Fréttir - Blak

Byrjendablak

Blak | 14.09.2010

Félagið mun í vetur bjóða upp á sérstaka byrjendatíma fyrir konur. Tímarnir verða í Íþróttahúsinu á Torfnesi á sunnudögum kl. 14-15:40
Þegar húsið á Austurvegi opnar aftur eftir viðgerðir munu byrjendatímarnir verða þar í miðri viku eftir kvöldmat, nákvæm tímasetning verður birt fljótlega.


Nánar

Æfingar að hefjast í krakkablakinu.

Blak | 01.09.2010

Mánudaginn 6. september hefjast æfingar hjá yngri flokkum í blaki. Boðið er upp á æfingar fyrir 1.-9. bekk, en 1.-4. bekkur kemur nýr inn. Fyrir byrjendur verða engin æfingagjöld í september og eru allir hvattir til að mæta og kynna sér íþróttina. Reynslan hefur sýnt að blak getur bæði hentað þeim sem hafa gaman að mörgum íþróttum og þeim sem ekki hafa fundið sig í boltaíþróttum áður.  Þjálfari verður Jamie Landry, en henni til aðstoðar fyrir yngri aldurshópana til að byrja með verða Harpa Grímsdóttir og Sólveig Pálsdóttir.

 

Til að byrja með verða æfingarnar í íþróttahúsinu Torfnesi þar sem litla íþróttahúsið við Austurveg er lokað næstu vikurnar

Nánar

Æfingar í karla- og kvennaflokki hefjast í dag

Blak | 31.08.2010

Æfingar í karla- og kvennaflokki hefjast í dag, æfingatímar eru eins og síðasta vetur þ.e. á þriðjudögum kl.21, fimmtudögum kl.19:40 og á sunnudögum kl.15:40.
Þjálfari félagsins kemur ekki til starfa fyrr en 6. september en fram að því munu verða léttar æfingar með aðaláherslu á spilið, svo nú er um að gera fyrir alla að mæta og koma sér í blakgírinn :) 

Boðið verður upp á sérstaka byrjendatíma fyrir konur einu sinni í viku og mun tímasetning þeirra verða birt hér á heimasíðunni innan tíðar.

Nánar

Æfingar félagsins á Suðureyri hefjast aðra vikuna í september.

Blak | 25.08.2010 Æfingar félagsins á Suðureyri hefjast aðra vikuna í september. Ekki er enn ljóst hvaða daga þær verða en það kemur í ljós fljótlega.
 Í vetur verður boðið upp á æfingar fyrir 2 - 10 bekk , æfingar verða tvisvar í viku og fer það eftir fjölda iðkenda hvernig flokkaskiptingin verður.
Skráning fer fram mánudaginn 6.sept í íþróttahúsinu á Suðureyri kl:17.00
 

Þorgerður Karlsdóttir mun áfram þjálfa yngri flokkana á Suðureyri.

Nánar

Blakæfingar hjá yngri flokkum Skells á Ísafirði hefjast mánudaginn 6.september

Blak | 25.08.2010

Enn er ekki komin stundatafla fyrir íþróttahúsin en við látum vita um leið og tímarnir eru komnir.

Í vetur verður boðið upp á æfingar  fyrir 1.-9. bekk. 
1.-4. bekkur kemur nýr inn og vonumst við til að sjá  sem flesta á þeim aldri.

Æfingar fyrir yngri krakkana verða í íþróttahúsinu við Austurveg og vonandi fyrir klukkan 16 á daginn, þannig  að þau sem eru í dægradvöl geti skroppið upp á æfingu.
Eins og kemur fram í frétt hér á síðunni mun Jamie Landry verða aðalþjálfari í vetur.

 

Nánar

Blakæfingar hjá fullorðnum hefjast fimmtudaginn 2. september.

Blak | 25.08.2010 Gert er ráð fyrir þremur æfingum  á viku í karla- og kvennaflokki og verða þær líklega á sömu tímum og síðasta vetur, að auki stendur til að bjóða upp á sérstaka byrjendatíma fyrir konur einu sinni í viku. Tímasetning æfinga verður sett hér á heimasíðuna um leið og stundatafla fyrir íþróttahúsið verður gefin út. Nánar

Nýr aðalþjálfari í vetur

Blak | 25.08.2010

Þar sem aðalþjálfari félagsins síðustu sex ár, Harpa Grímsdóttir óskaði eftir leyfi frá störfum í vetur hefur félagið gengið frá ráðningu á nýjum aðalþjálfara fyrir veturinn,  það er Jamie Landry frá Bandaríkjunum.  Félagið þakkar Hörpu fyrir frábært starf sem þjálfari þessi ár.  

 Jamie Landry hefur búið á Ísafirði í eitt ár, hún æfði blak með meistaraflokknum síðasta vetur og þjálfaði yngri flokka félagsins í afleysingum.  Jamie er mjög reyndur blakari og  dugleg með krakkana.

Jamie mun verða spilandi þjálfari eins og Harpa var,  Harpa  mun að sjálfsögðu halda áfram að æfa blak og keppa fyrir félagið og jafnframt munu hún og Sólveig vera Jamie innan handar með fyrstu æfingarnar hjá krökkunum og eins munu þær leysa hana af eftir þörfum.

Þorgerður Karlsdóttir mun áfram þjálfa yngri flokkana á Suðureyri.

Nánar

Fyrsta umferð 3.deildar kvenna á Íslandsmótinu í blaki fer fram á Ísafirði í haust.

Blak | 20.07.2010

Stjórn BLÍ hefur tekið fyrir umsóknir um mótshald í 3.deild kvenna fyrir næsta vetur. Félagið sótti um að halda fyrsta mót vetrarins og var það samþykkt, en alls sóttu fimm félög um að halda mótið.
Fyrsta umferð tímabilsins verður því spiluð á Ísafirði 30.-31.október n.k. 

Mótanefnd og stjórn BLÍ hafa samþykkt viðburðadagatal

Nánar

Þrjú lið frá félaginu taka þátt í 2.Stigamót BLÍ í strandblaki á Þingeyri á laugardaginn

Blak | 02.07.2010

2. Stigamót BLÍ í strandblaki verður haldið á Þingeyri laugardaginn 3.júlí.
Mótið hefst kl 9 á laugardags morgni og verður reynt að keyra það í gegn á einum degi, en sunnudagurinn er hafður til vara ef það ekki næst. 
Tvö kvennalið og eitt karlalið frá Skelli taka þátt í mótinu í ár, en alls hafa 13 kvennalið og 7 karlalið skráð sig til leiks.
Við hvetjum alla til að kíkja á Dýrafjarðardaga um helgina og horfa á strandblakið, en á mótinu keppa bestu strandblakarar landsins.

Nánar

Fjöruhreinsun hjá öllum flokkum laugardaginn 26.júní

Blak | 24.06.2010  

Fjöruhreinsun hjá öllum flokkum laugardaginn 26.júní

 

Mæting hjá bæði fullorðnum og börnum við Íþróttahúsið á Torfnesi kl.13:30

 

Hreinsuð verður fjaran frá bensínstöðinni og út að Skarfaskeri í Hnífsdal.

 

Krakkablakið á Suðureyri sér síðan um að hreinsa hálfa fjöruna á Flateyri.

 

Þetta er fjáröflun sem krakkarnir í blakinu geta séð um sjálf án aðstoðar foreldra sinna og mikilvægt að allir sem mögulega komist mæti. Þetta er mikilvæg fjáröflun fyrir íslandsmótin.

Stjórn og barna og unglingaráð félagsins.

Nánar