Fréttir - Blak

Ferð á Íslandsmót Blí í blaki, Neskaupstað 6.-8. nóvember 2009. 4. og 5. flokkur- Upplýsingar

Blak | 26.10.2009 Miðvikudaginn 21. október var haldinn foreldrafundur með foreldrum barna sem ætla á Íslandsmótið í Neskaupstað 6.-8. nóvember.  Á fundinum fengu foreldrar upplýsingar um ferðina.
Þessar upplýsingar og allt annað vegna ferðarinnar má finna undir http://hsv.is/skellur/krakkablak/tilkynningar/ Nánar

Foreldrafundur kl.18 í dag

Blak | 21.10.2009 Minnum foreldra barna sem ætla á Íslandsmótið í Neskaupstað á fundinn í dag í Torfnesi kl. 18 Nánar

Vestfjarðamótið í blaki tókst vel- veðrið riðlaði þó mótinu töluvert

Blak | 13.10.2009 Vestfjarðamótið í blaki var haldið á laugardaginn þrátt fyrir vonskuveður. Veðrið riðlaði mótinu töluvert, en keppendur frá Bíldudal, Tálknafirði, Patreksfirði og Þingeyri komust ekki á mótið. Því voru það einungis keppendur frá Ísafirði og Suðureyri sem kepptu í blaki fullorðinna og barna. Þrátt fyrir það tókst mótið vel og voru keppendur um 40-50 talsins.   Í blaki fullorðinna kepptu þrjú Skellslið um titilinn í liðum sem voru blönduð konum og körlum. Keppnin var jöfn og spennandi, en liðið SkellurZ sigraði mótið. Í krakkablaki gerðu Súgfirðingar góða ferð og sigruðu í 2. stigi og 4. stigi og urðu í öðru sæti í 3. stigi. Skellur-gulir frá Ísafirði sigraði 3. stigið. Allir fengu glaðning að móti loknu.  
Stjórn Blakfélagsins Skells vill koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem lögðu hönd á plóginn við mótið. Sérstaklega er foreldrum og börnum sem sáu um veitingasöluna þakkað fyrir vel unnin störf.   Segja má að þetta mót hafi verið góð upphitun fyrir allt það sem framundan er hjá blökurum í Skelli: 
  • Karlalið Skells tekur þátt í Stjörnumótinu sem haldið verður í Garðabæ laugardaginn 23. október. 
  • Helgina á eftir verða fyrstu leikir vetursins í 3. deild kvenna í Mosfellsbæ þar sem kvennalið Skells mætir til leiks. Liðið hefur styrkst töluvert í vetur með tilkomu tveggja nýrra leikmanna, þeirra Kolbrúnar og Jamie, og verður spennandi að sjá hvernig gengur í 3. deildinni í vetur. 
  • Íslandsmótið í krakkablaki í 4. og 5. flokki verður haldið í Neskaupstað helgina 7.-8. nóvember og stefnir í að Skellur verði með 4 lið þar.
  • Helgina þar á eftir verður Íslandsmótið í blaki hjá 2. og 3. flokki haldið í Neskaupstað og er verið að reyna að setja saman lið úr Höfrungi og Skelli til að taka þátt í því. 
Nánar

Vestfjarðamót í blaki á laugardaginn !!!

Blak | 08.10.2009

Vestfjarðamótið í krakkablaki og blaki fullorðinna verður haldið laugardaginn 10.október í Íþróttahúsinu á Torfnesi og hefst kl.10.   Keppendur frá Ísafirði, Suðureyri, Þingeyri, Patreksfirði og Tálknafirði eru skráðir til leiks. Krakkablakið  verður með veitingasölu á staðnum meðan á mótinu stendur en þau eru að safna fyrir ferð á Íslandsmótið í Neskaupstað 7.-8. nóvember. Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að styrkja krakkana. Athugið að aðeins er hægt að greiða með peningum enginn posi verður á staðnum.  Áhorfendur eru velkomnir :)

Frekari upplýsingar til keppenda í krakkablakinu er að finna undir http://hsv.is/skellur/krakkablak/tilkynningar/
Frekari upplýsingar til keppenda í fullorðinsblaki hafa verið sendar til þeirra í tölvupósti
Nánar

Krakkablak:

Blak | 23.09.2009 Á Ísafirði verður boðið upp á æfingar fyrir 1.-9. bekk, en 1.-4. bekkur kemur nýr inn. Fyrir byrjendur verða engin æfingagjöld í september og eru allir hvattir til að mæta og kynna sér íþróttina. Reynslan hefur sýnt að blak getur bæði hentað þeim sem hafa gaman að mörgum íþróttum og þeim sem ekki hafa fundið sig í boltaíþróttum áður.  Þjálfari verður Jamie Landry, en henni til aðstoðar fyrir yngri aldurshópana til að byrja með verða Harpa Grímsdóttir og Sólveig Pálsdóttir.

Á Suðureyri verður í vetur boðið upp á æfingar fyrir 2 - 10 bekk , æfingar verða tvisvar í viku og fer það eftir fjölda iðkenda hvernig flokkaskiptingin verður.
 

