Fréttir - Blak

Krakkablak-Samæfing á Suðureyri

Blak | 10.03.2010 Á Sunnudaginn 14. mars verður samæfing á Suðureyri. Æfingin verður frá klukkan 11-12:30.  Eftir það verða grillaðar pylsur og þeir sem vilja mega fara í sundlaugina. Vinsamlegast látið vita hverjir koma með og hvaða foreldrar geta verið á bíl í síðasta lagi á föstudaginn. Nánar

Haldið á ykkur mottunni !

Blak | 09.03.2010 Piltarnir í Blakfélaginu Skell, eru síst eftirbátar annara á flestum sviðum.  Þannig er marsmánuður tekinn með trompi og mottum safnað í gríð og erg.
Þess má geta að framtak piltanna hefur vakið mikla lukku hjá kvenþjóðinni.
Finna má fulltrúa félagsins á vef átaksins; hér, hér og hér.
Liðið er svo hérna. Nánar

Aðalfundur Blakfélagsins Skells

Blak | 04.03.2010  

Aðalfundur Blakfélagsins Skells verður haldinn mánudaginn 15. mars nk.
Fundurinn verður haldinn í fundarsal Íþróttahússins á Torfnesi á annari hæð og hefst kl 20.00.
Dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf, í stuttu máli;

  • Skýrslur stjórnar.
  • Kosning formanns, tveggja stjórnarmanna og tveggja varamanna í stjórn.
  • Tillaga að lagabreytingum
  • Önnur mál.

Foreldrar blak-krakka undir 14 ára aldri, er sérstaklega bent á að þeir eru fulltrúar þeirra á slíkum fundum.
Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér tillögur að lagabreytingum er bent á að snúa sér til stjórnarmanna.
Allir félagar eru hvattir til að mæta á fundinn og hafa áhrif á starf félagsins.  
Stjórnin

Nánar

Íslandsmótið í blaki, 3.deild kvenna

Blak | 25.02.2010

Kvennalið Skells mun spila í 2. umferð þriðju deildar Íslandsmótsins um helgina. Mótið verður haldið á Hvolsvelli og nú er bara að vona að veðrið verði skaplegt. Skellur er í fjórða sæti af sex liðum í riðlinum eftir fyrstu umferðina eins og sést hér að neðan.

 

Riðill A   Sæti   Stig  
Álftanes     1      10
Hamar        2       8
Stjarnan B  3       6
Skellur        4       4
Fylkir C      5       2
Dímon         6       0  

Markmiðið er klárlega að hækka sig um sæti í riðlinum.  Efstu tvö liðin komast í úrslit 3. deildar og það gæti orðið erfitt að ná því þótt ekki sé það útilokað.

 

Þriðju deildar mótin eru mjög skemmtileg - leikirnir allir spennandi og mikið fjör. Níu konur verða í Skellsliðinu, á aldrinum 23 til 52 ára - kynslóðabilið brúað!

Nánar

Yngriflokkaþjálfarar í fræðsluferð

Blak | 15.02.2010

Á dögunum fóru krakkablakþjálfarar Skells í fræðsluferð til Reykjavíkur. Félagið fékk styrk fyrir menntun yngriflokkaþjálfara sem nýttur var í þessa ferð. Tilgangurinn var að fylgjast með æfingum hjá öðrum félögum og fá góð ráð hjá reyndari þjálfurum.

 

Farið var á æfingar hjá krökkum frá sjötta og upp í þriðja flokk hjá HK og Stjörnunni. Við lærðum margar nýjar æfingar og einnig lærðum við ýmislegt sem tengist félagslegri og uppeldislegri hlið þjálfunar. Við fengum líka staðfestingu á því að við erum að vinna á svipaðan hátt og aðrir þjálfarar og að krakkarnir okkar eru virkilega duglegir. Við hittum síðan sérstaklega Ástu Sigrúnu Gylfadóttur, þjálfara hjá HK, sem ræddi við okkur um helstu atriði krakkablakþjálfunar og fór með okkur í gegnum nokkrar æfingar.

 

Við fórum sjálfar á æfingu hjá öldungaliði HK (við urðum að bæta upp æfingu sem við misstum af heima) og fylgdumst með æfingum hjá fleiri fullorðinsliðum.

 

Ferðin var virkilega gagnleg og það er að okkar mati mikilvægt fyrir alla þjálfara að vera duglegir að sækja námskeið eða mennta sig á annan hátt til að staðna ekki.

Krakkablakþjálfarar Skells:
Harpa, Kolbrún, Sólveig og Þorgerður

Nánar

Gleðilegt nýtt ár

Blak | 02.01.2010 Blakfélagið Skellur óskar öllum gleðilegs nýs árs, þökkum iðkendum og foreldrum fyrir skemmtilegt og árangursríkt starf á liðnu ári. Nánar

Fullorðinsblak-jólafrí

Blak | 15.12.2009

Síðasti tíminn fyrir jólafrí verður fimmtudaginn 17.des.

Síðan verður blaktími þriðjudaginn 29.des kl: 21.00 og æfingar hefjast svo á nýju ári, sunnudaginn 3.janúar.
 
Litlu jólin í blakinu verða fimmtud.17.des. Þá verður svokallað einstaklingsmót :)

Mæting er eigi síðar en kl.19.30

Nánar

Krakkablak, jólafrí

Blak | 09.12.2009

Á Ísafirði verður síðasti krakkablakstíminn fyrir  jól, mánudaginn 14.desember.

Á Suðureyri verður síðasti tíminn fyrir jól, fimmtudaginn 10.desember

Í síðasta tíma fyrir jól mæta krakkarnir með jólasveinahúfur og þjálfararnir bjóða upp á hressingu og jólatónlist í bland við lauflétta og skemmtilega hreyfingu.


Æfingar hefjast svo af fullum krafti á nýju ári,  í krakkablakinu á Ísafirði mánudaginn 4.janúar og á Suðureyri fimmtudaginn 7.janúar.

Nánar

Harpa þjálfari orðin léttari

Blak | 09.12.2009

Í gær þriðjudaginn 8.desember eignaðist Harpa þjálfari 17 marka dreng, allt gekk vel og móður og barni heilsast vel. Við óskum þeim Hörpu og Gunnari  hjartanlega til hamingju með prinsinn og að sjálfsögðu Birki og Kára líka innilega til hamingju með litla bróðir.

Nánar

Velheppnað jólamót

Blak | 01.12.2009

Hurðaskellur, jólamót félagsins, var haldið í íþróttahúsinu Torfnesi s.l. laugardaginn 28. Nóvember s.l.

Góð þátttaka var bæði í krakka og fullorðinsflokki og kepptu um 60 blakarar á mótinu.

Myndir frá mótinu eru komnar inn á myndasíðuna

 

Nánar