okkar allra. Vestifirðingar eru þekktir fyrir að skemmta sér og öðrum vel og innilega. Það verður engin breyting þar á nú.
Áfram KFÍ
NánarStjörn Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar boðar til aðalfundar KFÍ.
Aðalfundur Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar verður haldinn í bryggjusal Edinborgarhússins 4. maí næstkomandi. kl. 18.00
1. Venjuleg aðalfundarstörf
Stjórn KFÍ leggur til eftirfarandi lagabreytingar:
Tillaga nr. 1
7.flokkur fór suður um helgina á síðasta fjölliðamótið í Íslandsmótinu. Þeir fóru sjö suður í þetta sinn og aðeins þrír af þeim í 7.flokk þeir Pétur, Rúnar og Hrannar, en þeir yngri voru Bennsi, Haukur, Lazar og Arent. Og vorum við að keppa við fullmönnuð lið frá Aftureldingu, Kormáki og Breiðablik.
Fyrsti leikur drengjanna var gegn Aftureldingu og töpuðum gegn þeim fyrr í vetur illa (63-10), og vissum við því að þetta yrði erfiður leikur. Við spiluðum vel og eftir 10 mínútur var staðan 9-10 og í hálfleik 19-14 og við að halda í fullum dampi við þá, en þá fór breiddin að segja til sín og fór svo að lokum að við töpuðum leiknum 26-48.
Stig KFÍ: Pétur 7, Lazar 7, Haukur 6, Rúnar 2 og Hrannar 2.
Leikur tvö var gegn Breiðablik og var sama upp á tengingnum þar. Við byrjum vel og staðan 4-6 eftir nokkrar mínútur og staðan í hálfleik 16-10 fyrir Breiðablik. En breiddin var ekki næginleg og blikar dældu af bekknum hjá sér og unnu öruggan sigur, lokatölur 21-40.
Stig KFÍ: Pétur 6, Lazar 6, Haukur 5 og Hrannar 4.
Síðasti leikur okkar var gegn Kormáki og þar sýndum við sparihliðarnar mest allan leikinn og staðan í hálfleik 21-13 fyrir okkur og allt að ganga upp. En það er erfitt að halda út svona leiki með fáa drengir þegar önnur lið eru fullmönnuð og eftir æsispennandi lokamímútur seig Kormákur fram úr þreyttum drengjum okkar og sigruðu 47-42.
Stig KFÍ: Pétur 17, Lazar 12, Bennsi 4, Arent 4, Hrannar 3 og Rúnar 2.
Við erum hreykin af strákunum sem spiluðu þrjá leiki á sex tímum og voru aðeins sjö sem er mikið álag, en þeir gáfust aldrei upp og komum við sterkir til leiks næsta vetur. Við erum fínir í tæknilegu og andlegu hliðinni, en við verðum að vinna vel í líkamlegu formi strákanna í sumar.
Næsta verkefni okkar er Vestfjarðamótið sem haldið verður á Patreksfirði 12-13 maí og förum við með stóran hóp af stelpum og strákum.
NánarEurobasket.com birti lista yfir bestu leikmenn 1.deildar KKÍ í vetur og eigum við marga þar sem bestu menn tímabilsins.
Pétur Már Sigurðson var valinn besti þjálfarinn.
Chris Miller Williams besti miðherjinn og jafnframt í besta fimm manna liði "1ts team" tímabilsins.
Kristján Pétur og Craig voru í "2nd team".
Jón Hrafn var í "honirable mention"
Ari Gylfason og Kristján Pétur voru síðan í besta íslenska liðinu.
Og síðan voru bæði Chris og Craig í "all import" valinu.
Þetta eru frábærar fréttir en það vekur samt furðu að Darco sé tekinn fram yfir Edin í vali á "Bosman" manni ársins, en það var töluverður munur á þessum tveim í allri tölfræði og framlegð. En við vitum betur og það er allt sem þarf :)
Við óskum öllum drengjunum okkar til hamingju með þetta val og erum kampakát með alla framlegð þeirra til félagsins. Sú framlegð er mikil bæði utan vallar sem innan og telur sú einkunn hæst af öllu því sem ritað er.