Þorgerður Karlsdóttir mun áfram þjálfa yngri flokkana á Suðureyri.Stefnt er að því að senda nokkur lið í 4. og 5. flokki til þátttöku á Íslandsmótið í blaki. Þetta var gert í fyrsta sinn í fyrra og tókst mjög vel til. Ferðirnar voru skemmtilegar og árangurinn góður.  Blí hefur ákveðið hvar og hvenær mótin verða í ár:

 

Fyrra mótið verður haldið á Akureyri helgina 6.-7. nóvember

Seinna mótið verður haldið í Mosfellsbæ helgina 1.-3. apríl

 

Að sjálfsögðu verðum við einnig með innanfélagsmót og samæfingar öðru hvoru í vetur.

Nánar

Vel heppnað dómaranámskeið- Sex nýir héraðsdómarar hjá félaginu

Blak | 18.09.2009

Námskeiðið tókst mjög vel upp. Um þriggja tíma fyrirlestur var haldinn með hléum og farið var yfir helstu reglur og túlkun á þeim. Síðan var farið í Íþróttahúsið á Torfnesi þar sem fram fór verkleg kennsla og allir þátttakendur fengu að spreyta sig í dómarastólnum.
Sævar Már Guðmundsson, landsdómari í blaki hélt námskeiðið og lauk því með prófi.

Útskrifaðir héraðsdómarar hjá BLÍ þann 17. september 2009 voru:
Arnar Guðmundsson
Ásdís Birna Pálsdóttir
Harpa Grímsdóttir
Jón Kr. Helgason
Kristinn Mar Einarsson
Sigurður Hreinsson


Þessir dómarar eiga nú m.a. kost á að dæma í 3.deild kvenna í vetur.

 

Nánar

Dómaranámskeið í blaki

Blak | 12.09.2009

Dómaranámskeið í blaki á vegum Blaksambands Íslands í samvinnu við Blakfélagið Skell verður haldið miðvikudagskvöldið 16.september  n.k.

Námskeiðið hefst kl.18:10 í Skólagötu 10 en síðan lýkur því með verklegri æfingu og prófi til héraðsdómara í Íþróttahúsinu á Torfnesi síðar um kvöldið.

Kennari á námskeiðinu er Sævar Guðmundsson landsdómari og framkvæmdastjóri BLÍ.

Hægt er að skrá sig á námskeiðið og fá frekari upplýsingar með því að senda tölvupóst til Ásdísar á netfangið asdisbirna@simnet.is eða hafa samband í síma 862 6561

Nánar

Hefur þú prófað blak?

Blak | 07.09.2009

Blakæfingar fyrir 14 ára og eldri verða í Torfnesi á eftirtöldum tímum í vetur:

 

Sunnudögum kl. 15:40

Þriðjudögum kl. 21:00

Fimmtudögum kl. 19:40

 

Byrjendur eru velkomnir í sunnudags- og þriðjudags­tímana en þá verða æfingar sérstaklega sniðnar að þeim sem lítið eða ekkert hafa spilað blak áður.

 

Blak hentar þeim sem vilja halda sér í formi í skemmtilegum félagsskap og hafa gaman af því að leika sér.

 

 

Láttu verða af því - sjáumst!

Nánar

Krakkablak í vetur

Blak | 07.09.2009

Á Ísafirði verður boðið upp á blakæfingar fyrir krakka í 4.-8. bekk í vetur   Tímarnir verða eftirfarandi:

 

4.-5. bekkur:     Mánudagar kl. 15:40 í Torfnesi

                           Fimmtudagar kl. 13:50 á Austurvegi

 

6.-8. bekkur:     Mánudagar kl. 15:40 í Torfnesi

                           Miðvikudagar kl. 17:00 í Torfnesi


Á Suðureyri verður boðið upp á blakæfingar fyrir krakka í 2.-10. bekk í vetur.
Tímarnir verða eftirfarandi:

 2.-5. bekkur:         Þriðjudaga  kl. 14:00- 15.00
                                Fimmtudagar kl. 14:00 - 15.00

 6.-10. bekkur:       Þriðjudaga   kl.  14:30 -  15.30
                                Fimmtudaga kl.  14:30 - 15.30

September verður kynningarmánuður og þá eru engin æfinga­gjöld rukkuð. Allir krakkar eru hvattir til að koma og prófa.

 

Krakkablak getur bæði hentað þeim sem hafa gaman af mörgum íþróttum og þeim sem ekki hafa fundið sig í öðrum greinum.

 

Sjáumst á æfingu!

 

 

 

Nánar

Þá fer krakkablakið að hefjast

Blak | 01.09.2009 Við verðum með blak í boði fyrir tvo hópa:  4. og 5. bekk og svo 6.-8. bekk (strákar og stelpur). 
Tímarnir gætu litið einhvernveginn svona út:   4.-5. bekkur:  Torfnesi á mánudögum kl. 15:40-16:40   Austurvegi á fimmtudögum kl. 13:50-14:14  
6.-8. bekkur: Torfnesi á mánudögum kl. 15:40-16:40  Torfnesi á miðvikudögum kl. 17:00  
Athugið að þessir tímar eru ekki staðfestir þar sem þeir eiga eftir að fara fyrir húsafriðunarnefnd. 
Á mánudögum er stefnan að vera með 2/3 af salnum í Torfnesi, báða hópana í einu og tvo þjálfara.    
Þjálfarar fyrir 4.-5. bekk verða Sólveig Pálsdóttir og Harpa Grímsdóttir, eins og í fyrra. Þjálfarar fyrir 6.-8. bekk verður Kolbrún Björg Jónsdóttir og Harpa Grímsdóttir  
Allir eru velkomnir á æfingar hvort sem þeir hafa spilað blak áður eða ekki.
September verður kynningarmánuður án æfingagjalda. Nánar