Fréttir - Blak

Dagskrá og upplýsingar um jólamótið

Blak | 27.11.2009 Hurðaskellur - jólamót Skells í blaki verður haldið laugardaginn 28. nóvember. Frá kl. 10-13 verður keppt í krakkablaki, en síðan taka fullorðnir við. Mótið verður að vanda á léttu nótunum og með jólalegu ívafi.

Í yngri flokkunum keppa 11 lið frá Þingeyri, Suðureyri og Ísafirði. Mótsgjald er kr. 1000 á barn, og er boðið upp á smá nasl í lok móts.

Í fullorðins flokki keppa 5 lið með leikmönnum frá Ísafirði, Suðureyri og Þingeyri. Mótsgjald er kr. 1000 og er boðið upp á hressingu milli leikja.
Nánar

Hurðaskellur - jólamót Skells í blaki

Blak | 20.11.2009 Hurðaskellur - jólamót Skells í blaki verður haldið laugardaginn 28. nóvember. Frá kl. 10-13 verður keppt í krakkablaki, en síðan taka fullorðnir við. Mótið verður að vanda á léttu nótunum og með jólalegu ívafi.

Í yngri flokkunum keppa u.þ.b. 10 lið frá Þingeyri, Suðureyri og Ísafirði. Mótsgjald er kr. 1000 á barn, og er boðið upp á smá nasl í lok móts.

Í fullorðinsflokki verður dregið í lið og er öllum sem eitthvað hafa komið nálægt blaki frjálst að skrá sig, hvort sem þeir hafa æft blak með Skelli eða ekki. Skráningarfrestur rennur út mánudaginn 23. nóvember, og skráning er á netfangið harpa@vedur.is

Leikjaplan verður sett inn á síðuna þegar nær dregur móti.
Nánar

Frábær ferð á Íslandsmót

Blak | 09.11.2009

Ferðin til Neskaupstaðar á Íslandsmót 4. og 5. flokks í blaki gekk eins og í sögu. Flogið var frá Ísafirði um miðjan dag á föstudegi og farið í keilu í Reykjavík meðan við biðum eftir vélinni til Egilsstaða. Frá Egilsstöðum tókum við rútu til Neskaupstaðar og vorum komin þangað um kl. 21 um kvöldið.

Mótið var síðan á laugardegi og fram að hádegi á sunnudegi. Í stuttu máli sagt fór árangur krakkanna fram úr björtustu vonum þjálfaranna. Öll voru þau að spila sitt allra besta blak og tilþrifin voru hreint ótrúleg. Enda eru sjálfsagt margir með einhverja marbletti eða brunafar eftir að hafa skutlað sér í gólfið og bjargað boltanum á ótrúlegan hátt:-).

Nánar

Vegna ferðar á Íslandsmót hjá 4. og 5. flokki - nýjar upplýsingar

Blak | 03.11.2009

Nýjar upplýsingar vegna ferðarinnar hafa verið settar inn á krakkablaksíðuna undir tilkynningar: http://hsv.is/skellur/krakkablak/tilkynningar/

Nánar

Ferð kvennalið Skells á íslandsmót

Blak | 03.11.2009

Kvennalið Skells tók þátt í fyrsta 3. deildar móti vetrarins í Mosfellsbæ um síðustu helgi (30.-31. október). Skemmst er frá því að segja að mótið byrjaði frekar illa hjá okkar konum, en endaði vel. Fyrstu þrír leikirnir töpuðust en konurnar rúlluðu upp síðustu tveimur leikjunum. Liðið átti mjög góða spretti og toppaði í síðasta leiknum þar sem það spilaði mjög gott blak. Mótið var skemmtilegt að venju og nú er umgjörðin orðin mjög fagmannleg með alvöru leikskýrslum. Það er líka gaman að sjá hvað liðin eru vel æfð og undirbúin. Það er ljóst að hin liðin eru flest í betri leikæfingu en Skellur þar sem þau fara flest á nokkur hraðmót yfir veturinn fyrir utan 3. deildar mótin. Fjarlægðin til næstu blakliða gerir Skelli erfitt fyrir og í hvert sinn sem við mælum okkur mót við Tálknfirðinga lokast Hrafnseyrarheiði. 

 

Lið Skells er nú í 4. sæti af 6 liðum í 3. deild suður A, frekari upplýsingar um úrslit einstakra leikja má finna á www.blak.is eða með því að smella hér.