Hér er Listinn
Áfram KFÍ
NánarEva Margrét er í U-15 ára landsliði Íslands sem tekur þátt í móti erlendis en frá þessu er greint á www.kki.is en verkefni Evu og félaga er í sumar og óskar KFÍ fjölskyldan henni til hamingju með þennan árangur.
Eva Margrét er mjög metnaðarfull stelpa sem æfir gríðarlega vel og hefur það sýnt sig í vetur þar sem framfarir hennar hafa ekki farið fram hjá neinum og er Eva einmitt ásamt félögum hennar í 10.flokk stúlkna að fara í úrslitakeppni Íslandmóts KKÍ sem fer fram 27-29 apríl í Reykjavík.
Til hamingju Eva !
NánarHér er smá sýnishorn frá pákaeggjamóti KFÍ sem var haldið á skírdag. Myndbandið tók Jakob Einar Úlfarsson hjá KFÍ-TV og hér er Afraksturinn
Gleðilega páska frá öllum í KFÍ
NánarÞað var hlegið, grátið, kysst á bágtið, fagnað, farið í fílu, ýtt, dottið fyrir utan allt þetta klassíska sem gert er í körfuboltanum í dag. Mjög vel var mætt og skemmtu allir sér mjög vel. Og það sýndi sig í dag að fullorðnir eru og verða alltaf börn þegar kemur að því að leika sér.
Keppt var í mörgum aldursflokkum og hér eru sigurvegarar hvers fyrir sig, en hefð er fyrir að hafa nöfn á liðunum og er ýmindunaraflið á "overdrive" þar.
Flokkur 9-10 ára sigurvegarar.
"Þrumuguðirnir" Hugi Hilmarsson og Þorleifur Ingólfsson.
Flokkur 11-12 ára drengja sigurvegarar.
"Boston-Bulls" Haukur Rafn Jakobsson og Lazar Dragojlovic.
Flokkur 11-12 ára stúlkna sigurvegarar.
"Gaui er bestur" Linda Kristjánsdóttir og Hekla Hallgrímsdóttir.
Flokkur 13-15 ára drengja sigurvegarar.
"Höfðingarnir" Andri Már Skjaldarson og Haukur Hreinsson.
Flokkur 13-15 ára stúlkna sigurvegarar.
"The Girls" Eva Kristjánsdóttir og Kristín Úlfarsdóttir.
Flokkur 16+ sigurvegarar
"Blast from the past" Róbert Heimir Halldórsson og Pétur Már Sigurðsson.
Allir yngri krakkarnir voru leyst út með páskaeggi frá Nóa Síríusi og sigurvegararnir fengu svo stærri gerðina með sér heim.
Í 16 ára og eldri voru flott nöfn á liðunum eins og "veit það ekki", "Big Joe", "Óskum eftir mótspyrnu", 2 Granítharðir", "Hörður", "Team Iceland", "Stjörnulið Steina og Stulla" og síðast en alls ekki síst "Blast from the past" sem innihélt þá Róbert Heimi Halldórsson fyrrum stjórnarmann í KFÍ og þjálfara okkar Pétur Már Sigurðsson, en þeir tveir spiliðu úrslitaleik gegn Leó Sigurðssyni og Jóhanni Frirðikssyni sem spiliðu undir nafninu "Big Joe". Þetta varð alvöru leikur og kom það aðstandendum mótsins á óvart í hve gífurlegu formi Pétur var (NOT), en reynsla þessarra tveggja öðlinga skilaði þeim sigri í lokinn og fengu þeir páskaegg (Mjög lítið) í verðlaun.
Áður en hætt var í dag var farið í einn risastóran "Stinger" og varð þar um þrælskemmtilega keppni að ræða þar sem Hugi Hallgrímsson skaut alla út, þar á meðla Seko og Stulla Stígs sem báðir voru frekar fúlir, enda munar um 20 árum á þeim, en svona er boltinn menn eldast misjafnlega vel :)
Við viljum þakka Nóa Síríus og Hamraborg kærlega fyrir að taka þátt í þessu með okkur og einnig þökkum við öllum þeim sem hjálpuðu okkur að láta þetta takast svona vel. Siggi Jónasar fær sérstakar þakkir fyrir að vera alltaf til staðar fyrir okkur þegar á þarf að halda !
Myndirnar tók Jakob Einar Úlfarsson sem tók einnig upp mótið á myndband og setjum við það inn við fyrsta tækifæri :)
Myndband frá Páskamótinu á YouTube
Gleðilega páska !
NánarUnglingaflokkur karla spilaði tvo leiki gegn Haukum í gær og í dag. Fyrri leikurinn tapaðist óþarflega stórt, en þar vorum við ekki næginega grimmir í fráköstum og hjálparvörnin var í fríi. Lokatölur 63-77. Þar voru Kristján Pétur og Hlynur skástir, en við gáfum allt of mikið eftir í þriðja leikhluta og þar tóku Haukastrákarnir leikinn.
Stig KFÍ. Kristján Pétur 19 stig. Hlynur 18. Jón Kristinn 6. Hermann Óskar 5. Guðni Páll 5. Sigmundur 4. Óskar 4. Leó 2.
Seinni leikurinn var mun betri og þar gat sigurinn dottiið beggja vegna og vorum við óheppnir með skotin sem "duttu" ekki fyrir okkur, en baráttan var til fyrirmyndar þar sem við spiluðum fantagóða vörn og sóttum hart í fráköstin. Óskar komst í gang og við vorum óheppnir að taka ekki þennan leik, en enn var þriðji leikhlutinn okkur að falli. Lokatölur 67-71.
Stig KFÍ. Kristján Pétur 19. Óskar 18. Hlynur 15. Hermann 7. Leó 4. Jón Kristinn 3. Guðni Páll 1.
Það er margt gott sem hægt sem hgt að taka frá þessum leikjum og það sýndi sig að þegar við létum boltan vinna fyrir okkur komumst við strax í gang og fengum auðvildar körfur. En þegar menn hættu að hreyfa sig var sóknin stöðnuð.
Nú eigum við Keflavík eftir hér heima og ætlum að klára þann leik með sigri. Við þökkum áhorfendum kærlega fyrir að styðja okkur áfram.
Áfram KFÍ
NánarEins og undanfarin ár hefur KFÍ verið í vinnu á "Aldrei fór ég suður" og er þetta liður í fjáröflun hjá félaginu. Við viljum biðja þá sem geta hjálpað okkur við að standa vaktir að hafa samband við Óðinn Gestsson í netfangið odinn@icelandicsaga.is
Um er að ræða tvær vaktir frá 19.00 til 22.00 og 22.00 til 02.00 á föstudag og á laugardag og felst vinnan við matsölu og annarri sölu og þurfa þeir sem taka vaktirnar að vera komnir 15 mínútum fyrir byrjun vaktar.
Koma svo og hafa samband við Óðinn. ,,margar hendur vinna létt verk"
Áfram KFÍ
NánarUnglingaflokkur Karla KFÍ fær Hauka frá Hafnarfirði í heimsókn á Jakann og fara leikirnir fram á morgun sunnudag kl. 18.45 og á mánudag kl. 15.00 og vonum við að fólk kíki á drengina sem eru klárir í verkefnið gegn sterkum Haukadrengjum.
Þetta er harla óvenjulegur leiktími, en páskafríið hafið og ættu því margir krakkarnir að geta notið þess að koma og öskra sig hása.
Við vonum að sjá sem flesta
Áfram KFÍ.
Nánar