Nánar

Ferð karlaliðs Skells á hraðmót Stjörnunnar í Garðabæ

Blak | 03.11.2009

Laugardaginn 24. október keppti karlalið Skells á Stjörnumótinu í Garðabæ. Keppt var í einni karladeild þar sem voru fimm lið og því voru spilaðir fjórir leikir. Okkar karlar hafa einungis æft blak í 1-2 ár en mörg hinna liðanna voru skipuð reynsluboltum og því var á brattann að sækja. Mjög skemmtilegur leikur náðist gegn Stjörnunni sem var að mestu skipuð ungum leikmönnum úr 2. flokki. Góðir sprettir náðust í leikjunum gegn Þrótti Reykjavík og Fylki. Eina liðið sem Skellur átti að eiga virkilega góða möguleika gegn var lið Verkís, en sá leikur tapaðist naumlega.  Karlaliðinu hefur farið mjög mikið fram á stuttum tíma og í raun ótrúlegt hvað það getur staðið uppi í hárinu á liðum sem eru skipuð leikmönnum með jafnvel áratuga reynslu.

Nánar

Vegna ferðar á Íslandsmót hjá 4. og 5. flokki:

Blak | 02.11.2009

Kannað hefur verið með möguleika á að fara í Keiluhöllina á meðan beðið er á milli véla í Reykjavík á leiðinni til Neskaupstaðar. Þetta er vel gerlegt en kostar um 1000 kr. á barn fyrir leigubíl og keilu. Þess vegna eru börnin beðin um að vera með kr. 2000 í vasapening í stað 1000 kr. eins og hafði áður verið ákveðið. Það verður miklu skemmtilegra og eftirminnilegra að eyða tímanum svona en að bíða í tvo og hálfan tíma á flugvellinum.

 

Fararstjórar.

Nánar

Ferð á Íslandsmót Blí í blaki, Neskaupstað 6.-8. nóvember 2009. 4. og 5. flokkur- Upplýsingar

Blak | 26.10.2009 Miðvikudaginn 21. október var haldinn foreldrafundur með foreldrum barna sem ætla á Íslandsmótið í Neskaupstað 6.-8. nóvember.  Á fundinum fengu foreldrar upplýsingar um ferðina.
Þessar upplýsingar og allt annað vegna ferðarinnar má finna undir http://hsv.is/skellur/krakkablak/tilkynningar/ Nánar

Foreldrafundur kl.18 í dag

Blak | 21.10.2009 Minnum foreldra barna sem ætla á Íslandsmótið í Neskaupstað á fundinn í dag í Torfnesi kl. 18 Nánar

Vestfjarðamótið í blaki tókst vel- veðrið riðlaði þó mótinu töluvert

Blak | 13.10.2009 Vestfjarðamótið í blaki var haldið á laugardaginn þrátt fyrir vonskuveður. Veðrið riðlaði mótinu töluvert, en keppendur frá Bíldudal, Tálknafirði, Patreksfirði og Þingeyri komust ekki á mótið. Því voru það einungis keppendur frá Ísafirði og Suðureyri sem kepptu í blaki fullorðinna og barna. Þrátt fyrir það tókst mótið vel og voru keppendur um 40-50 talsins.   Í blaki fullorðinna kepptu þrjú Skellslið um titilinn í liðum sem voru blönduð konum og körlum. Keppnin var jöfn og spennandi, en liðið SkellurZ sigraði mótið. Í krakkablaki gerðu Súgfirðingar góða ferð og sigruðu í 2. stigi og 4. stigi og urðu í öðru sæti í 3. stigi. Skellur-gulir frá Ísafirði sigraði 3. stigið. Allir fengu glaðning að móti loknu.  
Stjórn Blakfélagsins Skells vill koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem lögðu hönd á plóginn við mótið. Sérstaklega er foreldrum og börnum sem sáu um veitingasöluna þakkað fyrir vel unnin störf.   Segja má að þetta mót hafi verið góð upphitun fyrir allt það sem framundan er hjá blökurum í Skelli: 
  • Karlalið Skells tekur þátt í Stjörnumótinu sem haldið verður í Garðabæ laugardaginn 23. október. 
  • Helgina á eftir verða fyrstu leikir vetursins í 3. deild kvenna í Mosfellsbæ þar sem kvennalið Skells mætir til leiks. Liðið hefur styrkst töluvert í vetur með tilkomu tveggja nýrra leikmanna, þeirra Kolbrúnar og Jamie, og verður spennandi að sjá hvernig gengur í 3. deildinni í vetur. 
  • Íslandsmótið í krakkablaki í 4. og 5. flokki verður haldið í Neskaupstað helgina 7.-8. nóvember og stefnir í að Skellur verði með 4 lið þar.
  • Helgina þar á eftir verður Íslandsmótið í blaki hjá 2. og 3. flokki haldið í Neskaupstað og er verið að reyna að setja saman lið úr Höfrungi og Skelli til að taka þátt í því. 
Nánar